Það sem er líkt með Falun Gong og Englum Vítis

Hlakka til að sjá fjórða valdið spyrja yfirvöld í þaula um það nákvæmlega hvernig ákvarðanir eru teknar um það hverjir fá að koma til landsins og hverjir ekki. Það væri til dæmis gaman að velta fyrir sér hvað er líkt með Falun Gong og Vítisenglum. Kannski ekkert nema það að þau eru óvelkomin til Íslands. Hvaða frjálshyggjurök gefa yfirvöldum frjálsar heimildir til að hefta komu og dvöl tiltekinna hópa, einstaklinga?

Svo langar mig líka að vita á hvaða blaðsíðu frjálshyggjuhandbókarinnar það stendur að ég megi ekki hafa með mér tannkremstúpu í flugvél.

Veit einhver hvað er málið með pokana?

Mig grunar að svarið sé einhvers staðar á síðu 397, neðarlega til hægri í dálki C, en ég er ekki alveg viss. Týndi bókinni um árið og hef ekki fundið hana aftur. Ekki enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland er eins og lítið heimskulegt þorp aftan úr fornöld

DoctorE (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 13:46

2 identicon

Eitt er mér fyrirmunað að skilja, og það er hvaða tenging er á milli frjálshyggju og gerræðislegra ákvarðanna stjórnvalda og embættismanna? Að ríkið hafi stjórn á öllu hljómar nefnilega eitthvað svo vinstragrænt í mín eyru.

En svo ég svari spurningunni. Engin frjálshyggjurök hníga að því að banna þessu fólki að koma hingað og að sama skapi er þetta ekki í handbókinni.

Haukur (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 16:42

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þú varst bara frábær í Silfri Egills....en hver var þessi lítli, óreyndi strákur sem greinilega hefur fæðst með silfursnuð í munninum og ekkert lært, né reynt!??

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.11.2007 kl. 19:22

4 Smámynd: Ár & síð

Ekki veit ég hvort einhver morðingi var í hópi vítsenglanna sem snúið var burt en hitt veit ég að forseti Kína sem kom hér um árið og vildi ekki sjá Falung Gong leikfimi ber í krafti embættis síns ábyrgð á opinberum aftökum um 7.000 manns árlega fyrir utan alla þá sem drepnir eru ,,prívat".

En honum var fagnað af Birni Bjarnasyni og hans mönnum. Það er ekki sama hver draugurinn er.

Ár & síð, 5.11.2007 kl. 21:35

5 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Það að ætla að aftra fólki að koma til landsins útaf einhverjum "gefnum forsendum um eitthvað", er alls ekki í anda frjálshyggjunar.

Það er hinsvegar mjög í anda Afturhalds-komma-titta að gera það. Þar á bæ er fólk tilbúið að flokka fólk mjög systematískt inní landið. Samanber klámráðstefnu, vopnaráðstefnu og fleira.

Alvöru frjálshyggjuöfl, hefðu að sjálfsögðu leyft hverjum sem er að koma til landsins. Alveg sama hvort fólk hefur framið lögbrot í öðru landi eður ei. 

Hitt er svo annað mál, að mér finnst fullkomnlega réttlætanlegt að reka þetta sama fólk úr landi, brjóti það íslensk lög, og í því sambandi er ég að tala um ítrekuð brot. Samanber þessa bresku stelpu hjá Saving Iceland, ég væri til í að senda hana úr landi. En ég tek Vítisenglum opnum örmum, þar til þeir allaveganna fremja lögbrot.

Landið á að sjálfsögðu að vera opið fyrir alla. Við eigum ekki að vera að hræsnast þetta, og ætla að handvelja fólk inní landið. Sem "hina verðugu" og "óverðugu".

Kveðja

Sjallinn í Odense

(Nágranni Hells Angels klúbbhússins að Sct Jørgensgade, Odense C)

Ingólfur Þór Guðmundsson, 9.11.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband