Byrgismaður og Byrgisskapur

Mágur minn og vinur var að ráða krossgátur um helgina og kíkti í Íslenska Orðsifjabók sem er gefin út af Orðabók Háskólans.

Þar rakst hann á þessar skilgreiningar, tilvitnun hefst:

"byrgismaður = friðill, hórkarl"

"byrgisskapur = saurlifnaður"

"Orðin sýnast leidd af byrgi og eru sennilega sniðin eftir erlendri fyrirmynd, sbr. portkona og portlífi, lat. fornix og fornicatio."

Tilvitnun lýkur.

Orðsifjabók er ætlað að skýra út fyrir okkur uppruna og tengsl íslenskra orða og orðmyndana. Bókin kom út árið 1989.

Pínulítið óhuggulegt.

 

Tek undir með Össuri. Þetta er allt eitt óforsvaranlegt hörmungarmál frá upphafi til enda.


mbl.is Össur spyr um ábyrgð stjórnvalda gagnvart stúlkum í Byrginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Sæl  og  blessuð  Guðfríður  Lilja

Gott hjá þér  að  grafa þetta upp fáar  orðabækur  virðast  virka  svona vel  he he

Kveðja fá  okkur  á  RB

Gylfi Björgvinsson, 8.2.2007 kl. 11:28

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Magnað. Gott að halda við þjóðaríþróttinni og endurvekja gömul orð sem virðast smellpassa svona vel.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 8.2.2007 kl. 12:12

3 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Ætli þetta hafi verið úthugsað hjá Guðmundi

Ágúst Dalkvist, 8.2.2007 kl. 12:21

4 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Smá knús í umræðuna HÉR

Júlíus Garðar Júlíusson, 8.2.2007 kl. 13:36

5 Smámynd: Kolgrima

Skemmtilegur mágur sem þú átt!

Kolgrima, 8.2.2007 kl. 13:46

6 Smámynd: Birna M

Áts! En skemmtileg tilviljun. En nei veistu ég held GJ hafi nú varla haft gáfur til að úthugsa þetta alveg svona langt.

Birna M, 8.2.2007 kl. 13:55

7 Smámynd: Inga Rós Antoníusdóttir

Hræðilegt mál en bráðfyndnar orðaskýringar.

Inga Rós Antoníusdóttir, 8.2.2007 kl. 14:26

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Æ, æ, þetta er svolítið nöturlegt en besti húmorinn er það stundum. Skrýtið hvað maður rekst oft á svona tilviljanir, en þetta hefði mér ekki dottið í hug.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.2.2007 kl. 19:45

9 Smámynd: halkatla

mér finnst þetta spúkí

halkatla, 8.2.2007 kl. 20:34

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta kalla ég að standa undir nafni!

Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2007 kl. 06:54

11 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Tek undir með síðaast ræðumanni!

G.Helga Ingadóttir, 9.2.2007 kl. 09:41

12 identicon

Ég myndi nú frekar að kalla þetta að stanna undir nafni.

Þarfagreinir (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 10:55

13 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Orðabók Háskólans hefur eitt dæmi um hvort orðið og eru bæði komin úr Gerplu.

Elías Halldór Ágústsson, 9.2.2007 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband