Þriðjudagur, 4. desember 2007
Ertu femínisti eða öfgamaður?
Er orðið "femínisti" að verða að hálfgerðu blótsyrði í íslensku samfélagi? Hvers vegna dynur á femínistum sá óhróður sem raun ber vitni?
"Femínisti er karl eða kona sem veit að jafnrétti kynjanna hefur ekki verið náð og vill gera eitthvað í því."
Þetta er skilgreiningin á femínista á heimasíðu Femínistafélagsins. Öfgafullt?
Þjóð sem getur stært sig af því að hafa fyrst allra kosið konu og einstæða móður í forsetaembætti og þjóð sem á að baki merka arfleifð jafnréttisbaráttu ætti að vera stolt af sínum ungu femínistum. Sumt af því sem skrifað hefur verið og sagt um konur í jafnréttisbaráttu í dag er svo viðurstyggilegt og öfgafullt að mig setur hljóða.
Fyrir einhverjum árum síðan hefði það þótt öfgafullt á Íslandi að einkavæða heilbrigðiskerfið. Þær öfgar eru að verða að viðteknum hugmyndaheimi.
Fyrir einhverjum árum síðan hefði gróf stéttaskipting á Íslandi misboðið jafnvel gömlum íhaldsmönnum. Nú er öfgafull misskipting normalíseruð.
Kannski ættum við að fara að setja stimpilinn "öfgar" á þær hliðar mannlífsins þar sem það er raunverulega áríðandi í okkar litla landi, þar sem völdin raunverulega liggja og eru á fullri ferð við að gjörbreyta samfélaginu og almennum viðmiðum.
Öfgastimpillinn á best heima þar sem hann er normalíseraður, viðtekinn, óséður.
Á meðan væri kannski hægt að hvíla öfgastimpilinn á þeim sem velta við bleikum og bláum steinum, halda vikur gegn kynbundnu ofbeldi, spyrja um mótun kynjahlutverka og krefjast launaréttlætis og og og... Femínistar feta í fótspor sterkra íslenskra kvenna, kvenna og karla sem spurðu spurninga og lögðu fram hugmyndir sem þóttu óheyrilega hneykslanlegar á sínum tíma, en eru nú viðtekin viðmið og liður í betra samfélagi.
Erum við ekki öll femínistar - viljum við ekki öll jafnrétti?
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:27 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Stjórnmál
- Múrinn
- Stefnumótavefur
- Fréttir frá mínu landi
- Tilgangsleysi allra hluta
- VG Heimavöllurinn
- Ganga í VG
- Morgunpósturinn VG
- Steinunn Þóra Árnadóttir
- Steinar Harðarson
- Ólafur Arason
- Kristín Tómasdóttir
- Kári Páll Óskarsson
- Katrín Jakobsdóttir
- Emil Hjörvar Petersen
- Elías Halldór Ágústsson
- Benedikt Kristjánsson
- Álfheiður Ingadóttir
- Gestur Svavarsson
- Friðrik Atlason
- Kristján Hreinsson
- Jóhann Björnsson
- Andrea Ólafsdóttir
- Paul F. Nikolov
- Auður Lilja Erlingsdóttir
- Mireya Samper
- Ólafur Þór Gunnarsson Oddviti VG í Kópavogi
- Kolbrún Halldórsdóttir
- Ögmundur Jónasson
- Svandís Svavarsdóttir
- Árni Þór Sigurðsson
Skák
- Fréttasíða skákmanna
- Skákfélagið Hrókurinn
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Taflfélagið Hellir Félagið mitt! Sterkt og skemmtilegt!
- Kátu biskuparnir
- Skákdeild Hauka
- Taflfélag Garðarbæjar
- Skákdeild Fjölnis Vaxtarsproti í Grafarvogi
- Taflfélag Reykjavíkur Elsta skákfélag á Íslandi
- Skáksambandið
Vítt og breitt um Netheima
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Spurt er
Myndaalbúm
Bloggvinir
- hugsadu
- andreaolafs
- soley
- arnith
- almal
- hlynurh
- heida
- tulugaq
- halla-ksi
- sasudurnesjum
- truno
- bryndisisfold
- gunnarb
- dofri
- ingibjorgelsa
- bingi
- eyglohardar
- eirikurbergmann
- hux
- annabjo
- hrannarb
- bjarnihardar
- salvor
- ugla
- sms
- hrafnaspark
- agny
- olafurfa
- sveinnhj
- x-bitinn
- eyjapeyji
- palinaerna
- vefritid
- -valur-oskarsson
- kiddip
- aring
- heimsborgari
- nonniblogg
- poppoli
- feministi
- ingibjorgstefans
- margretloa
- laugatun
- freedomfries
- trukona
- ingo
- snorrason
- begga
- svartfugl
- konukind
- kolgrima
- idda
- konur
- tharfagreinir
- killerjoe
- tidarandinn
- kosningar
- id
- disill
- jensgud
- don
- saedis
- valdiher
- bardurih
- arogsid
- ktomm
- veigar
- bullarinn
- ipanama
- fletcher
- laugardalur
- partners
- joiragnars
- lauola
- kiddirokk
- heiddal
- lundi
- thelmaasdisar
- zunzilla
- hannesjonsson
- baddinn
- ingolfurasgeirjohannesson
- jonthorolafsson
- paul
- ottarfelix
- skarfur
- thjalfi
- bajo
- prakkarinn
- elinora
- palmig
- thoragud
- doriborg
- killjoker
- bleikaeldingin
- bet
- handsprengja
- eggmann
- lost
- vitinn
- thoraasg
- bitill
- vestfirdir
- olimikka
- gunz
- hallasigny
- ulfarsson
- hosmagi
- kiddih
- alfheidur
- leifurl
- bergruniris
- valgerdurhalldorsdottir
- hrafnhildurolof
- mariakr
- hildurhelgas
- sunnaros
- oskvil
- coke
- danielhaukur
- baldurkr
- ansiva
- bjarkey
- ormurormur
- perlaheim
- einarolafsson
- lks
- steinunnolina
- ellasprella
- kerchner
- kaffi
- bjargandiislandi
- reynirantonsson
- organisti
- ver-mordingjar
- hlodver
- mosi
- heidistrand
- brylli
- sverdkottur
- jam
- skallinn
- bergthora
- saethorhelgi
- gbo
- ingabesta
- larahanna
- opinbera
- valsarinn
- malacai
- laufeywaage
- unglingaskak
- isleifure
- siggiholmar
- lindagisla
- mogga
- sigvardur
- gilsneggerz
- glamor
- laufabraud
- kjarrip
- landvernd
- bestiheimi
- kristbjorg
- rjo
- hannibalskvida
- klarak
- perlaoghvolparnir
- hvitiriddarinn
- fjola
- valgeirb
- runarsv
- himmalingur
- manisvans
- gullilitli
- sigurdursig
- mal214
- leitandinn
- cakedecoideas
- hreinsamviska
- kreppan
- adhdblogg
- gerdurpalma112
- eythora
Athugasemdir
Sorry ég tengi ekki femínista við jafnrétti lengur, skrifaðu það á ofurfemínista þessa lands
DoctorE (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 14:23
Enda held ég að enginn sé að agnúast út í skilgreiningu feministanna á orðinu feministi, hélt að vísu alltaf að ismi þýddi hugsjón eða stefna og femin þýddi kona.... en það er víst hægt að endurskilgreina orð.
En hugmyndir feminista og aðferðafræði að jafnrétti er það sem hristir upp í fólki. Einsleit afstaða og aðferðafræði sem minnir helst á öfgahægrimenn í Bandaríkjunum (vertu sammála mér eða á móti mér). Hugmyndir um kynjakvóta, þ.e. að gera kyn að ráðandi faktor í nafni jafnréttis kynjanna og öfgafull viðbrögð við auglýsingum (það má nú alveg stundum sjást í brjóstaskoru) og fleira.
Þegar allt kemur til alls, þá er ég gaur, og vil fá að vera gaur án þess að þurfa að skammast mín fyrir það eins og mér finnst stundum feministar vilji að ég geri, kannski oftúlkun en það er mín túlkun.
Þórður Ingi (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 14:41
Sammála, eftirfarandi skilgreining ætti e.t.v. betur við:
"Femínisti er karl eða kona sem veit að jöfn skipting milli kynjanna hefur ekki verið náð og finnst í lagi að skerða réttindi einstaklinga til að ná því takmarki."
Ari Björn Sigurðsson, 4.12.2007 kl. 14:50
Ég er hjartanlega sammála þér núna Guðfríður Lilja, ég sé ekki öfgarnar í réttlátu og heilbrigðu samfélagi.
Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 15:07
Öfga-feministastimpillinn kemur líka frá öfga-frjálshyggjumönnum sem eru, eins og við öll vitum, á móti réttlátu samfélagi
Gunnar (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 15:15
Feministar vilja jafnrétti ekki satt?
Öfga-feministar vilja kvenrétti... þannig sé ég það.
Það að vera feministi er orðið neikvætt í mínum huga vegna öfga-feminista.
Hvers vegna jú vegna öfga sbr Kringlu/Smáralindar bæklinginn í fyrra osfrv.
Freyr Hólm Ketilsson, 4.12.2007 kl. 15:48
Þakkaðu sóley ásamt nokkrum öfgafeministum sem hafa rústað málstað alvöru kvennréttindasinna
Alexander Kristófer Gústafsson, 4.12.2007 kl. 16:16
Maður veltir fyrir sér hvernig orðið feministi getur staðið fyrir jafnrétti ?? femin er kona. Feminisk hugsun er jafnrétti séð frá sjónarhóli kvenna. Annars finnst mér margt gott koma frá feministum en annað slæmt.
Mesti kynbundni munur á kynjunum í dag er munur í foreldraábyrgð. Um það er sáralítið rætt og flest kvennréttindafélög eru á bremsunni þegar kemur að því að jafna foreldraábyrgð, t.d. þegar sameiginleg forsjá var sett sem meginregla. Um jafna foreldraábyrgð kynjanna þarf að ræða meira og það þarf að jafna foreldraábyrgð kynjanna. Þar er sóknarfæri fyrir feminista að lyfta kvennréttindaumræðu uppá jafnréttisplan.
Gísli Gíslason, 4.12.2007 kl. 16:53
Það sem mér þykir verst í þessu öllu saman er hvernig fólk talar/skrifar um hvert annað. Mér finnst ekki í lagi þó að kona eða karl sem kennir sig við feminisma og er með aðrar skoðanir á e-m málefnum en margur, sé úthrópuð e-m illu, ljótum, skelfilegum nöfnum algjörlega að ósekju. Það þykir mér hins vegar jafn slæmt þegar að kona eða karl sem kennir sig við áðurgreindan isma kýs að leggjast jafn lágt.
Hef ég orðið vitni að hvoru tveggja í máli og skifum og mér finnst það grafa undan öllu sem þeir sem slíkt sýna af sér, eru að segja eða rita.
Það virðist vanta heilmikið uppá rök þeirra aðila til að styðja mál sín að þurfa að grípa til þess tals/skrifmáta sem má lesa hér í "blogheiminu"
Þess má geta að ég hef ekki orðið vör við neinn slíkan tals/skrifmáta hjá greinarhöfundi Guðfríði Lilju og finnst mér greinin fín og ég get ekki annað en verið sammála flestu ef ekki öllu sem þar er ritað
Anna Sigga, 4.12.2007 kl. 18:22
Satt best að segja hefur Mosi sáralítið vit á þessu. Hugtak sem einu sinni var skilgreint á vissan hátt er allt í einu orðið allt annað í dag og kannski enn annað á morgun.
Annars finnst Mosa rétt að margt er gott sem kemur fram í kristninni sem því miður margir vilja gleyma um þessar mundir og jafnvel afskrifa með öllu: virðing, kærleikur, umburðarlyndi, ást, fyrirgefning og sitt hvað fleiri góðir eiginleikar. Er þetta ekki e-ð sem femínismi og sitthvað fleira gott tengist?
Með bestu kveðjum
Mosi - alias
Guðjón Sigþór Jensson, 4.12.2007 kl. 18:27
Vandinn er sá að þeir femínistar sem fara harðast fram eru svo öfgafullir og fullir af þvælu og rugli að flestir skynsamir einstaklingar taka ekki mark á þeim, það er alltaf talað um jafnrétti þegar í raun og veru er bara verið að berjast fyrir kvenréttindum.
Yngvi Þór Geirsson (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 18:40
Lagalega séð hafa konur náð fullkomnu jafnrétti hér á landi og jafnvel vel það með sérstakri mismunun í lögum.
Konur ná aldrei fullu jafnrétti á við karla af líffræðilegum ástæðum sem femínistum er fyrirmunað að skilja. Það skiptir hér engu hvað gert er til að hvetja konur til að berjast á við karlmenn því að margar þeirra vilja vera konur, sjá um börn og heimili og hafa enga náttúru í að slást á sama hátt og karlar í lífsgæða- og valdakapphlaupi.
Þessar mjúku konur eru helstu óvinir femínista, þær draga nefnilega niður öll meðaltöl í sambandi við jafnréttismál sem karlkerlingarnar þola ekki.
Konur sem hafa bein í nefinu geta nefnilega allt það sama og karlmenn og hafa fyrir löngu sýnt fram á það. Nú er kominn tími til að virða þennan líffræðilega mun karla og kvenna og sýna öllu fólki tilhlýðilega virðingu í samfélaginu.
Haukur Nikulásson, 4.12.2007 kl. 20:26
Það styðja allir karlar og konur baráttu kvenna fyrir jafnrétti en því miður hefur Sóleyju og hennar saumaklúbbur náð að rústa þessum málstað þannig að í dag er orðið "femínisti" mjög neikvætt í huga fólks - ég er femínisti og styð baráttuna heilshugar og harma það hvernig Sóley og hennar saumaklúbbur hafa eyðilagt mikið á stuttum tíma.
Óðinn Þórisson, 4.12.2007 kl. 20:59
Mjög góður pistill hjá þér Guðfríður. Ég sakna þess líka að fá gild rök frá þeim sem hafa hæst um að nokkrir "öfga-femínistar" hafi eyðilagt eða stórskaðað málflutning allra femínista. Hvað nákvæmlega er svona rangt við að benda á ýmislegt í þjóðfélaginu sem þykir karllægt? Af hverju eru sumir svona rosalega viðkvæmir fyrir þessu?
Thelma Ásdísardóttir, 4.12.2007 kl. 22:23
Það eru til margar skilgreiningar á feminisma og femínista
Hérna er t.d. hægt að sjá mismuandi skilgreiningar á feminsma http://en.wikipedia.org/wiki/Feminism
Sá femínismi sem er hvað mest gagnríndur í dag gæti flokkast undir það sem er skilgreint á wikipedia sem socialist and marxist feminisms.
Reyndar held ég að ég aðhyllist það sem kallist post-feminsm sem er fólk sem er sammála hvaða markmiðum skal stefna að en finnst feminískar aðferðir ekki eiga við til að ná þessum settu markmiðum.
Hjá wikipedia er rakið hvernig fólk hefur baslað við að skilgreina femínsima. Ég rakst á þessa setningu þar og finnst hún vel eiga erindi inn í þessa umræðu:
"In recent times some women and men have distanced from the term "femin"ism in favor of more inclusive terminology such as "equal rights activist/advocate", "equalist" or similar non-gendered phrasing.
Annar er fínst að setja flotta skilgreiningu á síðuna sína eins og FÍ hefur gert og stefnuskrá. Annað er hvernig þessu er framfylgt.
Talandi um stefnuskrá femínista þar kemur meðal annars fram að það eigi að bæta stöðu kvenna í atvinnulífinu og auka hlut þeirra í stjórnun náttúruauðlynda og fjármagns. Femínur hafa gert okkur það ljóst að þær sækjast eftir völdum og peningum en er alveg sama um stöðu konunnar á vinnumarkaðnum og laun þeirra. Því ætti að standa þarna að femínistar ætluðu að bæta stöðu kvenna með(ekki og) því að auka hlut þeirra í stjórnun náttúruaulynda og fjármangns.
Svo er kómískt hvernig það er verið að benda á þá karllægu ímynd sem ríkir núna í nýjasta femínistafréttatímanum. Mér fannt þetta bara virka sem nastí skot á kalmenn. Svona eru þið greyjin mín, alveg eins og Hómer, hefði hún alveg eins getað sagt.
Bjöggi (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 22:40
Lagalega séð er staða konunnar betri á Íslandi, femínstum finnst samt ekki nóg og vilja meira. Er algerlega á móti því að örðu kyninu sé gert hærra undir höfði, það er ekki jafnrétti að mínu mati. Það eru forrétindi annars hóps, það er það sem femínurnar vilja.
Bjöggi (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 22:45
Er þetta orðið núna spurning um að vera með eða á móti, (love it or leave it) afþví að maður er ekki alltaf sammála og vogar sér að vera með uppsteyt gagnvart hinum heilögu for-ynjum feminista?
Mér finnast for-ynjur femínista stunda áþekka áróðurstækni gagnvart karlmönnum og foringjar nasistaflokksins gerðu á síðustu öld gagnvart gyðingum en það er að finna óánægjusamnefnara sem þjappar saman meðlimum flokksins og gefur for-ynjunum leyfi að láta tilganginn helga meðalið í baráttunni gegn ógninni. Ég held hinsvegar að baráttumál sem stofnað er til á svona grundvelli falli ávallt um sig sjálf því stjórnendur hljóta ávallt að viðhalda stöðu sinni á áframhaldandi tilvist ógnarinnar, sem er nokkuð sem hin fölnuðu blóm for-ynjusveitar feminista virðist gera núna, að auka úthrópun karlmanna og nú síðast með að panta hreinsunarátak í tungumálinu til að leiðrétta meinta kynbundna vitleysu fyrri alda með nýrri og pólitískt réttri hugmyndafræði.
Ég held að okkur mannfólkinu sé best treystandi til að byggja upp jafnrétti, jafnræði og gagnkvæma virðingu án afskipti forynja sem hlaupa okkar á milli og eitra samskiptin með að ala á illindum og tortryggni.
Magnús (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 23:12
Ég er femínisti. Ég er ekki alltaf sammála öðrum femínistum enda hljótum við að hafa misjafnar skoðanir eins og gerist og gengur. Ekki dettur mér í hug að uppnefna þá sem ég er ósammála. Hvort sem viðkomandi er femínisti eða ekki. Ég fæ ekki skilið af hverju sumir telja sig umkomna að uppnefna femínista í umræðunni. Að halda að ef þeir segi nógu oft til dæmis að femínistar séu nasistar þá verði það satt. Mér er oft misboðið þegar ég les slíkar athugasemdir.
Hverju skilar þannig málatilbúnaður?
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 4.12.2007 kl. 23:35
Þessi uppnefni hafa gengið á báða bóga.
Bjöggi (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 23:48
Sóley þurfti að loka kommentakerfinu sínu vegna "engisprettufaraldurs" þar, skoðunum hennar átti sko að breyta með látum, engu eirt. Vona að þú lendir aldrei í því. Það er auðvitað ekki komið jafnrétti þótt nokkrar stelpur keyri vörubíla og örfáir strákar séu fóstrur. Vona samt og held að þetta hafi eitthvað breyst til batnaðar frá því ég kom fyrst út á vinnumarkaðinn fyrir bráðum 30 árum. Man að ég þoldi ekki rauðsokkurnar "sem hötuðu karlmenn" ... nú veit ég betur og virði þær og sannarlega líka femínistana. Alltaf má deila um aðferðir en ókurteisin gagnvart Katrínu Önnu og Sóleyju hefur verið til skammar.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.12.2007 kl. 00:05
Já skemmtilegur þessi Engisprettulisti(http://malbein.net/?p=1496) sem félagar Sóleyjar eru búnir að gera. Flestir á listanum eru menn sem eru ósammála henni og hafa komið málefnalega fram, eina sem ég sé er að þessir menn beyga sig ekki undir þennan sósíalisma sem Sóley gerir og þeir eru ekki sammála baráttuaðferðum femínsita, ekkert meir engisprettur að mínu mati en Sóley eða vinkona hennar Kata.Svo eru nokkrir á listanum sem eru bara að djóka og svo einn eða tveir sem ég held að séu ekki alveg í lagi, en það er bannað að gera grín af föttluðum þannig að þeir ættu ekki að vera á listanum.
Er eitthvað betra að gera grín af þeim sem eru ósammála manni með því að kalla það engisprettur( eða eitthvað annað dýr), er maður þá ekki að leggjast á sama plan og þeir sem eru að kalla femínurnar nasista ?
Bjöggi (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 00:28
Ég er sannfærð um að orðræðan sem dynur á femínistum er mun ljótari en sú sem þær hafa. Og því er ekki að neita að ákveðnir aðilar hafa sig mikið í frammi með hegðun sem ég vildi kalla dólgslæti. Því miður hafa aðrir tekið upp þessa siði. Nokkur dæmi tekin úr athugasemdum á þessa færslu; ofurfemínistar, femínur, for-ynjur og nasistar. Fyrirgefið en þið sem ekki getið rökrætt við mig, eða aðra, án þess að falla í þá gryfju að kasta fram uppnefnum og niðrandi athugasemdum, verðið að búa við það að þetta verðfellir orð ykkar. Ég tek minna mark á ykkur.
Það er líka ansi sérstakur húmor að rappa yfir sama fólkið innlegg eftir innlegg í gríni. Ef mikið af þessum innleggjum er hálfkæringur eða grín þá tekst höfundum þeirra illa upp. Ég tel mig hafa ágætis húmor og hef oft beitt fíflaskap. En sá sem fíflast er í verður að vita af því, annars er grínið ekkert grín. Bara leiðindi.
Hvaðan kemur þessi endurskilgreiningarárátta á því hvað femínisti er? Ekki dettur mér eitt andartak að fara að endurskilgreina til dæmis sjálfstæðismenn, sem þjófa (svo ég taki neikvætt dæmi) eða eitthvað þó ég viti til þess að sumir áberandi í flokknum hafi stolið. Ekki bæti ég við femínistar, þegar ég tala um skáksambandið þó ég viti að sumir skákmenn séu femínistar. Við mannfólkið söfnumst saman í flokka og félög eftir því sem okkur finnst við sjálf eiga heima. Eða hvernig á þetta öðruvísi að vera?
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 5.12.2007 kl. 08:11
Sæl vertu Guðfríður.
Ekki hafði ég vitað af því að það væri búið að finna nafn á þá sem eru ykkur ósammála, "engisprettur" er örugglega flott og lýsir sjálfsagt vel því áliti sem lítill hópur hefur á þeim sem eru ósammála málflutningi og framsetningu þess sama hóps á baráttumálum sínum.
Textann hér að neðan var ég búinn að skrifa annarsstaðar en sé að vel er hægt að nota það aftur, sem er kannski lýsandi fyrir umræðuna.
Eftirfarandi tilvitnanir í skrif eins af þeim yfirlýsingaglöðu femínistum sem hafa sig hvað mest í frammi gætu skýrt hversvegna bæði sumu góðu fólki hitnar í hamsi og hinum stóryrtu rugludöllum netheima tekst á auðveldan hátt að draga umræðuna eftir svaðinu.
Einungis eru tekin orfá dæmi úr sjóði þess femínista sem hefur haft sig hvað mest í frammi, fólk sem talar svona er hreinlega að leita eftir umræðu í skolplagnahæð. Mikið af skrifum þessara kvenna einkennist af yfirlýsingagleði, alhæfingum og jafnvel hatri í garð allra þeirra sem eru svo óheppnir að hafa ekki fæðst sem konur.
Annað sem er að mínu mati mjög einkennandi fyrir þessa umræðu femínista er að mestu púðri er eitt í fjölda kvenna í stjórnum og ætlaðan launamun í efri lögum þjóðfélagsins. Sem að mínu mati er vegna þess að sá litli hópur sem hefur að eigin mati öðlast hina einu réttu sín á sannleikan er að mestu vel menntaðar konur í þeim hinum sömu efri lögum. Ég held að ég sé ekki að ofmæla þegar ég segi að engin þeirra ca. 20 kvenna sem mest hafa sig í frammi hefur nokkurn tíman skrifað greinarkorn þar sem talað eru um konur sem eru á lægstu launum, né heldur ræða þær um að breyta starfsheitum á greinum sem eru þeim ekki hugleiknar.
Hvað hafið þið oft séð villtar umræður um hver sé besta kvenmynd orða eins og pípari, bifvélavirki, sjómaður ofl, öllu púðrinu er eitt í það hróplega óréttlæti og helstu ástæðu misréttis hvort menn nota orðið starfsheitin ráðherra, forstjóri og stjórnarformaður nú eða hvort ungabörn klæðist bleiku eða bláu.
Virðingarfyllst
Elías Pétursson
Elías Pétursson (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 08:44
Því miður hefur vinstri slagsíða á félagsskap feminista komið óorði á hin göfugu markmið hans, sú hin sama og varð Rauðsokkahreyfingunni að aldurtila á sínum tíma. Einnig (sem einmitt tengist sósíalisma) sú skerðing á einstaklingsfrelsi sem útfærsla jafnréttisbaráttunnar hefur fengið frá hendi samtakanna. Vinstrimenn (og konur) eru seinheppnir í tilvistarkreppu sinni, því fleiri göfuga málstaði hefur þeim tekist að klúðra, t.d. umhverfisvernd.
"Öfga-feministastimpillinn kemur líka frá öfga-frjálshyggjumönnum sem eru, eins og við öll vitum, á móti réttlátu samfélagi".
Þessi ummæli nafna míns, sýnir sorglega illa upplýstan einstakling og er ekki málefnalegt innlegg í umræðuna. Það er vel hægt að vera ósammála frjálshyggjumönnum án þess að vera með svona. Ekki dettur mér í hug að halda því fram að vinstrisinnar séu á móti réttlátu samfélagi, þó ég viti að skilningur þeirra á pólitík og hagfræði myndi leiða til lakara samfélags, kæmust þeir til valda.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2007 kl. 08:50
Takk fyrir þennan pistil Guðfríður Lilja, það er í raun engu við hann að bæta. Þú ert með þetta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2007 kl. 09:18
Ef þessi stefna hefði verið skýrð machoismi þá væri Steinunn Valdís örugglega að berjast fyrir breytingu.
Orðið feministi er orðið neikvætt vegna þess að það er byrjað að snúast um meira en bara jafnrétti. Því miður er það nú þannig að kvennrembur og siðferðissnobb eru ríkjandi í hreyfingunni og því skiljanlegt að meirihluti almennings vilji frekar nota hugtakið jafnréttissinni.
Geiri (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 10:44
Feminisminn er í eðli sínu byltingarstefna. Hún hefur í dag ekkert sérlega með jafnrétti að gera fremur en margar aðrar stefnur. Hún er ekki vinveitt konum ef grannt er skoðað, þvert á móti gerir hún líf þeirra erfitt og fyllir konur af ósætti og beyskju. Feminismi er andstæður fjölskyldunni og kastar börnum út í horn. Hún er hápólitísk, totaliter og oft hatrömm, einkennist iðulega af sterkri vinstrislagsíðu.
Menn athugi að síðari bylgja feminismans (e stríð) er í grundvallaratriðum frábrugðin fyrstu baráttu kvenna eins og hún var og hét í árdaga feminismans þegar barist var fyrir kosningarétti og raunverulegum réttindum. Þarna er mjög mikill munur á.
Guðmundur Pálsson, 5.12.2007 kl. 11:22
Já og nú eru þeir sem eru ekki algjörlega samála femínistunum orðnir rasistar, eins og má lesa á blogginu hennar Ólínu Þorvarðar. Já og hvaðan kemur þessi endurskilgreiningarárátta á hvað femínismi er, kannski frá femínistum sem hafa endurskilgreint femínismann eftir sínu egin höfði ?
Ég er ekkert viss um að orðræðan sem dynur á femínstum sé verri en sú sem dynur á þeim sem eru ekki sammála þeim í einu og öllu. Þeir eru kallaðir rasistar, fáfróðir, hórur, ofbeldismenn, nauðgarar, óvinir frelsisins, öfgafrjálshyggjumenn, engisprettur og svo lengi mætti telja.
Svo finnst mér ótrúlegt að það sé ekki hægt að berjast fyrir jafnrétti án þess að vera femínisti. Finnst það bara sýna hrokka í þessum femínistum að vera búin að eigna sér jafnréttisbaráttuna.
Bjöggi (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 15:27
Jafnrétti fyrir alla, ekki bara femínsta !!!!
Bjöggi (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 15:29
Ég vil endilega varpa nokkrum spurningum til þin Guðfríður úr því þú ferð inn á þessa umræðu.Er eðlilegt að þið dæmið fólk og fyrirtæki opinberlega sem glæpamenn? sbr nektarstaði, aldrei komið neitt fram um lögbrot en þið sakið þá um vændi, mannsal og glæpi.Er eðlilegt að þið ráðist á Egil Helgason fyrir hans vinnu? Umræðan hefur sýnt að það var ósanngjarnt og hann átti það ekki skilið.Er eðlilegt að þið viljið fá börnin á fæðingardeild klædd í grátt eða hvítt? Þjóðin varð brjáluð.Er eðlilegt að þið talið um mannsal eins og það sé útbreitt vandamál og þrífist á nektarstöðum (aftur dæmið þið fólk og fyrirtæki án þess að færa nein rök fyrir dómnum) en hafið ekki getað bent á eitt dæmi? Blikur á lofti, vísbending um eitt dæmi, gæti gerst.Er eðlilegt að þið (Sóley) geti gefið í skin að Sigríður Andersen megi ekki hafa skoðun á jafnréttismálum? Blogg soleyjarEr eðlilegt að fyrirtæki þurfi að taka úr umferð auglýsingar vegna árása frá ykkur? Toyota, Smáralind.....Er eðlilegt að það séu komin 7 eða fleiri mismunandi fyrirbæri sem kenna sig við jafnréttisiðnað?Ég get haldið áfram nokkuð lengi, ég er ekki að taka afstöðu hér að ofan en þetta eru nokkur af þeim málum sem hafa verið mjög mikið til umræðu á bloggsíðum og valdið gremju hjá gríðarlegum fjölda fólks.Ég tel mig líka sjá mikla aukningu á skrifum frá konum um að þessi umræða öfgafólksins skaði málstað kvenna almennt.Það er rétt hjá þér að við viljum öll jafnrétti og þess vegna þurfa öfga femínistarnir að passa sig að valta ekki á hverju sem þeim dettur í hug og koma ómálefnalega fram í skjóli jafnréttis, fólk getur ekki látið bjóða sér það endalaust. Ég á mjög bágt með að trúa því að þú sjáir ekkert athugavert við málflutning femínista í málunum undanfarið.
Ingi Braga, 7.12.2007 kl. 01:56
Feminismi er hið besta mál og sennilega eru flestir íslendingar Feministar inn við beinið, en það eru öfgasinnar eins og Kolbrún Halldórsdóttir og Sóley Tómasdóttir sem rústa málstaðnum með glórulausum öfgum. ég hef t.d. heyrt það frá konum sem styðja Vinstri-Græna, að þær þoli ekki málflutning þeirra.
Stefán (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.