Sagnfræði, sökudólgar og sannleikur

This is preeminently the time to speak the truth, the whole truth, frankly and boldly. Nor need we shrink from honestly facing conditions in our country today. This great Nation will endure, as it has endured, will revive and will prosper.

So, first of all, let me assert my firm belief that the only thing we have to fear is fear itself...

Svo talaði Franklin Roosevelt 4. mars 1933.

Nú er sagt að "sagnfræðin eigi að bíða" og ekki þurfi að leita að sökudólgum. Ég er ósammála því. Sagnfræðileysi er til þess eins gert að losa sökudólgana undan ábyrgð. Til að vita hvert verður að stefna þarf einmitt að vera með sagnfræðina á hreinu. "Sökudólgar" eru hér ekki bara tilteknir einstaklingar og öfl heldur hugmyndafræði og pólitísk stefna - bókstafstrú nýfrjálshyggjunnar, upphafning taumlausrar gróðahyggju og spákaupmennsku. Sú stefna blindrar einkavæðingar þar sem ríkið heitir "afskipti" en markaðsöflin "frelsi", svo truflað sem það nú annars er, má undir engum kringumstæðum halda áfram.  

Þeir sem hafa framfylgt þessari stefnu ætluðu til að mynda að eyðileggja Íbúðalánasjóð. Samfylkingin virtist ætla að dansa með einkavæðingaröflum Sjálfstæðisflokknum í þeirri firru. Það var aðeins fyrir tilstilli samstöðu og fílefldra varna sem komið var í veg fyrir slíkt endemis óráð - enn sem komið er í það minnsta. Nú er Íbúðalánasjóður eitt af þeim akkerum sem heimilin í landinu eiga að geta reitt sig á. Einn hluti þess sem ríkisstjórnin var að kynna í dag varðandi það er einmitt nákvæmlega það sem VG lagði til nú í byrjun þings, en VG hefur með ráðum og dáð staðið vörð um Íbúðalánasjóð.

Að öðru leyti er nú ágætlega við hæfi að vitna í Roosevelt: Nú er ekki tíminn til að tala í gátum heldur að segja sannleikann, og hann allan. Það er ekkert að óttast nema óttann sjálfan - og sagnfræðilausa hálfsannleika.

Ráðamenn: Talið skýrt og umbúðalaust, og þá er allt hægt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Lind Hansson

Sæl

Ég er sammála þér. Við eigum að sjálfsögðu að horfa tilbaka og skoða með gleraugum sagnfræðinnar hvernig þróun mála hefur verið hér á undanförnum árum. Í því felst að leggja mat og árangur og skipbrot hinna og þessa ráðstafana. Þöggun er af hinu vonda og aðhaldsemi gagnrýninnar er nauðsynleg.

Hins vegar er mikilvægt að samstaða ríkir til að komast áfram inn í framtíðina.

Heiðar Lind Hansson, 6.10.2008 kl. 19:22

2 Smámynd: Friðrik Björgvinsson

Sæl

Það er ekki málið að það verður farið í gegnum þessa sögu en ég tel fyrst og fremst að það hafi valdið miklum hluta af þessu skortur á æðruleysi skilningi, þar sem mesti vandinn er egó og drottnunarárátta. Ég skil hér eftir slóð sem er nokkuð gömul en sýnir kannski enn og aftur hvað sannleikurinn hefur verið lengi á borðinu.

http://www.vald.org/greinar/060917.html

Friðrik Björgvinsson, 6.10.2008 kl. 22:03

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ömurlegt að lesa þessa Þórðargleði úr skrifum þínum Guðfríður og þau sýna að VG er óstjórntæk. Ég fæ ekki séð að sala á íbúðalánasjóði hefði neinu breytt. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru til þess að tryggja hagsmuni almennings og nú síðast í Landsbankanum til að tryggja að íbúðalán fari ekki á flakk. Glitnir, ríkisbanki getur alveg eins tekið við hlutverki Íbúðalánasjóðs 

Góð staða ríkissjóðs, þ.e. skuldleysi hans er m.a. einkavæðingu bankanna að þakka. Stærð og útþensla bankanna eru hins vegar mistök sem við lærum af.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.10.2008 kl. 08:29

4 identicon

Gunnar Th.: Ömurleg Þórðargleði!! VG óstjórntæk!! Færð ekki séð að Íbúðalánsjóður skipti neinu máli!! Góð staða einkavæðingu bankanna að þakka!!!
Er ekki kominn tími til að vakna til lífsins? Það rýkur úr rústum þess efnahagskerfis sem hægrimenn hafa leitt yfir landið. Bankarnir hafa verið þjóðnýttir, atvinnulífið er er algjör uppnámi, fjöldagjaldþrot einstaklinga og fyrirtækja er þegar hafið, fjölskyldur standa höllum fæti, almenningur óttast mjög um sinn hag. Eigum við ekki að þakka einkavæðingu bankanna fyrir það líka, þeirra sem nú er verið að þjóðnýta aftur, þeirra sem þjóðin fær nú aftur í hausinn eftir að einkavinirnir eru búnir að vinda úr þeim allan mátt. Það eru erfiðir tíma fyrir hægrimenn í dag og aðeins þeir kjörkuðustu í þeirra hópi sem viðurkenna þau mistök sem gerð hafa verið. Ert þú einn af þeim Gunnar Th. ?? Ertu maður eða mús?

Björn (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 08:53

5 identicon

Hann er fyndinn þessi Gunnar Gunnarsson!

Gunnsteinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 08:55

6 Smámynd: arnar valgeirsson

frábær grein og fólk í kringum mann er reitt og hrætt.

einhverjir bera nú ábyrgð á ósköpunum, öðrum fremur. en auðvitað munu þeir ekki viðurkenna það.

 leyfði mér að vitna í greinina, án þess að spyrja........

arnar valgeirsson, 7.10.2008 kl. 12:02

7 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Það sem ég skil ekki, af hverju fá þessir sömu menn að halda áfram eyðileggingunni? Er ekki nóg komið? Þeir eru þarna ennþá á sínum forsendum! burt með þetta lið! 

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 7.10.2008 kl. 16:14

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er sjálfsagt eins og að skvetta vígðu vatni á kölska að benda ykkur á þetta viðtal: http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/663971/

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.10.2008 kl. 16:45

9 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Tek undir með þér Guðfríður Lilja varðandi Íbúðalánasjóð. Það voru Framsóknarmenn sem settu hann á laggirnar og hafa svo varið hann með kjafti og klóm fyrir þeim hugmyndum Sjálfstæðismanna og líklegum stuðningi Samfylkingar að koma honum fyrir kattarnef og nú þakkar maður svo sannarlega fyrir þá baráttu.

Bestu kveðjur frá Árósum og takk fyrir síðast.

Kristbjörg Þórisdóttir, 8.10.2008 kl. 19:05

10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ef Íslendingar hefðu nennt að læra mannkinnsögu já eða sagnfræði þá áttu menn hér að vita að Bretar loka á og taka lögtak þegar þeir eru reittir til reiði. Svo hefir það verið í hundruð ára. Við horfum á fjármálaglæframenn senda pening úr landi og segjum ekkert. Þeir sjá að peningur er sendur til Íslands og hrópa upp. Hvað er að þessari þjóð sem hampar þjófum og skammar stjórnmálamennina.

Valdimar Samúelsson, 10.10.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband