Ráðherrar af sérréttindum í þrepum?

Ljósmæður eiga að fá leiðréttingu í þrepum að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Vasklega mælt? 

Hvað með til dæmis 12 litla ráðherra sem njóta óheyrilegra sérréttinda í eftirlaunum - eiga þeir að minnka  eigin sérréttindi í þrepum eða jafnvel bara í einu stökki? Hvenær má vænta tíðinda úr þeim ranni?

Hversu mikill sparnaður ætli sé í því litla máli að ráðherrar og þingmenn sitji við sama borð og til dæmis opinberir starfsmenn?

Gæti það jafnast á við eina litla heræfingu eða meira? Ein lítil heræfing kostar einmitt svipað og að leiðrétta kjör ljósmæðra í heilt ár.

Milljarðar fjúka í nýtt ríkisbákn hermálastofnunar, heræfingar og hégómlega umsókn að Öryggisráði SÞ - þar er engu til sparað.

Var það virkilega þetta sem fólk kaus í síðustu kosningum - var þetta í loforðalistunum, var það þetta sem fólk vill?

Ég held ekki. 

Fólk á Íslandi þarf að fara að taka völdin í eigin hendur. Þetta gengur ekki lengur. 


mbl.is Gæti leitt til stigmögnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar Ingibjörg Sólrún varð borgarstjóri í Reykjavík, fagnaði ég manna mest, hún lagði ótrauð (fannst mér) á djúpið, þ.e. inn í heim karlanna og lét þá ekki vaða yfir sig. Síðan hefur margt gerst og síflellt verð ég meira undrandi á henni jafnöldru minni,  hún er smám saman að samsama sig heimi karlanna, tautar "heildrænt" um alla hluti, hætt að tala svo venjulegt fólk skilji, það ku haldin námskeið í ræðumennsku, þar sem fólki er kennt að fara í kringum hlutina án þess nokkurn tíman að segja af eða á, hvað þá tala venjulegt mál., hún hefur greinilega verið góður nemandi þar. Hún og þær konur,sem í þessari ríkisstjórn eru, hafa heldur betur sett niður með tilsv0rum sínum við kröfum ljósmæðra, t.d. segir Ingibjörg að það séu svo margar aðrar stéttir,sem þurfi leiðréttinga við að ekki sé hægt að laga hjá þeim !!! heyr á endemi, þú ert ekki lengur kona frú Ingibjörg, þú ert stjórnmálamaður, sem hugsar bara um þinn eigin rass í ríkisstjórninni. Þú veist jafn vel og ég og allir aðrir réttsýnir menn og konur, að þetta snýst um að launa ákveðna menntun réttlátlega, svo máttu snúa þér að hinum konunum, við vitum jú á eigin skinni, þessar venjulegu konur, að það svíður sárt að sjá að þegar manns eigin börn,(karlkyns vel að merkja) fara út á vinnumarkað, þáfá þeir töluvert hærri laun en maður sjálfur er  með, strax í fyrstu útborgun. Þetta er fáránlegt, og enginn er jafnhissa og þessir ungu strákar, sem hafa heyrt talað um jafnrétti frá því þeir fæddust.

baráttukveðjur til ljósmæðra, það styðja ykkur allir nema ríkisstjórnin 

dísa (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband