Kína, Hlynur og þrestirnir

 

Þegar ég var að lesa blöðin í morgun hjó ég eftir nokkrum fréttum sem mér fannst broslegar. Afgreiddi hinar líka (Byrgið, Ríkisútvarpið, Baugsmál (enn og aftur), fíkniefni, spilakassar, verðbólga, matarverð, vextir...osfrv osfrv), en þetta var m.a. líka í fréttum:

Ferð til Kína...Meðal annars heimsækja ferðalangar afar sérstakan þjóðflokk í Suðvestur-Kína þar sem konur hafa yfirhöndina svo um munar. Systkini byggja saman heimili og innan hvers heimils heldur elsta konan um taumana. Konurnar eiga sér elskhuga sem þær kalla á eftir þörfum og þurfa þeir og aðrir karlmenn að ganga inn um annan inngang en aðrir íbúar heimilisins. Þeirra hlutverk er fyrst og fremst að svala nautnum kvenna og halda við ættstofninum. Börnin alast svo upp með ættmóðurinni.

Góð hugmynd frá Kína?

Svo fannst mér gaman að sjá Hlyn Hallsson varaþingmann Vinstrigrænna með meiru með fína nýja hauskúpubindið og í Hraundrangajakkafötum. Hlynur var á sínum tíma tekinn á beinið hjá forseta Alþingis fyrir að vera ekki með hálstau og er mættur aftur með stæl. Róttæk rödd á þingi. Með bindi.

Fréttin sem er hins vegar þessa stundina að hafa áþreifanleg áhrif á framkvæmdalista dagsins er eftirfarandi:

Það er mikilvægt að muna eftir smáfuglunum í snjónum. Hægt er að gefa þeim ýmsa matarafganga, brauð og korn, og í þessu veðri vantar fleiri til að gefa þeim... Á stöðum þar sem kettir komast ekki að þeim...

Ég er því komin í kuldagallann með skóflu í hendi að moka af þakinu reit handa fuglunum. Þótt það væri það eina sem mér tækist að gera í dag í slappleikanum er það alls ekki svo slæmt. Eða eins og Emily Dickenson sagði:

If I can stop one heart from breaking

I shall not live in vain

If I can ease one life the aching

Or cool one pain

 

Or help one fainting robin

Unto his nest again

I shall not live in vain.

 

Voga mér ekki að þýða beint en megininntakið er einfalt: ef við getum bjargað einum smáfugli aftur í hreiðrið sitt, þá hefur líf okkar ekki verið til einskis.

Þetta hefði Jónas líka getað sagt. Sá sem skrifaði á nýju jakkafötin hans Hlyns. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitta fyrir mig

Ólafur fannberg, 16.1.2007 kl. 11:53

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Gott hjá Hlyn að hrista aðeins upp í þessum fatahefðum á Alþingi

Ágúst Dalkvist, 16.1.2007 kl. 21:48

3 Smámynd: Ólafur fannberg

hvernig er það er í lagi að mæta i stuttbuxum T-bol og í sundfitum á Alþingi?

Ólafur fannberg, 17.1.2007 kl. 00:04

4 Smámynd: Agný

Flottur síður þarna í Kína .... og líka flott hjá Hlyn að hrista upp í settinu á alþingi..

Agný, 18.1.2007 kl. 01:02

5 identicon

Sæl Guðfríður Lilja

Þetta var allveg eins hjá mér,klæðnaðurinn hjá Hlyni fannst mér miklu

merkilegri en málflutnigurinn.

Kveðja Sigmundur Friðþjófsson 

Sigmundur Friðþjófsson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband