Elvis og Didda Presley

Ég fór í sund í morgun þar sem sól skein í heiði í köldum andblæ og ég hugsaði með mér: mikið er dásamlegt að búa á Íslandi. Mig langar bara að tala um eitthvað skemmtilegt í dag.

Aðdáendur Elvisar og Diddu skáldkonu Presley geta glaðst. Þau eru nefnilega að fara að sýna sig í vikunni. Ábreiðuhljómsveitin Mina Rakastan Sinua Elvis heldur tónleika á Domo, Þingholtsstræti, fimmtudagskvöldið 8. febrúar klukkan 21:00. Þar verður Elvis og arfleifð hans í forgrunni.

Mina Rakastan Sinua  (ég elska þig, á finnsku)  skipa Þór Eldon, Kormákur Geirharðsson, Ari Eldon, Riina Finnsdóttir og Didda. Elvis Presley er með í bandinu í anda.

Elvis var steingeit. Fæddist 8. janúar 1935 Í Mississippi. Flutti svo til Memphis, Tennessee, eins og frægt er orðið. Hann ólst meðal annars upp við gospel tónlist og sveitasöngva. Ég veit ekki alveg hvaða lag mér finnst flottast með honum en talaði hlutinn í Are You Lonesome Tonight kemur manni alltaf til að brosa. Það er víst andagift frá Shakespeare. Elvis fékk einu sinni algjört hláturkast í þessu lagi á sviði í Vegas. Breytti textanum og hló sig máttlausan út í gegn. Ég hef alltaf verið veik fyrir fólki sem getur fengið óstöðvandi hláturskast.

Ég hitti einu sinni blökkukonu á áttræðisaldri frá Memphis sem söng gospel í kirkjunni sinni á hverjum sunnudegi. Hún var fátæk þvottakona sem sparaði nær allt sem hún átti til að styrkja börn í kirkjunni til náms. Hún var verulega flott og með fallegur hrukkur. Við eigum að halda meira upp á fólk með hrukkur.

Það verður gaman á fimmtudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Már Björnsson

Talandi um að halda upp á fólk með hrukkur

dontoearth.blogspot.com

Hjalti Már Björnsson, 6.2.2007 kl. 22:39

2 Smámynd: Guðlaugur Kristmundsson

Já! Það á endilega að halda upp á fólk með hrukkur, það er hreinlega mannbætandi að hafa hrukkur og umgangast fólk með hrukkur! Amma mín berst daglega við hrukkur með því að smyrja sig í framan með mjólk, ógerilsneyddri.

Guðlaugur Kristmundsson, 7.2.2007 kl. 10:50

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

linkurinn á

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.2.2007 kl. 21:41

4 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hananú, ekki kom þetta rétt út. Prófum aftur: Linkurinn á dontoearth er ruglaður frá Hjalta, ætti að vera réttur hér.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 8.2.2007 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband