Þeir borgi

Við verðum að gera þá afdráttarlausu kröfu til þeirra sem semja fyrir okkar hönd að þeir skrifi ekki upp á nauðung sem skuldsetur og veðsetur börnin okkar og barnabörn um ókomna tíð samkvæmt fyrirmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 
Íslendingar eiga vissulega að standa við lögbundnar og þjóðréttarlegar skuldbindingar - en þá verða stjórnvöldin í landinu að leggja það niður fyrir sér hverjar þær eru og lýsa því afdráttarlaust yfir að frekar viljum við þola þrengingar en sæta afarkostum sem kæmu til með að fylgja okkur inn í ókominn tíma með verri afleiðingum en flestir gera sér grein fyrir.

Þá er það hin megin krafan og hún er þessi: Þeir sem komu okkur út í þetta fen eiga að axla ábyrgðina, þeir eiga að borga.
Þá fyrst opni almenningur pyngjur sínar að,
allar hallirnar,
allar snekkjurnar,
öll fótboltaliðin,
og allar þoturnar hafa verið seldar og allir felureikningarnir á Cayman eyjum, Kýpur  og á Ermasundi  hafa verið tæmdir
og að S-hópar einkavinavæðingarinnar hafa skilað ránsfeng sínum tilbaka.
Þetta hlýtur að verða krafa verkalýðshreyfingar og forsenda þess að gengið verði til einhvers sem kalla megi þjóðarsátt.
Og er ég þá ekki byrjaður að ræða hina pólitíska ábyrgð. Einnig hún kallar á uppgjör. Uppgjör á milli stjórnmálaflokka og innan stjórnmálaflokka.

Úr ávarpi Ögmundar Jónassonar á ársfundi ASÍ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Það á semsagt að hengja bakara fyrir smið ?

Sævar Einarsson, 26.10.2008 kl. 01:17

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Hér er til dæmis eins góð hugmynd af sparnaði sem ég vona að Íslenska ríkið taki til endurskoðunar.

Niðurskurður á sendiráðum !

Á Íslandi rekum við hvorki meira né minna en 17 sendiráð ... skoðum þetta aðeins betur miðað við okkar frægu höfðatölu.

USA er með 166 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda þar þá eru þeir 305,429,000 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 1.839.933 einstaklinga í USA.

Finnland er með 77 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda þar þá eru þeir 5,322,588 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 69.124 einstaklinga.

Danmörk er með 80 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda þar þá eru þeir 5,475,791 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 68.447 einstaklinga.

Bretland er með 146 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda þar þá eru þeir 60,975,000 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 417.636 einstaklinga.

Ísland er með 17 sendiráð og samkvæmt íbúafjölda okkar þá erum við 313,376 og það þýðir að það er eitt sendiráð á hverja 18.433 einstaklinga.

Ef við miðum okkur við fjölda sendiráða á hvern einstakling sem dæmi miðað við Danmörk og Svíþjóð þá ættum við að vera með hámark 4 - 5 sendiráð.

Sævar Einarsson, 26.10.2008 kl. 01:22

3 identicon

Aldrei hafa jafnmargir Íslendingar rekið við með öfugum enda á jafnsskömmum tíma.
Gerir virkilega enginn sér grein fyrir því við höfum ríkisstjórn og fjármálayfirvöld SEM EIGA AÐ SJÁUM AÐ VIÐ SÉUM BÚIN UNDIR SVONA ÁFALL. Því miður er Ísland ekki í stakk búið til að sjá um að fjármálakerfi þjóðanna sé óbrigðult. Þið besservisserar sem eruð í raun ekkert annað en „frustreðarir looserar“ munuð Aldrei koma neinu í verk sem gagnast þessari þjóð, hvorki í mótlæti né meðlæti. Ég hef það á tilfinningunni að fáir sem hér ausa úr brunni visku sinnar og þekkingar Á ENGU eigi um sárt að binda vegna þeirra hörmunga sem yfir hafa dunið. Ég lagði töluvert undir í von um skjótfenginn gróða. Það voru MíN mistök. Fyrir alla muni ekki taka upp hanskann fyrir mig og mina líka til þess eins að fá útrás fyrir ykkar ímyndaða ágæti og réttlætiskennd. Ef grannt er skoðað þá er megnið af þessum skrifum bull, í besta falli útrás fyrir eitthvað sem er ekki samboðið því sem ætti að vera það eftirsóknarverðasta í tilverunni: mannlega þættinum. Upphaf og orsök gyðingaofsóknanna fyrir síðari heimstyrjöld var nákvæmlega af sama meiði runnið og fárið sem nú dynur yfir Íslenskt þjóðfélag. Í stað þess að standa saman og vinna að lausn erfiðleikanna þá sitjum við hvert í sínu horni og rífum kjaft engum til gagns og örugglega engu til bjargar.

Lifið heil ef þess er nokkur kostur.

Halldór (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband