Gleði, gagn og gaman, spurt og svarað.

Ég var á skemmtilegum fundi um helgina.

Ég vil allajafna hafa fundi stutta og snarpa og get verið ansi hörð á klukkunni þegar mér finnst fundir dragast um of. Um helgina langaði mig hins vegar helst að fundurinn héldi bara áfram og áfram. Þetta var minn fyrsti landsfundur en ef stemmningin er alltaf svona þá hvet ég ykkur öll til að koma með mér á næsta landsfund Vinstrigrænna - þó ekki sé nema bara til að finna fyrir kraftinum.

Ég hitti frábært og hvetjandi fólk alls staðar að af landinu og í öllum sem ég talaði við virtist baráttuneistinn loga. Nú er kominn tími til að breyta. 

Það er margt sem stendur upp úr en ég held að einna mikilvægast sé að spyrja þeirra grundvallarspurninga sem við öll sem Íslendingur verðum að spyrja okkur að 12. maí nk.

Viltu samábyrgt, norrænt velferðarsamfélag á Íslandi eða viltu að mismunun halda áfram að aukast í samfélaginu?

Viltu láta náttúruna njóta vafans og stöðva stóriðjuframkvæmdir eða halda áfram landdrekkingar- og eyðileggingarstefnunni sem hér hefur ríkt?

Viltu róttækar kvenfrelsisáherslur eða viltu áframhaldandi kyrrstöðu í jafnréttismálum?

Viltu kröftuga og framsækna skóla fyrir alla og efla rannsóknir?

Viltu nota tækifærin sem gefast nú þegar herinn er farinn eða viltu fleiri styrjaldir í þínu nafni?

Viltu fjölbreytt og sjálfbært atvinnulíf eða uppgjafarstefnu í atvinnu- og byggðamálum?

Viltu endurheimta efnahagslegan stöðugleika og hverfa af braut viðskiptahalla og erlendrar skuldasöfnunar eða viltu enn meiri stóriðjuþenslu?

Viltu tryggja lýðræði og menningarlegt sjálfstæði með öflugri menningarstefnu eða halda áfram að einkavæða menninguna og veikja lýðræðið?

Hver verður að svara fyrir sig. Ég er persónulega þakklát fyrir að finna að mín eigin svör slá í takt við þann góða og fjölbreytta hóp fólks sem fyllti hjá mér helgina - á skemmtilegasta fundi sem ég hef setið

Pólitískir andstæðingar geta af mætti reynt að gera allt sem sagt er tortryggilegt, snúið út úr og þyrlað upp ryki, blekkingum og villandi fyrirsögnum í allar áttir. Verði þeim að því.

Við tökum bara eitt Dalai-Lama-Svar á það allt saman.

Eftir stendur að skilaboð helgarinnar eru einföld og skýr: Saman til betra lífs - í samfélagi fyrir alla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

held þú sért hin ágætasta manneskja en held þú hafir verið heiaþvegin á þessu þingi, held að atvinnulífið verði bara að blómstra án afskipta ríkisins, ææ er þreyttur á svona,,,,,,,allir lifa við sömu kjör og allir hafa sömu laun, við álversstarfsmenn fáum betri laun en hin almenni launþegi svo ekki draga okkar laun niður,viljum bara lifa okkar frábæra lífi áfram

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 01:06

2 identicon

en minnir mig á hitler forðum, fékk alla með sér, allir fá atvinnu við vegagerð og tunnelgerð, svo allt í einu var ekki peningar til fyrir öllu þessu svo það besta var að fara í stríð  og gleyma þessu brölti heima fyrir,

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 01:21

3 identicon

Heil og sæl, Guðfríður Lilja !

Mikið helvíti hefði nú glatt mitt hægra hjarta, hefðuð þið náð að fella lýðskrumarann og hræsnarann Steingrím J. Sigfússon: af stalli sínum.

Hann verðskuldar ekkert annað. Maður, sem lét gott heita, samþykkt eftirlaunafrumvarpsins, skömmu fyrir jól 2003, á engan heiður skilinn. Það voru flokkssystkini ykkar; heiðursfólkið Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir, ásamt vini mínum Grétari Mar Jónssyni, varaþingmanni Frjálslyndaflokksins sem andæfðu ósómanum. Steingrímur J., Össur Skarphéðinsson og Guðjón Arnar Kristjánsson voru jafnsekir, og eru; þeim Davíð og Halldóri, í þessum efnum.

Það er ekki endalaust hægt að kyngja hræsninni Guðfríður mín, ég vona, að þú sjáir mál öll í víðara samhengi, hvergi hefur SJS talað fyrir samdrætti í ofvaxinni utanríkisþjónustu, hvað þá, að hvetja til niðurlags mont þjóðhöfðingja embættisins, að Bessastöðum. Hvað væri ekki hægt að gera, fyrir þá fjármuni, sem þarna spöruðust, til dæmis, til liðsinnis þeim, hverjir neðst standa, í þjóðfélagi okkar ?

Veit, að hugsjónakona eins og þú ígrundar vel þessi orð mín.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum       

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 01:59

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég vil sjá nýjan kvennalista!

Skrítið að sjá VG líkt við  stefnu Hitlers?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.2.2007 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband