Bræðrabylta, prinsessur og drottningar

BjornogBragi.jpg 

Bræðurnir Björn og Bragi Þorfinnssynir voru ekkert smá flottir á Atskákmóti Íslands um helgina. Ruddu öllum úr vegi og munu nú keppa til úrslita í einvígi um titilinn. Þeir voru reyndar ekki í þessum ágætu tvíburafötum um helgina (myndin er tekin í sjálfri Orkuveitunni), en það kom ekki að sök.

Bjössi sigraði m.a. stórmeistarann Þröst Þórhallsson (ásamt fleirum) og Bragi sigraði m.a. Snorra G Bergsson (ásamt fleirum)... sem sigraði aftur margfaldan Íslandsmeistara og fyrirliða landliðsins Hannes Hlífar Stefánsson...

Bjössi sagði á fimmtudag að hann ætlaði að koma og rústa þessu móti. Við hlóum svona rétta mátulega að því. Svo bara gerði hann það. Svona eiga menn að vera, ekkert múður. Ég held svei mér þá að hin 14 ára Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir hafi veitt Bjössa hvað harðasta keppni...

en hún sigraði einmitt í drottningarflokki Stelpuskákmóts Olís og Hellis sem fór líka fram í gær...

tn img 5600.jpg 

Flottar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

 Ég hef telft í systkina einvígi, reyndar varla á þessum styrkleika, þar sem ég hafði það ekki í  mér að vinna elsku bróður minn, þannig að ég þóttist gefast upp og gaf skákina (var samt með yfirburðarstöðu) held að bróðir minn hafi aldrei fyrirgefið mér 

 Held hins vegar að sú staða eigi varla eftir að koma upp hjá þessum bræðrum

Anna Sigga, 21.10.2007 kl. 10:30

2 Smámynd: arnar valgeirsson

held með bjössa. þekki hann. þekki ekki braga.... þó heyrt að hann sé hinn besti piltur.

hallgerður virðist nú aldeilis vonarstjarna íslenskra kvenna. nú, eða íslendinga. alltaf jafn róleg og yfirveguð og yfirleitt bara langbest. nú, eða kannski næstbest. og þær koma sko margar og nartíhælana...

arnar valgeirsson, 21.10.2007 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband