Guðfríður Lilja

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir er varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðvesturkjördæmi. Guðfríður Lilja er með BA-próf í sagnfræði og stjórnmálafræði frá Harvard-háskóla í Bandaríkjunum og mastersgráðu í hugmyndasögu og heimspeki frá Cambridge-háskóla í Bretlandi. Hún hefur starfað sem sérfræðingur alþjóðanefnda á alþjóðasviði Alþingis frá árinu 2001. Hún starfaði m.a. sem framkvæmdastjóri þingmannanefndar um norðurskautsmál þar sem hún vann að ýmsum verkefnum er lúta að náttúruvernd á norðurslóðum. Guðfríður Lilja er fyrsta konan sem gegnt hefur embætti forseta Skáksambands Íslands og Skáksambands Norðurlanda.

Guðfríður Lilja býr í göngufæri við Alþingi Íslendinga með sambýliskonu sinni Steinunni H. Blöndal, hjúkrunarfræðingi og ljósmóður.

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, s. 848 0100, liljagretars@gmail.com

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband