Forréttindafrumvörpin

Nokkur FrelsisFrumvörp voru til umræðu í dag í Silfri Egils.

a) Áfengi í matvörubúðir (svo stóru verslanakeðjurnar geti grætt - og um leið gert þjónustuna verri, úrvalið verra, en um leið sisvona breitt út áfengis- og fíkniefnavandann sem fer ört vaxandi og ríki, samfélag og einstaklingar þurfa svo að taka á, og já, rannsóknir staðfesta að það er einmitt það sem gerist)

b) Lágmarksútsvar sveitafélaga verði afnumið (svo ríka fólkið geti tekið sig saman og þurfi ekki að borga um of?)

c) Skattaupplýsingar séu leyndó (svo það sé ekki vandræðalegt fyrir alla að sjá birtingarform misskiptingar svart á hvítu?)

Svo var fjallað um launaleynd og fleira.

Leyndinni vex ásmegin í íslensku samfélagi. Ég vona að allir séu með það á hreinu. Hvers vegna að bæta enn frekar við hana? Á ekki frekar að draga úr leyndinni? Þetta snýst ekki um að hnýsast, þetta snýst um þessa klassísku þætti í nútímasamfélagi: svo sem "gagnsæi", "opið samfélag", "upplýsingaflæði". Á meðan leyndin vex eykst einmitt talið um hvað við séum rosalega opin.

Bankar gefa til dæmis ekki minnstu upplýsingar um það í dag sem hér áður þótti eðlilegasti hlutur að gefa upp.

Nei. Ég hef enga persónulega þörf fyrir að vita hvað Hannes Smárason Frammari hefur í laun en mér finnst rétt að opinber gjöld hans og allra okkar annarra séu ekki hernaðarleyndarmál. Það er til eitthvað sem heitir sameiginlegir sjóðir. Við lifum í samfélagi við hvert annað, samfélagi sem á að heita eitt. Hvert og eitt okkar greiðir í lífeyrissjóði sem ýmsir aðilar hafa t.d. fengið aðgang að og... og hvað?

Hrópandi þögnin er auðvitað athyglisverðust í yfirliti um opinber gjöld. Allir þeir sem farnir eru úr landi með auð sinn, þaðan sem hann er kominn.

Ég hef unnið dálítið með Rússum í alþjóðasamstarfi og það er merkilegt fyrirbæri. Þar virðast upplýsingar hafa því meira gildi sem færri vita af þeim. Já þetta er hlægileg alhæfing en... í prinsipinu ætti í það minnsta reglan að vera að því upplýstari sem við erum - öll - þeim mun meira gildi hefur það fyrir alla. Þá er raunverulega hægt að takast á - og takast á við hlutina. Þetta snýst ekki um það hvað kemur eða kemur ekki á forsíðu Séð og heyrt, þetta snýst um prinsip. Samfélag er ekki einstaklingur, samfélag er samfélag.

Og já, mér finnast bókabrennur viðurstyggilegur glæpur, alltafalstaðarpunktur.

Hamskiptin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæl Guðfríður, Hættið þið vinstri menn nú að vera á móti öllu sem gerir lífið einfaldara og skemmtilegra :)

a) Er ekki bara gott að verslanirnar græði á sölu víns? þá borga þær meiri skatta sem hægt er að nota til að styrkja velferðarkerfið. Um leið er hægt að spara rekstrarkostnað hjá ÁTVR og nota peningana  t.d. í heilbrigðisþjónustu og menntakerfið líka.  Mér finnst það bara liggja í augum uppi að það er miklu hagkvæmara að selja áfengi í matvöruverslunum eða sérverslunum einkaaðila. Þar með myndast sparnaður sem hægt er að nýta til góðra málefna.

Ef þjónustan versnar og úrvalið minnkar eins og þú heldur fram þá ætti það nú frekar að leiða til minni neyslu og þar með minni áfengisvandamála!!!

b) Græða ekki allir á því að það sé samkeppni milli sveitarfélaga um að vera með sem bestan rekstur fyrir sem lægst verð.  Það eru líka mismunandi aðstæður sem sveitarfélög eru í. Sum eiga skuldlausar skólabyggingar og eru kannski með þannig aldurssamsetningu íbúa að þau geta verið með lægra útsvar en önnur.  Það eru dæmi um sveitafélög sem hafa haft miklu meiri tekjur en þau þurfa á að halda. Þá er farið í að nota peningana eitthvað út í loftið en í raun væri miklu betra að skilja meira eftir hjá fólkinu, sérstaklega þeim sem eru með lægstu launin og þið vinstrimenn voruð einu sinni að berjast fyrir.

c) Mér finnst það vera mannréttindamál að fólk geti samið um laun og þess háttar án þess að það hafi allir vitneskju um það. Sama gildir um aðrar tekjur svo sem bætur, erfðafé, gjafir, eignatekjur o.þ.h. Ég held að langflestir hljóti að vilja hafa þessa hluti fyrir sig.   Það er nógu mikill metingurinn og rembingurinn í þjóðfélaginu svo við förum ekki að setja merkimiða á hvern einstakling með tekjum hans. Leyfum fólki bara að vera í friði með sitt. Aftur held ég að þetta sé ekki gott fyrir þá sem hafa lægri tekjur eða þurfa kannski að minnka við sig vinnu tímabundið vegna einhverra aðstæðna.

Þorsteinn Sverrisson, 4.11.2007 kl. 20:27

2 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Það truflar mig ekkert að einkaaðili hefji sölu á áfengi þar sem ég er lítið fyrir forræðishyggju, en á litla fákeppnis-matvöru-verslanna-markaðinum Íslandi er ég sammála Lilju að þjónustuna og úrvalið verði verra og við munum enda á því að borga hærra verð fyrir lélegari vöru. Gróðasjónarmið í rekstri matvöruverslanna á litla íslenska fákeppnis-markaðinum er ávísun á okur.

Væri ekki hægt að koma á laggirnar matvörubúð sem væri ekki rekin með gróðasjónarmiðinu (Not for Profit) og hefði einungis það markmið að selja neytendum alltaf matvöru á sem lægsta verði mögulegt?

Jón Þór Ólafsson, 4.11.2007 kl. 21:30

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Afturhald er einkenni sumra flokka.  Ekki Sjálfstæðisflokknum það er á hreinu!

Ég styð allt sem snýr að samkeppni og einkaframtaki.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 4.11.2007 kl. 22:13

4 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Það er ekki framhald á öllu hjá íhaldinu þessa dagana. Það þýðir ekki að gera hvað sem er í nafni einhverra trúarsetninga um einkaframtak. Í aðalatriðum er sala á áfengi ekki stórt vandamál hér á landi. Hinsvegar mætti svo sem að ósekju bjóða einkaaðilum út rekstur. Slíkt er reyndar raunin víða út á landi og í Mosó er vínbúðin við hliðina á matvöruverslun, með faglega þjónustu og afgreiðslufólk sem búið er að ná lögaldri í áfengismálum. 

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.11.2007 kl. 00:05

5 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Auðvitað á vínið að koma í búðirnar, ætti að vera komið þangað fyrir löngu.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 5.11.2007 kl. 21:05

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hvort vill Lilja frekar sjá framfarir og frelsi eða afturhald?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 5.11.2007 kl. 22:20

7 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Sæll Gísli:

Það er einfalt að skella fram svona afarkostum. En hvað meinar þú með þessum orðum?

Ég efast um að þú sért að meina að framfarir séu allt það sem fer fram á við óháð hvort breytingarnar séu jákvæðar. Því ekki lítur þú á það sem framfarir að 12 ára stelpur séu farnar að ganga í g-streng með textanum "PORN STAR."

Svo ef þú ert að meina að framfarir séu breytingar sem eru jákvæðar, þá verðurðu að átta þig á því að hvað þér og Lilju finnst jákvækt hvílir á ykkar gildismati sem er mjög ólíkt og í þessu tilliti getur afturhald verið framfarir. 

Jón Þór Ólafsson, 6.11.2007 kl. 08:44

8 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Sæl Helga

Hvað er svona auðvitað við það?

Jón Þór Ólafsson, 6.11.2007 kl. 08:45

9 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Einkennilegt þegar aðilar sjá sig knúna til þess að svara spurningum sem beint er til annarra.  Er þetta kannski VG leiðin?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 6.11.2007 kl. 17:30

10 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Gísli. Hehehe...þér virðist vera auðvelt að kenna V.G. um það sem fer í taugarnar á þér. Ég er allt of mikill social libertarian til að geta kosið V.G. 

Ekki ertu að segja að þú hafir ekki svarað spurningum sem beint hefur verið til annarra? Það er ekkert einkennilegt. Ég vona samt að þú hafir ekki móðgast og getir svarað spurningunni minni hvað þú meinar með þessum orðum.

Jón Þór Ólafsson, 6.11.2007 kl. 18:54

11 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Jón Þór, spurningunni var ekki beint til þín

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 7.11.2007 kl. 11:48

12 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Gísli, með fullri virðingu þá var það ekki mín meining að þú skyldir móðgast. Ég sá einungis spurninguna þín og datt í hug spurning til þín. Þú þarft ekki að svara henni, en það væri gaman að sjá svar þitt.

Jón Þór Ólafsson, 7.11.2007 kl. 12:46

13 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég er ekkert rosalega móðgaður.  Er þú talsmaður Lilju?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 7.11.2007 kl. 20:46

14 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Það er gott. Og nei, hún þarf engan talsmann stelpan. Hún er með sitt á hreinu.

Þá er ég búinn að svara þér og er enn forvitinn að heyra hvernig þú svarar mér.

Jón Þór Ólafsson, 8.11.2007 kl. 09:52

15 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Í Fréttablaðinu í dag (bls. 11) eru birt tilmæli FÍS (Félag Íslenskra Stórkaupmanna) að þegar sala áfengis sé gefin frjáls þurfi að lækka áfengisgjöld, þar sem sérverslunum sé ekki stætt á rekstri með jafn lága álagningu og hefur tíðkast hjá ÁTVR. Að lokum leggur félagið áherslu á að áfengisauglýsingar verði leyfðar með takmörkunum.

Er þetta ekki það sem Lilja er að segja? 

Ég vil benda á að sérverslanir sem reknar eru með gróðasjónarmiðinu er ekki stætt á rekstri með jafn lága álagningu og hefur tíðkast hjá ÁTVR. En sérverslanir sem reknar eru með Not For Profit fyrirkomulaginu geta það.

Jón Þór Ólafsson, 12.11.2007 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband