Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Verum ekki að hnýsast
Launin þola ekki dagsljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 5. nóvember 2007
Það sem er líkt með Falun Gong og Englum Vítis
Hlakka til að sjá fjórða valdið spyrja yfirvöld í þaula um það nákvæmlega hvernig ákvarðanir eru teknar um það hverjir fá að koma til landsins og hverjir ekki. Það væri til dæmis gaman að velta fyrir sér hvað er líkt með Falun Gong og Vítisenglum. Kannski ekkert nema það að þau eru óvelkomin til Íslands. Hvaða frjálshyggjurök gefa yfirvöldum frjálsar heimildir til að hefta komu og dvöl tiltekinna hópa, einstaklinga?
Svo langar mig líka að vita á hvaða blaðsíðu frjálshyggjuhandbókarinnar það stendur að ég megi ekki hafa með mér tannkremstúpu í flugvél.
Veit einhver hvað er málið með pokana?
Mig grunar að svarið sé einhvers staðar á síðu 397, neðarlega til hægri í dálki C, en ég er ekki alveg viss. Týndi bókinni um árið og hef ekki fundið hana aftur. Ekki enn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 4. nóvember 2007
160 km vs 230
Húrra!
Tek ofan fyrir elju og dugnaði landeigenda, það er meira en að segja það að standa í þessu stappi. Mikið verð ég glöð þegar fullnaðarsigur vinnst.
Var í Trivial Pursuit um daginn og þar var spurt hvort væri lengri Súez-skurðurinn eða Þjórsá. Móðgandi.
Landeigendur slíta viðræðum við Landsvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 4. nóvember 2007
Forréttindafrumvörpin
Nokkur FrelsisFrumvörp voru til umræðu í dag í Silfri Egils.
a) Áfengi í matvörubúðir (svo stóru verslanakeðjurnar geti grætt - og um leið gert þjónustuna verri, úrvalið verra, en um leið sisvona breitt út áfengis- og fíkniefnavandann sem fer ört vaxandi og ríki, samfélag og einstaklingar þurfa svo að taka á, og já, rannsóknir staðfesta að það er einmitt það sem gerist)
b) Lágmarksútsvar sveitafélaga verði afnumið (svo ríka fólkið geti tekið sig saman og þurfi ekki að borga um of?)
c) Skattaupplýsingar séu leyndó (svo það sé ekki vandræðalegt fyrir alla að sjá birtingarform misskiptingar svart á hvítu?)
Svo var fjallað um launaleynd og fleira.
Leyndinni vex ásmegin í íslensku samfélagi. Ég vona að allir séu með það á hreinu. Hvers vegna að bæta enn frekar við hana? Á ekki frekar að draga úr leyndinni? Þetta snýst ekki um að hnýsast, þetta snýst um þessa klassísku þætti í nútímasamfélagi: svo sem "gagnsæi", "opið samfélag", "upplýsingaflæði". Á meðan leyndin vex eykst einmitt talið um hvað við séum rosalega opin.
Bankar gefa til dæmis ekki minnstu upplýsingar um það í dag sem hér áður þótti eðlilegasti hlutur að gefa upp.
Nei. Ég hef enga persónulega þörf fyrir að vita hvað Hannes Smárason Frammari hefur í laun en mér finnst rétt að opinber gjöld hans og allra okkar annarra séu ekki hernaðarleyndarmál. Það er til eitthvað sem heitir sameiginlegir sjóðir. Við lifum í samfélagi við hvert annað, samfélagi sem á að heita eitt. Hvert og eitt okkar greiðir í lífeyrissjóði sem ýmsir aðilar hafa t.d. fengið aðgang að og... og hvað?
Hrópandi þögnin er auðvitað athyglisverðust í yfirliti um opinber gjöld. Allir þeir sem farnir eru úr landi með auð sinn, þaðan sem hann er kominn.
Ég hef unnið dálítið með Rússum í alþjóðasamstarfi og það er merkilegt fyrirbæri. Þar virðast upplýsingar hafa því meira gildi sem færri vita af þeim. Já þetta er hlægileg alhæfing en... í prinsipinu ætti í það minnsta reglan að vera að því upplýstari sem við erum - öll - þeim mun meira gildi hefur það fyrir alla. Þá er raunverulega hægt að takast á - og takast á við hlutina. Þetta snýst ekki um það hvað kemur eða kemur ekki á forsíðu Séð og heyrt, þetta snýst um prinsip. Samfélag er ekki einstaklingur, samfélag er samfélag.
Og já, mér finnast bókabrennur viðurstyggilegur glæpur, alltafalstaðarpunktur.
Hamskiptin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 4. nóvember 2007
Í þriðja heiminum er best að
Ég er Frammari. Litli bróðir minn var í fótbolta í Fram og ég verð ævinlega Framari í Framhaldi af því.
Hér er það sem Stefán Frammari hefur að segja um aðra Frammara í dag (skrifið þið "Framari"? Ég vil hafa tvö m.):
"Ég er loksins farinn að skilja í hverju nútímaleg jafnaðarmannastefna í orkumálum felst. Hún er eitthvað á þessa leið:
Orkuveitur skulu vera í samfélagslegri meirihlutaeign - nema í þriðja í heiminum, þar er best að Hannes Smárason eigi allt draslið "
Mér fannst þetta fyndið og hitta naglann á höfuðið.
Og nú er ég farin í leikhús. Hamskiptin. Hef verið að hika við það en what the hell. Ekkert fútt í lífinu nema að taka sénsa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 24. október 2007
Og til lukku...
konur með daginn.
Hér er m.a. hægt að lesa afbragðs hugleiðingar í tilefni dagsins...
Við skákkonur höldum upp á daginn með því að senda stóran og glæsilegan hóp íslenskra stúlkna á Norðurlandamót stúlkna í skák í Danmörku, það fyrsta sinnar tegundar...
Reyndar verður flogið eldsnemma í fyrramálið en það verður pakkað í dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 24. október 2007
Gott aðgengi að úrvalskjöti og ferskum fiski, takk!
Mér fannst þetta skemmtileg nálgun hjá Einar Ólafssyni í grein sem hann skrifaði í Moggann á sínum tíma og nú er m.a. hægt að nálgast á heimasíðu Ögmundar Jónassonar - einni albestu heimasíðunni í bænum. Nú er nefnilega svo komið að meira að segja í þjóðfrægum sjávarplássum er erfitt að fá ferskan fisk í soðið...
"Menn segja stundum sem svo að það sé ófært að geta ekki keypt sér rauðvínsflösku um leið og kjötið. En fáa heyri ég kvarta undan erfiðleikunum við að ná í kjöt með rauðvíninu sem maður á inni í skáp. Fyrir mig er það jafnmikið úrleiðis að ná í kjötið eins og vínið. Hverfisverslunin, sem heitir 10-11, er opin allan sólarhringinn, en ef ég ætla að kaupa eitthvað almennilegt í matinn, þá verð ég fara að jafnlangt og til að kaupa rauðvínið. Þannig er þetta með flestar hverfisbúðir, sem yfirleitt eru annaðhvort 10-11 eða 11-11 búðir. Og það sem fæst er rándýrt.
Mér finnst satt að segja meira um vert að eiga greiðan aðgang að matvöruverslun en áfengisverslum og er þó enginn bindindismaður. En frammistaða einkaframtaksins er ekkert óskaplega góð, aðgengi að góðu kjöti eða fiski er hreint ekki betra en að áfengi. Og þjónustan og fagmennskan í áfengisversluninni er auk þess betri en í hverfisbúðinni. Kannski ætti bara að þjóðnýta matvöruverslunina?"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 21. október 2007
Bræðrabylta, prinsessur og drottningar
Bræðurnir Björn og Bragi Þorfinnssynir voru ekkert smá flottir á Atskákmóti Íslands um helgina. Ruddu öllum úr vegi og munu nú keppa til úrslita í einvígi um titilinn. Þeir voru reyndar ekki í þessum ágætu tvíburafötum um helgina (myndin er tekin í sjálfri Orkuveitunni), en það kom ekki að sök.
Bjössi sigraði m.a. stórmeistarann Þröst Þórhallsson (ásamt fleirum) og Bragi sigraði m.a. Snorra G Bergsson (ásamt fleirum)... sem sigraði aftur margfaldan Íslandsmeistara og fyrirliða landliðsins Hannes Hlífar Stefánsson...
Bjössi sagði á fimmtudag að hann ætlaði að koma og rústa þessu móti. Við hlóum svona rétta mátulega að því. Svo bara gerði hann það. Svona eiga menn að vera, ekkert múður. Ég held svei mér þá að hin 14 ára Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir hafi veitt Bjössa hvað harðasta keppni...
en hún sigraði einmitt í drottningarflokki Stelpuskákmóts Olís og Hellis sem fór líka fram í gær...
Flottar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 21. október 2007
I Knew It
Dumbledore er gay.
Ég vissi það.
Skotinn í Grindewald, blindaður af ást, harmleikur, enn að jafna sig.
Svona er lífið.
Rowling: "Dumbledore er samkynhneigður" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 12. október 2007
Orð gærdagsins
"Sjálfstæðisflokkurinn beið í tólf ár eftir því að komast til valda, talandi um það allan tímann að nú þyrfti að koma glundroðanum frá og taka upp eitthvað nýtt. Sautján mánuðir dugðu þeim til að steyta á skeri."
Sagði kona í gær.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)