Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 27. apríl 2007
Johan og Ingeborg
Ég bara verð að fá að vitna í félaga minn og góðvin, eðalkratann Benedikt Jónasson:
Er hægt að taka þetta alvarlega að láta Norðmenn passa okkur? Þjóð sem kallar Tarzan og Jane, Johan og Ingeborg?
Kom mér til að hlæja. Það er föstudagur.
Takk, Norðmenn. Nú þarf ég ekki að vera hrædd lengur.
Ingeborg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 27. apríl 2007
Grín og glens?
Norðmenn sjái um varnir Íslands?
Norski herinn sé með sýndar herkænskuæfingar á Íslandi?
Og fái hversu mikið borgað fyrir?
Er 1. apríl?
Forsætisráðherra segir varnir Íslands tryggðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Jólasveinninn
Jólin eru að koma. Jólasveinninn lofar öllu úti um allt og pakkar hrúgast undir hvert tré. Jólasveinninn skilur engan útundan og segir bara það sem fólk vill heyra. Hann er ljúflingur og kann sitt fag.
Í hvaða flokki ætli hann eigi heima?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Lukkunnar velstand
Ég hef varla undan því að vera rekin í rogastans þessa dagana.
Í gærkvöldi var í fréttum talað við erlendan starfsmann Impregilo við Kárahnjúkavirkjun. Hann hafði hugrekki til að lýsa aðstæðum, ekki veit ég hvort honum verður refsað fyrir það. Aðstæður eru gjörsamlega óboðlegar.
Eins og flestir vita hefur starfsfólk orðið fárveikt að undanförnu vegna loftmengunar, matareitrunar, aðstöðuleysis og ömurlegs aðbúnaðar í aðrennslisgöngum virkjunarinnar. Það er með ólíkindum að Impregilo skuli bregðast við því með að fara í vörn og gera lítið úr þeim heilsuspillandi aðstæðum sem fólki er þarna boðið upp á.
Mengun og útblástursefni frá dísilknúnum vinnuvélum geta verið stórhættuleg heilsu fólks. Köfnunarefnisdíoxíð, brennisteinsdíoxíð og kolmónoxíð eru vinnufélagar verkamanna í aðrennslisgöngunum.
Maðurinn sem talað var við í gær sagði m.a. "þessi reykur á vinnustað er eitraður og ég á erfitt með að ná andanum."
Þetta var fyrsta fréttin í gærkvöldi. Önnur fréttin var um afneitun á hjónabandi samkynhneigðra.
Ísland árið 2007. Þar er allt í lukkunnar velstandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Óheimilt að annast hjónavígslu samkynhneigðra
Er þetta í framsæknum, víðsýnum og kærleiksríkum anda Jesú Krists?
Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Getur það verið?
Ég fékk vægt áfall þegar ég las þessa frétt.
Þetta minnir okkur á hversu stórt og aðkallandi verk er enn fyrir höndum.
Konunum sjálfum að kenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 25. apríl 2007
Með pompi og prakt
Kata Jak lengst til hægri, Sóley og Guðrún Ágústa á góðri stund á landsfundinum. Kötu á þing í vor!
Hvet ykkur eindregið til að horfa á Borgarafund RÚV í gærkvöldi hér.
Þar var annars vegar fjallað um félagsmál og hins vegar um menntamál. Þar voru Ögmundur Jónasson og Katrín Jakobsdóttir frá VG í góðum hópi og fóru á kostum. Ég var óskaplega ánægð með þau bæði tvö og innilega sammála þeirra málflutningi. Ég hef líka alltaf haldið mikið upp á Jóhönnu Sigurðardóttur og fannst gaman að sjá hana á skjánum - sem og fleira gott fólk.
Fer það virkilega á milli mála hvor hefur betri málstað að verja í íslensku samfélagi í dag - ríkisstjórnin eða stjórnarandstaðan?
Á Sjálfstæðisflokkur að vera hér við völd í 20 ár?! Nei!
Það er löngu kominn tími á endurnýjun þar sem nýjar og betri áherslur taka við.
Tími grænnar velferðar-, jafnréttis- og félagshyggjustjórnar er kominn. Ég bara trúi ekki öðru!
Megi ríkisstjórnin falla með pompi og prakt þann 12. maí!
Ég fer í megna fýlu ef það gerist ekki. Megna. Jafnvel þótt Eiríkur vinni Eurovision og klæðist leðri frá toppi til táar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Rokkað í strætó með UVG
Ég held alveg hrikalega mikið upp á Ung Vinstri Græn. Finnst þau ferlega flott og skemmtileg.
Þau stóðu m.a. fyrir frábærum tónleikum í síðustu viku, útbúa skemmtilegustu barmmerki á Íslandi (heimatilbúin að sjálfsögðu, þori varla að segja frá sumum þeirra nýjustu, hitta beint í mark!) og þau eru róttæk inn að beini, víðsýn og framsækin. Flott ungt fólk! Það er gaman að kynnast því hvað unga kynslóðin er öflug innan VG og virk í öllu málefnastarfinu. Við hin eldri getum mikið af þeim lært...
Nú voru Ung Vinstri Græn í Reykjavík sem sagt að bjóða borgarfulltrúum frítt í strætó. Þau bjóða einnig upp á leiðbeiningar um hvernig komast megi milli staða sem og ókeypis kennsluferð í strætó. Mæli með ferð með þeim - skemmtilegur félagsskapur sem léttir lund, gjaldfrjáls.
Gefa borgarfulltrúum strætómiða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Hlynur dagsins
Ég ætla að gerast sek um ritstuld í dag.
Hér er færsla samherja míns og félaga Hlyns Hallsonar sem mig langar til að deila með ykkur. Ég er einmitt á leið til Akureyrar á eftir og hlakka til að koma norður. Ísland er eitt. Ætla að heilsa upp á fólk í MA og hver veit nema ég fái mér kaffi með Hlyn og fleiri góðum.
Hlynur dagsins: Krúttlegasta álver í heimi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 24. apríl 2007
Konur kyssa
Laura Dern fékk ekki hlutverk í Hollywood í ár eftir að hún kyssti Ellen DeGeneres.
Púkalegt. Talandi um forræðishyggju.
Ef ég væri Hollywood mundi ég láta hlutverkunum rigna yfir konur sem kyssa konur. Þótt ekki væri nema til að stuðla að örlítilli sögulegri leiðréttingu á því ömurlega misrétti sem konur sem kyssa konur hafa þurft að þola í gegnum tíðina.
Svo er öllum svo óskaplega hollt að láta hrista aðeins upp í sér í Hollywood.
Ég mundi líka láta hlutverkunum rigna yfir allar hinar konurnar sem kyssa karla. Konur yfirleitt sem eru orðnar eldri en 30 ára og 40 ára og 50 ára og 60 ára eiga erfitt með að fá almennileg hlutverk í kvikmyndum, hvern svo sem þær kyssa eða kyssa ekki. Þær þykja víst ekki nógu unglegar og kannski heldur til of gáfulegar eða þreyttar og auk þess eru ekki skrifuð nærri því eins mörg og mikil hlutverk fyrir konur.
Þetta allt mundi ég gera ef ég væri Hollywood.
En ég er ekki Hollywood og þess vegna segi ég bara eins og Bangsímon: Ég lofa að vera góður bangsi í dag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)