Orð gærdagsins

"Sjálfstæðisflokkurinn beið í tólf ár eftir því að komast til valda, talandi um það allan tímann að nú þyrfti að koma glundroðanum frá og taka upp eitthvað nýtt. Sautján mánuðir dugðu þeim til að steyta á skeri."

Sagði kona í gær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Góður punktur. Og "skerið" byggðu þeir sjálfir, það er það besta. Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 12.10.2007 kl. 16:16

2 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Vel mælt

Til hamingju með nýja borgarstjórn.

Er reyndar á því að Svandís egi að vera borgarstjóri, hún gekk harðast og best fram í öllu ferlinu.

Semsagt það er eitthvað af flokkssystkinum mínum með bein í nefinu

Ólafur Björn Ólafsson, 12.10.2007 kl. 17:05

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já, flott að hafa Svandísi skólasystur,...en slæmt að hafa Björn Inga (Glanna glæp)

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.10.2007 kl. 17:54

4 identicon

En hvad viljid thid ? Yfirtoku eigna almennings, lagasetningu um orkuaaudlindir, fakkeppni og yfirgang fjogurra manna ja eda fjogura manna og eins drengs ? Thad ad hafa framsokn med i thessari borgarstjor en fasinna. Audvitad attud thid ad leysa thetta med Sjalfstaedisflokknum. Unglidum sjalfstaedisflokksins sem fannst nog um komid um spillinguna. En hvad gerdist.This forud ur osku i blad. Framsokn og this saman er eins og hvitt og svart. Eg skil ekki af hverju thid getid ekki unnid mes Sjalfstaedisflokknum eins og meirihluti thjodarinnar vill!! Vid kusum ykkur, tvo flokkana til thess ad sjotna. haettia ad lata hraera i ykkur og haettid ad halda ad thid breytid framsokn i spillingu og Samfylkingu i valdafykn.

annars treysti eg ykkur vel.

kvedja

jb

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 19:36

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Jónína...hvað meinar þú?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.10.2007 kl. 22:49

6 Smámynd: Jens Guð

  Nú reynir heldur betur á Svandísi.  Hún stóð sig með miklum glæsibrag í aðdraganda atburða.  Ég efast verulega um að Jónína vinkona okkar hafi rétt fyrir sér með að meirihluti þjóðarinnar vilji ganga veg einkavinavæðingar Sjálfstæðisflokksins.  Ég tek þó undir með henni að ástæða sé til að vera á varðbergi gagnvart spillingaröflum Framsóknar.  Framsóknarflokkurinn hefur einungis staðið fyrir spillingu - engu öðru - síðustu áratugi.  Ég er í Frjálslynda flokknum og við erum í verulega skrítinni stöðu í þessum hræringum.  Fulltrúi okkar,  Margrét Sverrisdóttir,  er í okkar umboði í borgarstjórn en er í öðrum flokki,  Íslandshreyfingunni.

  En ég endurtek að Svandís hefur glansað í þessu máli.  Enn sem komið er.  Spurningin er hvernig hún tæklar framhaldið með Björn Inga - fulltrúa spillingar - sér við hlið.   

Jens Guð, 12.10.2007 kl. 23:07

7 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þó maður óski nýjum meirihluta velfarnaðar og alls hins besta, fer ekki hjá þvi að upp í hugann komi mynd af Don Alfredo og í skugganum aftan við hann Sverri nokkrum Hermannssyni. Ég er ekki völva eða spámaður á nokkurn hátt en einhvernveginn er ég frekar tortrygginn gagnvart fulltrúum B og F.

Þórbergur Torfason, 13.10.2007 kl. 00:24

8 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ég ráðlegg þeim sem fagna stjórnarskiptunum í Reykjavík að fara hægt um gleðinnar dyr.

Lausnir í Orkuveitu málinu leynast erfiðar gildrur sem á eftir að vinna úr,

Ef að þeir aðilar sem að lausn málsins vinna,  koma auga gildrurnar í málinu.  þá get ég lofað því að málið er  ekki auðleyst fyrir þessa aðila.


Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 13.10.2007 kl. 11:52

9 identicon

Af öllu því sem stendur skrifað um aðdraganda falls borgarstjórnar S-manna o BI er eitt það sem vekur mína miklu undrun.

Það er að koma í ljós að menn hafa gert m.a. 20 ára bindingarsamninga sem ekki eru lagðir til meðferðar fyrir hlutaeigendur í Orkuveitunni. Ekki heldur er hægt að fá að berja augum fundargerðir frá umræðu fyrir ákvarðanatökur og tel ég (leikmaður) að þar sé um 2 lögbrot að ræða sem verði að fá lögboðna umfjöllun ef svo er.

Það er með eindæmum hvernig hérlendis virðast ríkja hefðir og venjur sem bananalýðveldi myndu sjálfsagt skammast sín fyrir. Mukk og pukur sem virðist hafa það að markmiði að lauma undan verðmætum í þjóðareign fyrir smáskilding. Hér er ekki um að ræða einhvert afbrotagengi frá útlöndum heldur frammá- og fyrirmenn í Íslensku samfélagi.

Þetta væri ekki hægt ef ekki handvömmin í sköpun laga sem umgirti þetta umhverfi væri svona yfirþyrmandi og þær hindranir sem lagðar eru á veg þeirra borgara sem vilja með kæru þvinga fram svör og breytingar.

Note: Umb. Alþingis: "Veldur þetta þér tjóni" Svar: nei. UA: "Þá kemur þetta þér ekkert við !!!!!" samkvæmt minni reynslu.

Jón Sveinsson (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 14:43

10 Smámynd: Gunnhildur Hauksdóttir

Sæl og blessuð Guðfríður Lilja.

Góður punktur. 

Gunnhildur Hauksdóttir, 13.10.2007 kl. 15:21

11 identicon

Skerið var nú Björn Ingi, ekkert annað og engum öðrum um það að kenna en honum því málið var nú ekki það svakalegt. 

Ég hef enga trú á vinstri grænum, þeir kunna ekkert nema að vera á móti öllum hlutum og eru svona tuð og væluflokkur út í allt og alla. Það á ekkert eftir að gerast í gatnakerfi borgarinnar með þennan öfga umhverfisflokk við völd, það má ekkert sjást neinsstaðar og það má engum stein lyfta... 

Mjög ólýðræðisleg vinnubrögð höfð uppi af ykkar hálfu í þessari meirihlutamyndun, það er að mynda valdabandalag með það markmið eitt að koma Sjálfstæðisflokknum frá... mikil hugsjón það, engin málefni borin á borð, nei bara það að ná völdum sökum almannahagsmuna. Þið eruð að koma að fjórum flokkum í stað tveggja, með málefnin út og suður... kjósendur geta ekki verið sáttir við það. Sjálfstæðismenn voru með 43% í borginni og vilji fólksins skýr hvað það varðar. Þeir eiga að sitja við stjórn. 

Frelsisson (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 15:39

12 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hvaða tíma vill Lilja gefna nýjum meirihluta?

Hvenær mun steyta á skeri hjá þeim?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 14.10.2007 kl. 23:29

13 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þETTA ER SLÆMUR MEIRIHLUTI...nema að Svandís fái að njóta sín...en það getur hún ekki með glanna glæp....KJÓSUM AFTUR!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.10.2007 kl. 00:08

14 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Torvelt kann að forðast skerið öðru sinni ef það reynist vera innanborðs!

Eigi telur Mosi að þessi meirihluti verði jafnþrásetinn og fyrri vinstri stjórn í Reykjavík, alla vega ekki með þessum forsendum.

En nú reynir á alla áhöfnina að rugga ekki skútunni meir en hún þolir en þá gæti svo farið að „skerið“ félli útbyrðis sem fáir myndu sýta. Þá mætti skipa aðra áhöfn nýs meirihluta og þá jafnvel traustari.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.10.2007 kl. 09:06

15 Smámynd: Fríða Eyland

Ég er ekki ánægð með skiptingu í nefndir og ráð. Tel að kynjahlutfallið þar sé okkur til háðungar allavega þeim sem berjast fyrir jafnrétti ! Það hefði mátt gera betur þegar  kynjahlutfallið  loksins varð sanngjarnt í borgarstjórn.

Kveðja 

Fríða Eyland, 20.10.2007 kl. 03:20

16 identicon

"Sjálfstæðisflokkurinn beið í tólf ár eftir því að komast til valda, talandi um það allan tímann að nú þyrfti að koma glundroðanum frá og taka upp eitthvað nýtt. Sautján mánuðir dugðu þeim til að steyta á skeri."

þetta eru orð að sönnu

Bestu kveðjurJón Þórarinsson

Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 04:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband