Lögun hjartans

Bandarískur vinur minn af indverskum uppruna kom í heimsókn í sumar. Hann var hálfgert undrabarn og skrifaði virtar alþjóðlegar vísindagreinar 18 ára gamall - svona um það leyti sem ég var fyrst að kynnast honum og hafði ekki hugmynd um hvað ég ætlaði mér að verða þegar ég yrði stór (og ég er enn ekki alveg viss).

Ég var að spyrja þennan ágæta félaga minn út í háskólana á Indlandi sem hann sagði mjög góða.

Eru þetta einkaháskólar? spurði ég.

Nei, bestu skólarnir á Indlandi eru allir ríkisskólar, sagði hann.

Nú? sagði ég. Ég hélt að trúarbrögðin í dag væru þau að það væru engar almennilegar menntastofnanir til nema þær væru einkavæddar - eða í það allra minnsta "einkareknar"?

Já, einmitt, það eru trúarbrögð, sagði hann og brosti. 

Ég veit annars ósköp lítið um skóla á Indlandi, nánast ekki neitt.

Eitt veit ég þó og það er að mér finnst almenn umræða um menntamál hér á landi snúast óheyrilega mikið um rekstrarform og óheyrilega lítið um innihald, óheyrilega mikið um einkavæðingu og óheyrilega lítið um samfélagslegan metnað.

Einn annar vinur minn stærðfræðingur frá Indlandi reiknaði einu sinni út fyrir mig stærðfræðiformúlu sem lýsti lögun hjartans og gaf mér. Mér þótti það falleg gjöf.


mbl.is Ísland undir meðaltali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Mikið vildi ég að þeir sem reka grunnskóla landsins og reikna út skólastarfið,- tækju meira mið af lögun hjartans (í óeiginlegri merkingu að sjálfsögðu).
Ég held að rekstur grunnskólanna sé kominn í næstum því jafn miklar ógöngur og rekstur ríkisspítalanna. Hvort tveggja þarf að byggja upp frá nýjum grunni, í staðin fyrir vonlausar tjaslanir á því sem fyrir er. Og nú er lag. Það hefur aldrei verið til jafn mikið af peningum í þessu landi - og í hvað viljum við skattgreiðendur setja peninga úr sameiginlega sjóðnum okkar, ef ekki í gott heilbrigðis- og menntakerfi. Og það sem brýnast er að bæta á báðum stöðum, er að starfsfólkið fái viðunandi laun og vinnuaðstæður.

Laufey B Waage, 6.12.2007 kl. 09:18

2 Smámynd: Laufey B Waage

Vonandi átta allir sig á því, að hér að ofan er ég að ganrýna REKSTUR grunnskóla og heilbrigðisstofnanna, en ekki STÖRF þeirra. Á báðum stöðum er að flestu leyti unnið mjög gott starf, en ég óttast að það mikilvæga starf sé í mikilli hættu vegna launakjara starfsfólks.

Fyrirgefðu Lilja hvað ég tek mikið pláss á blogginu þínu. 

Laufey B Waage, 6.12.2007 kl. 09:29

3 Smámynd: Púkinn

Staðan á Indlandi er sú að þar er litið svo á að góð menntun sé vegur til að bæta sína stöðu í þjóðfélaginu og (í mörgum tilvikum) að rífa sig upp úr fátækt.  Foreldrar hafa því oft gífurlegan metnað fyrir hönd barna sinna - metnað sem þekkist varla hér á landi.

Púkinn, 6.12.2007 kl. 09:58

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað gerir öll þessi góða menntun okkur. Ekki skapaðan hlut. Besta menntunin er ekki endilega langskólamentun hún er lífið sjálft. Ef við gætum haft vit á að fara eftir þeim sem hafa lífreynslu og auðvita frambærni til að tjá sig þá væru hlutir á annan veg. Við erum búinn að útunga menntafólki í tugir ára með allskonar gráður og reynslulausar hugmyndir sem við kaupum sem heilagan sannleik. Já hann er menntaður í þessu er sagt og hlýtur að hafa meira vit en sá ómenntaði sem er búinn að vinna alla æfi sína við einkvað starf. Aftur treystum ekki menntafólki treystum frekar á reynslu sem kemur með tíð og tíma og lærum af þeim reynslu meiri.

Valdimar Samúelsson, 6.12.2007 kl. 11:04

5 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Sæl Lilja

Ekki alveg viss um að ég taki undir þetta með Indverska skóla. Ég var í skóla með mörgum Indverjum og hef nokkrum sinnum dvalið á Indlandsskaga um lengri eða skemmri tíma. Meðal annars kynnt mér einn af þekktari skólum landsins.

Þar tíðkast svindl og mútur. Hef meira að segja gefið mitt álit á því hvort einkunnapappír sem var verið að falsa liti rétt út...

Indland er gríðarstórt og gríðarflókið fyrirbæri sem svo má skipta upp í fjölda fylkja, sveit og borg og svo frv. Það er helst í Delhi sem hlutirnir virka að einhverju leyti, víða annarsstaðar virka þeir ekki neitt, ónýtir í spillingu, stjórnsýslu og vanhæfni.

Svo etv. komu vinir þínir úr kerfi sem virkar, meðan hundruðir milljóna Indverja, Pakistana og Bangladeshi hafa eingöngu aðgang að ónýtu kerfi.

Sama hér á landi, meðan margt er í lagi á einum stað, má etv finna lélegt annarsstaðar - þó ekki eins lélegt og á Indlandsskaga...

Með kveðju úr útlandinu

Baldvin Kristjánsson, 6.12.2007 kl. 11:27

6 Smámynd: K Zeta

Ríkisrekið, einkarekið, skiptir ekki máli ef hlutirnir eru vel gerðir.  Núna höfum við þá bókfærðu staðreynd að grunnskólarnir okkar eru langt fyrir neðan það sem við miðum okkur við, hin norðurlöndin, og skólakerfið er hvorutveggja rekið hérlendis af ríkinu og mestum hluta konum?  Hvar er skekkjan?

K Zeta, 7.12.2007 kl. 00:46

7 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Hvað finnst þér um hina einkareknu Hjallastefnu ?

Hvað finnst þér um hinn einkarekna Háskóla í Reykjavík ?

Það er alveg deginum ljósara að hvorugar þessar menntastofnanir væru til staðar, ef að öfga-vinstri menn væru við kjötkatlana. Þá værum við bara með gamla austur-evrópska módelið, eins og þetta var hér fyrir nokkrum árum síðan. Þ.e.a.s. allt saman á hendi ríkisins, "Ríkisbáknið.is"...

En í krafti frelsisins hefur blessunarlega frumkvöðlar fengið að láta vaða, og opna hverja menntastofnunina á fætur annari.

Þetta er frelsi sem VG hefði aldrei gefið fólkinu í landinu.

Eins og Steingrímur J. sagði þegar það átti að afnema lögvernd RÚV og opna Stöð 2 á sínum tíma.  "Hvað hefur fólk við fleiri stöðvar að gera ?"

Þetta er almennur hugsanaháttur vinstri manna um allan heim, þykjast hugsa um fólkið, en vill helst bara að fólkið hugsi eins og það sjálft. Ekkert val , Ekkert frelsi..... bara það sem að Kolla Halldórs og Steingrímur J. vilja að þjóðin fái að velja og gera.

Það er ekkert ofsögum sagt, að síðasti maður í Leifsstöð skuli slökkva ljósin þegar og vonandi ekki ef, VG komast einhverntímann til valda.

Góðar stundir

Sjallinn í Odense

Ingólfur Þór Guðmundsson, 9.12.2007 kl. 17:42

8 identicon

Í 1.Lagi þá talar þú um ríkisbáknið, ef eitthvað er ríkisbákn þá er það Kárahnjúkavirkjun sem allir flokkar studdu nema VG og svo eru velflestir öfgahægrimenn á ríkisjötuninni þannið að þeir ættu bara að hætta að óskapast svona mikið.

Í 2.Lagi þá vill VG eingöngu að skólar sem eru í opinberri eigu verði það um aldur og ævi, en aftur á móti skólar sem eru í einkaeigu þeir geta verið það fyrir Vinstri Grænum.

Í 3.Lagi þá hefur Háskóli Íslands ekki fengið nógu mikla peninga í starfið til að þurfa ekki að taka upp skólagjöld, VG hefur einmitt lagt til að Háskóli Íslands fái meira fé frá ríkinu svo að hann þurfi ekki að taka upp skólagjöld.

Í 4.Lagi þá hefur VG ekki verið á móti því að einkaaðilar stofni fyrirtæki en VG er á móti því að fyrirtæki sem sinna almannaþjónustu verði einkavædd og einkavinavædd og VG hefur einmitt lagt til að efla nýsköpun.

Í 5.Lagi þá hefur VG mótmælt stóriðjustefnunni það er stóriðjustefnan sem er sovésk þar sem ríkið finnur atvinnu handa fólkinu það er stóriðjustefnan sem er sovésk, álverin menga ekkert smámikið það er flúor og koltvísíringur meðal annars sem fer í andrúmsloftið, efnið í álið er báxít og það efni er grafið upp jörðinni í hitabeltislöndunum það efni er leyst upp í vítissóta þar sem 2 efni verða til súrál og rauð baneitruð drulla við þetta vinna börn í ánauð og eru oftar en ekki fárveik og með sjúkdóma, hluti af súrálinu fer til Íslands með skipum sem menga gífurlega mikið og hluti af súrálinu fer til annarra álbræðslna síðan er súrálið sem kemur hingað brætt í álverum og álið er síðan flutt út með skipum sem menga gífurlega mikið og á erlenda markaði, sumt ál fer meðal annars í stríðstól, til þess að grafa báxít upp úr jörðinni hafa tré í hitabeltislöndunum verið felld, hitabeltistrén sjá öllum alheiminum fyrir súrefni sem við öndum að okkur, svo henda Ameríkanar ósköpin öll af áli magni sem svarar 4 sinnum öllum flugflota heims.

Í 6.Lagi í samfélagi okkar hefur stéttskipting aukist og misskipting aukist í 16 ára valdatíð D-Listans og hagur fátækra hefur því miður ekkert batnað þvert á móti versnað það staðfestir Fjölskylduhjálp Íslands, á sama tíma verða ríkir ríkari og fátækir fátækari og þá er ekki átt við að fátækir séu við hungurmörk heldur að tekjur fátækra dugi ekki fyrir útgjöldum bæði skylduútgjöldum og öðru og fátækir geta nánast ekki leyft sér neitt þetta gerði ríkisstjórninn með því að halda skattleysismörkunum niðri en lækka skatta ofan frá á háartekjur.

Í 7.Lagi sjúkrahúsin eru fjársvelt, þar er mannekla, þar þarf að borga starfsfólki almennileg laun, þar þarf að efla rannsóknir á þróun lyfja sem eru til að hjálpa mannfólkinu og dýrunum að læknast, þjónustan sem sjúkrahúsin veita á að vera 1.flokks og á að vera ókeypis þannið að biðlistar þekkist ekki og meta þessa þjónustu þannig að ekki nota peningalega mælikvarða heldur þjónustulega mælikvarða og veita spítölunum eins mikið fé og þeir þurfa og eru menn búnir að gleyma því þegar talað var um það að efla kostnaðarmeðvitund sjúklinga.

Í 8.Lagi sjáðu Baugmálið það var hent milljörðum og aftur milljörðum til að sakfella Jóhannes í Bónus, Jón Ásgeir, Kristínu og fleiri, þetta er sovést, en alltaf voru sýknuð, máli þeirra vísa frá og svo framvegis.

Í 9.Lagi sjáðu þegar að borgarstjórinn síðasti Vilhjámur Þ Vilhjámsson og hans félagar voru staðnir að því að maka eigin krók og urðu svo margsaga sem varð til þess að D-Listinn hröklaðist frá völdum.

Bestu kveðjurJón Þórarinsson

Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband