Málþing kl. 12 og kyndilganga kl. 16 í dag...

ÁBYRGÐ, VALD OG ÞJÓÐ: MÁLÞING Í HÁSKÓLABÍÓI LAUGARDAGINN 25.OKTÓBER 2008 kl. 12-14

"Íslenskt samfélag kraumar þessa dagana. Reiði og angist vegast á við endurmat og bjartsýni, lýst er eftir nýrri framtíðarsýn. Allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Fræðimenn háskólasamfélagsins þurfa að líta í eigin barm en ekki síður bjóða fram krafta sína til að greina ástandið og leita nýrra leiða. ReykjavíkurAkademían hefur kallað til þings nokkra málshefjendur í því skyni, sem munu flytja stutt og snörp erindi..."
Frummælendur:

Árni Daníel Júlíusson: Ábyrgð menntamanna og gagnrýnin  hugsun
Eiríkur Bergmann Einarsson: Bóndi, sjómaður eða bankagjaldkeri - hvernig mótast sjálfsmynd og ímynd Íslendinga?
Guðni Th. Jóhannesson: Saga hrunsins
Hallfríður Þórarinsdóttir : Valdið og þrástef þjóðernishyggjunnar
Haukur Már Helgason: Vandinn er kapítalismi
Jón Ólafsson: Ábyrgð í alþjóðasamskiptum: Er ímyndin farin þar - líka?
Lilja Mósesdóttir: Viðskiptafræði á tímum útrásar
Sigríður Þorgeirsdóttir: Ábyrgð á fortíð og framtíð
Silja Bára Ómarsdóttir: Stóri sannleikurinn – hugmyndafræði sem vald
Þórólfur Matthíasson: Að bjarga Austfjörðum og drekkja Íslandi
Fundarstjóri er Viðar Hreinsson
Allir velkomnir
******
Annar góður hópur fólks stendur svo fyrir kyndilgöngu frá Austurvelli að Ráðherrabústaðnum undir slagorðinu Rjúfum þögn ráðamanna, kl. 16 í dag. FJÖLMENNUM! 

„Mætum öll á Austurvöll, til að hittast, til að sýna fram á að við höfum rödd, að við erum til. Sýnum hvert öðru samhygð, að við stöndum saman, og ef ekki einfaldlega til að finna að við erum ekki ein – og að við finnum til“...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég bý það langt í burtu að ég kemst ekki,,en verð þar með ykkur í huga,,,kveðja.

Res (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: Jón V Viðarsson

Hvernig væri að beina mótmælunum að Breska sendiráðinu og brenna Breska fánann og að við slítum stjórnarsamstarfi við breta vegna hriðjuverkalaganna.

Jón V Viðarsson, 25.10.2008 kl. 12:58

3 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

þetta var alveg frábært málþing og ég vona svo sannarlega að erindin verði gefin út. gaman að sjá hvað það voru margir þarna. þetta var góð næring fyrir sálina. gaman að rekast á þig:)

Birgitta Jónsdóttir, 26.10.2008 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband