Uppgjör!

Jón Bjarnason 

Vaskur þingmaður Norðvesturkjördæmis ritar svo - ég geri orð hans að mínum:

Þeir keppast við að leita eftir samúð „ burðarásarnir“ sem farið hafa eins og gráðugir úlfar um eignir  almennings og skuldsett þjóðarbúið svo að  Ísland trónir nú hátt á lista yfir skuldugustu lönd heims.
Gengisfall, himinháir vextir og verðbólga í hæstum hæðum. Allt  var það fyrirsjáanlegt og við því var varað. 
Hinsvegar er það  almenningur í landinu, heimilin og íslenskt atvinnulíf sem fyrst og fremst blæðir. Þjóðin hlýtur að krefjast uppgjörs við þau stjórnvöld og þau öfl  sem hleyptu þessari taumlausu græðgisvæðingu af stað og nærðu hana með sífelldum gjöfum og skattaívilnunum.
„Ég tek fyllilega á mig þann hluta af ábyrgðinni sem hjá mér liggur sem þáttakandi í þessu. Ég er stærsti hluthafinn í þessu félagi og er sá aðili sem tapa þar mestu“ segir Magnús Þorsteinsson fyrrverandi stjórnarformaður Eimskipafélagsins í Viðskiptablaðinu í dag.
Borginmannlega talað fyrri hönd þeirra sem á undanförnum árum hafa valsað um með eigur þjóðarinnar í braski út um allan heim í skjóli taumlausarar markaðs-  og nýfrjálshyggju ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins sem setið hefur að völdum sl. 17 ár. Það getur vel verið að Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður Eimskipa, "óskabarns þjóðarinnar" tapi  miklu en það er þjóðin sem tapar mestu.
Því fyrr sem er tekið til hendinni og gert upp við nýfrjálshyggju og græðgi síðustu ára og farið á ný inn á braut félagshyggju, hófsemdar og samhjálpar, því fyrr náum við okkur aftur á strik sem heilbrigð þjóð á traustum grunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Algjörlega sammála ykkur ! 

Níels A. Ársælsson., 19.9.2008 kl. 22:52

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eruð þið að meina að ríkið-þjóðin eigi ekki að grípa þarna inn í og hjálpa aumingja manninum?

Eigum við kannski að horfa uppá að hann verði hælisleitandi vestur á Djúpavík.

Árni Gunnarsson, 20.9.2008 kl. 00:07

3 identicon

En það sem væri gaman að vita hversu sterkt tangar hald  þessir menn hafa á Alþingismenn og Ráðherra ,vegna þess að þeir virðast komast upp  með allt sem hentar þeim.............................

Res (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband