Gott aðgengi að úrvalskjöti og ferskum fiski, takk!

Mér fannst þetta skemmtileg nálgun hjá Einar Ólafssyni í grein sem hann skrifaði í Moggann á sínum tíma og nú er m.a. hægt að nálgast á heimasíðu Ögmundar Jónassonar - einni albestu heimasíðunni í bænum. Nú er nefnilega svo komið að meira að segja í þjóðfrægum sjávarplássum er erfitt að fá ferskan fisk í soðið...

"Menn segja stundum sem svo að það sé ófært að geta ekki keypt sér rauðvínsflösku um leið og kjötið. En fáa heyri ég kvarta undan erfiðleikunum við að ná í kjöt með rauðvíninu sem maður á inni í skáp. Fyrir mig er það jafnmikið úrleiðis að ná í kjötið eins og vínið. Hverfisverslunin, sem heitir 10-11, er opin allan sólarhringinn, en ef ég ætla að kaupa eitthvað almennilegt í matinn, þá verð ég fara að jafnlangt og til að kaupa rauðvínið. Þannig er þetta með flestar hverfisbúðir, sem yfirleitt eru annaðhvort 10-11 eða 11-11 búðir. Og það sem fæst er rándýrt.

Mér finnst satt að segja meira um vert að eiga greiðan aðgang að matvöruverslun en áfengisverslum og er þó enginn bindindismaður. En frammistaða einkaframtaksins er ekkert óskaplega góð, aðgengi að góðu kjöti eða fiski er hreint ekki betra en að áfengi. Og þjónustan og fagmennskan í áfengisversluninni er auk þess betri en í hverfisbúðinni. Kannski ætti bara að þjóðnýta matvöruverslunina?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er vissulega athyglisverð afstaða.

Þó vekur einnig athygli mína sú röksemd andstæðinga frjálsrar áfengisverslunar að þjónusta versni og vöruúrval muni dragast saman fái matvöruverslanir að hafa slíkar vörur á sínum boðstólum.

Upphaflegt hlutverk ÁTVR var að stuðla að minni á áfengisneyslu og forvörnum, en í dag er slagorð fyrirtækisins "Lifum, lærum og njótum." Talað er um "fagmennsku," og þar er væntanlega átt við ráðgjöf og annað slíkt. Er ÁTVR ekki að fjarlægast upphaflegt markmið sitt með þessum áherslum?

Ef mönnum væri alvara með opinbera áfengisverslun á forsendum forvarna og markmiða um minni neyslu værum við með Systembolaget-fyrirkomulag á þessu.

Eða við getum meðhöndlað þetta eins og hverja aðra neysluvöru.

Þórður Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband