Vænst í heimi

Umhverfissinnar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af álbræðslunni sem Norsk Hydro langar til að byggja hérna. Það verður að sögn forstjórans (og án efa að mati velviljaðra íslenskra velunnarra) umhverfisvænsta álbræðsla í heimi.

Mikið er ég fegin. Þá er sá slagur búinn. Hægt að einbeita sér frekar að öllu hinu.

Merkilegt hvað við Íslendingar erum einhvern alltaf svolítið vænst í heimi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Baldursson

Það er verulega umhverfisvænt að flytja allt súrálið með flutningaskipum alla leið til Íslands frá hinum helming hnattarins, og flytja svo unnið álið í blokkum til kaupenda í Asíu, USA eða Evrópu.

 Flutningaskipin menga svosem ekki neitt , þau nota bara umhverfisvæna svartolíu. Getur ekki verið umhverfisvænna.

Sigurður Baldursson, 30.9.2007 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband