Omdúrman og sjúkleg Esja

Heimurinn er flókinn og margslunginn og okkar beittasta leið fram á við er sjálfsgagnrýni og efi - kannski pakkaður inn í einhvers konar bjartsýni og framtak.

Ég var minnt á Súdan í gær þegar ég sá kennslukonuna bresku losna úr prísund og heyrði hana tala um örlæti og fegurð fólksins í Súdan. Konan mín var einu sinni að vinna í Súdan og nú er ég einmitt að lesa bók sem er gefin út af bókaforlaginu Omdúrman.

Bókin heitir "Nýr penni í nýju lýðveldi" og fjallar um Reykjavíkurskáldið Elías Mar. Ég var bara að byrja og mér líst vel á, en ég er heldur ekki hlutlaus... Elías var mér kær og ég var heppin að fá örlítið að kynnast honum og ég vildi óska að ég hefði heimsótt hann oftar hin síðari ár. En allt hefur sínar ástæður og nú get ég í það minnsta hlakkað til að lesa meira.

Mikið er Esjan sjúkleg í kyrrðinni í dag. Ég ætla í sund.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Esjan er sjúkleg, það er sama í hvaða kjól hún fer.

Bið að heilsa Steinu.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 5.12.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband