Hann á afmæli í dag, þ.e. í gær, ha?

Þessi mánudagur fer illa í mig svo ég ætla að láta eins og það sé sunnudagur. Er alltaf með nýjustu fréttir:

Skemmtilegt viðtal við Katrínu Jakobsdóttur í Mogganum í dag. Kata er eins og allir vita varaformaður  VG, frábær manneskja og glæsilegur nýr þingmaður. Óheyrilega dugleg, klár, skemmtileg, réttsýn og...

Nóg um það, lesið viðtalið.

Við Kata eigum greinilega sameiginlega dulda þrá sem ég vissi ekki af fyrr en nú: okkur langar báðum til að skrifa glæpasögu. Athyglisverð hugmynd að myrða fólk á leiðinlegum fundum og finna morðingjann - ætla að prófa. Fléttumeistarar láta til sín taka.

Svo verð ég að fá að óska formannil Taflfélagsins Hellis, Gunnari Björnssyni, hjartanlega til hamingju með afmælið. Hann er fertugur í dag (þ.e.a.s. í gær) og hélt upp á það í gær (þ.e.a.s. í fyrradag - er þetta ruglingslegt?) í flottri veislu.

Gunni er líka frábær náungi og hefur afrekað ótal margt í skákheimum sem víðar... leitt Helli til Íslandsmeistaraitilsins oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, staðið fyrir feikiöflugu uppbyggingastarfi, bryddað upp á alls kyns nýjungum og alþjólegum keppnum, verið eftirsóttur liðsstjóri landsliðsins, og áfram mætti lengi telja... svona félagsmálatröll eru vandfundin enda fékk hann Afmælisbikar úr gulli. Gunni er annars þekktur fyrir að vera maðurinn með hláturinn.

Gunnar ætti hins vegar eindregið að benda vinum sínum á að halda sér við skákborðið og láta gott heita á sviði sönglistarinnar. Skákkappar tóku sig til í afmælinu og upphófu einhvern þann hlægilegasta söng sem ég hef heyrt. Stundum bara stundum er vilji ekki allt sem þarf.

Þetta var sem sagt stór hópur manna að syngja saman hver með sínu nefi til heiðurs Gunnari - að skákmanna sið (sem eins og allir vita eru óforbetranlegir einstaklingshyggjumenn og halda allir með tölu að þeir hafi rétt fyrir sér og aðrir rangt skv. skilgreiningu = hver með sitt háværa nef í söng). En þótt vilji sé stundum ekki allt sem þarf er kannski óhætt að taka viljann fyrir verkið - þetta var óborganlegt atriði.

Hér er mynd af okkur Gunna á nýliðinni góðri stund fyrir vestan. Eins og sést á myndinni er maðurinn með afburðum gæðalegur, en hann tekur sig líka vel út með meðlimum hljómsveitarinnar Queen. Til hamingju með afmælið Gamli Garmur! Ætla að gefa þér í afmælisgjöf þriðjudag sem kemur beint á eftir sunnudegi, ekkert mánudagur- til-mæðu-rugl.

IMG_1188


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband