Er byrjað að virkja í Þjórsá? Hver ber ábyrgð?

Ég var að sjá ansi ljótar myndir frá uppgreftri og byrjun framkvæmda við Þjórsá. Væntanlega eru þetta kallaðar "rannsóknir" - eða í það minnsta kæmi það ekki á óvart.

Sól á Suðurlandi hefur útbúið plakat með myndum af framkvæmdunum og segja:

Við viljum skýringar! Hvar eru leyfin?

Virkjanir í Þjórsá eru ekki umsamið mál.

Ekki liggur fyrir aðalskipulag alls staðar.

Ósamið er við landeigendur.

Hvað á þetta að þýða?

Já, hvað á þetta að þýða? Hver ber ábyrgð? Enginn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þetta getur ekki verið

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.12.2007 kl. 13:42

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Eitthvað hlýtur að vera hægt að gera. Það getur bara ekki verið að hægt sé að vaða svona á skítugum skónum yfir bæði fólk og umhverfið.

Er þetta Landsvirkjun sem hagar sér svona? Fyrirtæki í eigu allra landsmanna?

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.12.2007 kl. 14:41

3 identicon

Hvaða nöldur er þetta, þetta er ekkert stórmál þó aðeins sé mokað þarna, hver er skaðinn? Akkúrat enginn, nokkrir skurðir sem vel er hægt að ganga frá svo vel sé, enn og aftur óþolandi nöldur í VG yfir engu

Arnbjörn (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 15:34

4 identicon

Það er búið að moka skurði....SKURÐI. Er þið náttúruvendarsinnar virkilega svona móðursjúkir. Það er hægt að fylla upp í skurðina og eftir svona eitt sumar mun enginn sjá að þarna hafi verið nokkuð jarðrask. Og væntanlega, nema verktakinn sé þeim mun vitlausari hefur hann framkvæmdaleyfi fyrir því að moka skurðina. Það framkvæmdaleyfi er væntanlega gefið út af sveitarfélaginu. Og það að moka skurði þarf ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum, því að í lang flestum tilfellum hafa skurðir ekki nein áhrif á umhverfið. Ef að skurðir eru orðnir svona mikil náttúruspjöll, ætlið þið þá að fara næst að ráðast á bændur landsins. Þar eru skurðir við öll tún.

Jóhann P (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 17:13

5 Smámynd: K Zeta

Auðvitað eigum við að virkja þessar ár og selja rafmagnið svo hægt sé að greiða hærri laun til kennara og ráða hæfara fólk.

K Zeta, 6.12.2007 kl. 22:53

6 identicon

Þetta er ekki nöldur, Landsvirkjun er þarna í algjöru leyfisleysi. Þá vilja nágrannar Þjórsár að Þjórsá sé látin í friði og þessi gjörningur að 3 ráðherrar geri leynisamning við Landsvirkjun um yfirtöku vatnsréttinda við neðri hluta þjórsá er ólögmætur það staðfestir Ríkisendurskoðun og Landsvirkjun á því að hypja sig burt þaðan og það strax og engar refjar, nei þýðir nei bændurnir við Þjórsá vilja þetta ekki, þannið að þetta er ekkert nöldur.

Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband