Að láta sér bregða

Langamma mín giftist nauðug. Tvennt var það sem henni brá verst við um ævidagana:

þegar hún sá auga sitt, sem hún hafði óvart stungið úr sér með skærum, koma ofan í kjöltu sína,

og þegar Jón langafi minn bað hennar.

Málfríður Einarsdóttir í "Samastaður í tilverunni".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Mikið erum við heppin að hún hafi fengið bónorð frá Jóni langafa. Annars værir þú ekki til mín kæra.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 29.9.2007 kl. 19:45

2 Smámynd: Kolgrima

Var þetta langamma þín? Eða Málfríðar?

Kolgrima, 30.9.2007 kl. 01:20

3 Smámynd: Anna Sigga

Vá! Úff! Spes! Flott en ég er samt ekkert að skilja

Anna Sigga, 2.10.2007 kl. 11:06

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Amma elskaði afa og afi dó úr sorg þegar amma Ólína dó

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 9.10.2007 kl. 01:04

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Svona voru tímar þeir sem forfeður og formæður lifðu. Fólk horfði á börnin sín verslast upp úr næringarleysi. Svo vitum við að kynferðilega misnotkun viðgengst í einhverjum tilfellum.

 En Málfríður orðar þetta snyrtilega og ber bónorðið saman við það að missa auga.  Það er alls ekki fráleitt, enda bað maðurinn um hönd hennar.

Jón Halldór Guðmundsson, 11.10.2007 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband