Stuð á pöllunum

Ég hef alltaf verið stolt af Svandísi Svavarsdóttur. Hún er virkilega flott kona og mögnuð. En ég held að ég hafi sjaldan verið jafn stolt af henni eins og undanfarna daga og viku. Hvar værum við án hennar aðkomu í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur?

Væntanlega værum við sofandi værum blundi eins og vanalega. Sofandi af okkur umbyltingu samfélagsins, uppkaup og spillingarþræði. Deplandi syfjulegu auga eða að býsnast yfir Britney Spears - eða hvað hét hún aftur, þessi sem kom á forsíðurnar dag eftir dag um tíma, Ann Nicole Smith?

Svandís er að berjast skörulega fyrir almannahagsmunum gegn gegndarlausri ásælni og yfirgangi einkahagsmuna. Hún er vinstrigræn.

Í dag kl. 16 verður borgarstjórnarfundur í Ráðhúsinu um málefni Orkuveitunnar. Íslenskt samfélag hefur sofið af sér ótrúlegustu hluti á undanförnum árum (og þó, við höfum vaknað öðru hvoru í hneykslan yfir því að einhver leyfi sér að mótmæla - burt með slíkan lýð!). Það er tími til að mæta á pallana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ja ha há - við getum verið stoltar af henni Svandísi. Hún er svo málefnaleg og rökföst og talar dæmalaust góða íslensku. Og ekki spillir fyrir henni hvað hún er skemmtileg og glaðvær - það er gaman að vera með henni í kór....Ég kemst því miður ekki á pallana í dag en ætla að hlusta í útvarpinu.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 10.10.2007 kl. 14:13

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Já það er enginn vafi að hún er mögnuð kona sem á framtíðina fyrir sér í stjórnmálum. Við þurfum svona manneskju til að vekja fólk upp af værum blundi eins og þú kemst að orði Guðfríður Lilja. Verð með ykkur í anda á pöllunum!! (Einn af hinum fjölmörgu sófa mótmælendum).

Anna Karlsdóttir, 10.10.2007 kl. 14:18

3 identicon

hlustaði á fundinn sem var í kvöld í ráðhúsinu.  Svandís er frábær stjórnmálamaður og hetja hreint og beint.

jonas (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 19:30

4 Smámynd: Ásta Steingerður Geirsdóttir

Mig langar að taka undir þau orð hér að undan um hana Svandísi. Við erum afskaplega lánsöm að hafa hana þarna í ljónagryfjunni. Hún kann að bíta frá sér og heldur vöku þegar réttlætið er fótum troðið. Það er barasta unun að hlusta á þessa konu og ég er mjög stolt af henni. Hún hefur svo mikla útgeislun og snerpu, ekkert tafs eða tuð heldur kemur hún beint að efninu og talar mál sem við skiljum. Hún sannarlega vekur mann af þrnirósarsvefninum sem sem svo auðvelt er að falla í. Hún er vinstri græn eins og Guðfríður bendir réttilega á. 

Ásta Steingerður Geirsdóttir, 10.10.2007 kl. 19:43

5 identicon

Félagar! 

Byltingu nú!  Ekki verður lengur við það unað að auðlindum þjóðarinnar sé stolið!  Fiskimiðunum, kvótanum, orkunni! Vér megum ei skjálfa hrædd þó ótal þúsund örvabroddar glitri! Nei - látum heldur sverfa til stáls, og tökum okkur Rauða herinn til fyrirmyndar og minnumst þess þegar hann rústaði Berlín og frelsaði borgina: http://youtube.com/watch?v=Arivw0qXfxQ

Byltingarvörðurinn (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 06:09

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er EKKI leiðinlegt að vera VG þessa dagana.  Hm.. reyndar hefur það alltaf verið ákaflega skemmtilegt

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.10.2007 kl. 08:41

7 Smámynd: Johnny Bravo

Hvar við værum, væntalega á sama stað án þess að hafa allt þetta fjaðrafok yfir annars ágætum viðskiptum OR, sem eiga nú 10milljarða í geggjuðu fyrirtæki sem ætlar að make´a það feitt

Johnny Bravo, 11.10.2007 kl. 11:03

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég held að fari best á að fólk spari við sig að hlaða Svandísi Svavardóttur lofi, ég er ekki viss um að hún standi undir slíku þegar upp verður staðið. Ég hlustaði á Svandísi halda ræðu sína á borgarstjórnarfundinum í gær og hreifst ekki. Mér fannst hún líkjast einna helst taugaveikluðum presti í predikunarstól. Að hún minnti mig á taugaveiklaðan klerk var þó ekki það sem vakti aðalega athygli mína, heldur hitt að ég fékk sterklega á tilfinninguna að eitthvað merkilegt sé að gerast á bak við tjöldin; eitthvað sem er svo viðkvæmt að almenningur skilur það ekki. Eða hvernig ber að túlka það, að Svandís varði nánast öllum ræðutíma sínum í að andskotast á Vilhjálmi borgarstjóra og Hauki Leóssyni, en lét Björn Inga og frjálshyggjuæskuna í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna?  

Jóhannes Ragnarsson, 11.10.2007 kl. 12:23

9 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Svandís stendur alveg undir þessu lofi. Punktur.

Laufey Ólafsdóttir, 13.10.2007 kl. 21:24

10 identicon

Svandís er bara stórkostleg.

Bestu kveðjurJón Þórarinsson

Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 04:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband