Áfram stelpur!

418685A

 

 

 

 

 

Halla Gunnarsdóttir blaðamaður býður sig fram til formanns KSÍ. Húrra fyrir því! Nú fær íslenski fótboltaheimurinn tækifæri til að brjóta sögulegt blað og kjósa hörkuduglega og ferska konu og femínista til forystu. Þetta væri bylting fyrir fótboltann - og stórt skref fram á við í almennri kvenfrelsis- og jafnréttisbaráttu. Ég tek ofan fyrir Höllu að stíga þetta skref, djörf og hugrökk ákvörðun hjá henni að demba sér beint í hringiðuna.

Mikið vildi ég óska að ég væri með kosningarétt hjá KSÍ. Mér hefði ekki dottið í hug að ég ætti eftir að bera slíka ósk í brjósti sísvona - en svona geta góðar konur breytt okkur öllum í fótboltakappa. 

Best að ég fari að gramsa í gömlu dóti til að vita hvort ég komist ekki í gamla FRAM-galla bróður míns... Hver veit nema ég geti svindlað mér í kosninguna þegar ég er komin í búning. Áfram Halla! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

styð hana

Ólafur fannberg, 18.1.2007 kl. 23:05

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Er á móti því að kjósa konu af því að hún er kona. Kannski af því að ég bý í sveitarfélagi þar sem konum er gert alveg jafnt undir höfði eins og körlum .

Hér er kona oddviti, kona er skólastjóri, kona er forstöðumaður dvalarheimilisins, kona er yfir í bankanum, kona er yfir í versluninni, konur eru í stjórnum ýmissa félaga og eru þar oft formenn, stutt síðan að sveitastjórinn var kona, presturinn sem var á undan prestinum sem er nú er kona og svo mætti lengi telja. Hér tíðkast að kjósa og ráða einstaklinga, engu skiptir hvort það eru konur eða karlar. Þyrfti að vera þannig allsstaðar

Ágúst Dalkvist, 19.1.2007 kl. 11:12

3 identicon

Dagpeningagreiðslur hækkaðar hjá A landsliði kvenna - er það tilviljun að þetta er ákveðið nú þegar framboð Höllu kom fram !!!

Magnús (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband