Af ránum um hábjartan dag

Að undanförnu hefur farið mikið fyrir fréttum um innbrot og rán af heimilum fólks. Þar láta óprúttnir greipar sópa og eira engu, ekki einu sinni fjölskyldumyndum og tilfinningatengdum munum sem engum geta gefið ánægju og auð nema heimilisfólkinu.

Þetta er ömurleg þróun í samfélaginu og gegn henni þarf að sporna með öllum tiltækum ráðum.

Um leið og innbrot aukast - eða í það minnsta nöturlegar fréttir af þeim - er ekki úr vegi að taka líka á öllum hinum sem fara um með ránshendi um hábjartan dag. Það eru þeir sem fara ránshendi um eignir þjóðarinnar í nafni trúarbragða hinna "frjálsu markaðsafla fjármagnsins", hola þær að innan, braska með og hirða allan gróða beint í eigin vasa, til þess eins að gripnum sé svo hent á haugana eða hann keyrður í kaf þegar illa árar á kostnað almennings.

Þá á einmitt ríkið að hlaupa til hjálpar. Ríkisrekinn halli, einkavæddur gróði - sama gamla sagan. Alltaf skal tapið lenda á venjulegu fólki en gróðinn fara beint til hinna sömu fáu.

Hversu mörg slík rán hafa farið fram á undanförnum árum við áköf fagnaðarlæti viðstaddra?

Er fólk stolt af því að hafa gert Ísland að sjóræningjaskipi?

Er afsökunin sú að slíkt sé gert svo víða og því sé í lagi að gera það hér - eða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband