Hver er gulrótin?

Ég hef aldrei hitt súkkulaðistykki sem ég kunni ekki vel við -

Það er til gott kynlíf og það er til misheppnað kynlíf, en súkkulaði er alltaf súkkulaði -

Styrkur er að geta brotið súkkulaði upp í fjóra bita með berum höndum og fá sér svo bara einn af þessum bitum -

Ég er sem sagt enn að reyna að útfæra þessa hugmynd um gulrætur í stað súkkulaðis. Er að reyna að finna út úr því hver gulrótin raunverulega er. Held áfram að vinna í málinu eða set það í nefnd. Þar til endanleg niðurstaða liggur fyrir er etv. vissara að hreyfa ekki við fyrra líferni. Og þó.

Á móti einstaklingsfrelsi? Var einhver að spyrja um það? Nei, ég er fylgjandi. Mjög fylgjandi. Staðföst í því. Merkilegt hvernig þessi spurning kemur alltaf upp ("þið í VG..."), meira að segja í súkkulaðiátaki.

En bara svo það sé á hreinu þá lít ég t.d. ekki á það sem spurningu um einstaklingsfrelsi að auðhringurinn McDonalds fái að fegra ruslfæði niður í börn rétt fyrir barnatímann - svona svo hluthafarnir fái að græða meira á offituvá vestrænna barna.

Og já. Mér finnst erfitt að neita mér um súkkulaði og sætindi - og ýmislegt annað. Fáránlega erfitt. Einhver gæti sagt að freistingarnar allar væru að skerða frelsi mitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enn kemur frá "auðhringur þetta eða auðhringur hitt, ertu á móti stórum fyrirtækjum? ertu á móti að fyrirtæki græða, þú talaðir um álfyrirtæki sem erlenda auðhringi sem þér er ílla við, Hvað mað Kaupþing? ertu á móti þeim banka? hver er annars þinn skilgreining á "auðhring"?

Arnbjörn (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 11:24

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Viltu semsagt hafa puttana í því hvernig McDonalds auglýsir sínar vörur? Það er algjörlega í valdi foreldra hvað börnin nærast á og fræðsla um hollustu og óhollustu er mjög góð, en að skipta sér af hvað seljendur auglýsa er dæmigert fyrir forræðishyggju á villigötum

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2007 kl. 15:31

3 identicon

Góðan daginn Guðfríður og takk fyrir síðast. Verð að taka undir orð Gunnars. Það er ekki ríkisvaldinu að stýra hverju við borðum. Eða hver auglýsir hvað á hverjum tíma.  

Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 17:03

4 Smámynd: arnar valgeirsson

einhverntíma hélt ég að settar hefðu verið reglur um að það mætti ekki auglýsa, svona eins og t.d, macdonalds með einhverju dótaríi svona fyrir barnatíma.

svo eru líka reglur um að nammi megi ekki vera við búðarkassa í stórmörkuðum og verslunum, eða var allavega. miðað við einhverja metra frá.

en svona er þetta nú ekki í dag.

og asskolli er maður orðinn leiður á þessum "á móti" frösum sem sjálfstæðismenn, manna helst, kasta fram gegn vg endalaust. VG eru svo sannarlega ekki á móti öllu og hafa kosið með ýmsu sem aðrir flokkar setja fram. hinsvegar lætur fólk í flokknum vita mislíki þeim eitthvað og ekki til í að láta valta yfir sig og sitt land.

en gott að vita að sjallarnir séu ekki á móti neinu. sjáum til, sjáum til...

arnar valgeirsson, 26.9.2007 kl. 18:25

5 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Og ég sem á ekkert súkkulaði! En ég er líka heldur ekki að nöldra við Lilju ... Ég fékk mér gráfíkju, en á laugardaginn var fór ég á súkkulaðibar í Gent í Belgíu og í margar súkkulaðibúði. Algert æði, bæði barinn og búðirnar

Varðandi hvort það sé ríkis að stýra því hvað er borðað? Það eru sett lög til að hindra sölu á alls konar varningi sem er hættulegur á einhvern hátt, t.d. vegna eiturefna, en líka þarf að stuðla að fræðslu því að sumar vörur eru mishættulegar fólki og við því er ekkert að gera nema að við vitum um innihaldið í því sem við látum ofan í okkur. Auglýsingabann á óhollum varningi er alveg sjálfsagt en það er líka fínt ef Macdonalds eða aðrir sem hafa hagnast á sölu á mishollum mat geri matinn hollari.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 28.9.2007 kl. 14:09

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er algerlega siðlaust að heilaþvo ómótaðar barnssálir með auglýsingum um ruslfæði, sérstaklega á morgnana þegar þau eru límd við skjáinn. Þeir sem gera það, eða mæla því bót, ættu að hugsa sinn gang.

Theódór Norðkvist, 29.9.2007 kl. 00:54

7 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Þegar þú talaðir um "gott kynlíf og ... misheppnað kynlíf" datt mér í hug það sem einn ágætur vinurminn sagði einu sinni. "Kynlíf er eins og pízza, þó að til séu góðar pízzur og lélegar pízzur þá eru þær samt alltaf frekar góðar"! (var sagt við mig á ensku: "Sex is like pizza, even though the pizza can be bad, it is still pretty good").

Guðmundur Auðunsson, 1.10.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband