Höfuðandstæðingurinn horfinn, hamingjan tekin við

einn a munninn 

Völdin kæta.

Ég hef ekki séð forystusveit Samfylkingarinnar jafn brosmilda, hlæjandi, glaða og hamingjusama í fleiri, fleiri ár. Það er gott að sjá glatt fólk þar sem innileikinn og hlýjan er við völd.

Ef völdin kæta svona ógurlega, sama hvað þau hafa í för með sér, og fá okkur til að kyssast, brosa, hlæja, faðmast, gleðjast og gleyma, gleyma oft á dag -

ætli sé þá ráð að dreifa þeim sem allra víðast út í samfélagið?

Það væri gaman að labba niður Laugaveginn og sjá okkur öll faðmast og kyssast og hlæja af gleði yfir meiri völdum. Okkur litla fólkið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Ég veit ekki hvað það er en mér verður hálf ómótt af þessri mynd, kannski er það þessi ómælda hamingja, kannski. Fyrst þegar ég sá hina myndina, hélt ég að Geir og Ingibjörg væru í e-m Evrópskum kossaleik en það getur ekki verið. ;)

Anna Sigga, 26.5.2007 kl. 15:16

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég öfunda þau ekki af þeim verkefnum sem liggja fyrir...vonandi verður tekið á þeim??????????????????

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.5.2007 kl. 17:10

3 identicon

Berin voru súr

Alfreð Jónsson (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 18:30

4 Smámynd: arnar valgeirsson

æi, leyfum þeim aðeins að vanga í smá stund og eiga sínar gleðistundir. Þú veist að ef maður krækir ekki í sætustu stelpuna á ballinu þá er önnur sem gerir sama gagn. Svo vakna þau upp við vondan draum bráðum og sjá að þetta er ekki að ganga. vonandi skilja þau ekki eftir sviðna jörð... en verða jú væntanlega búin að einkavæða heilbrigðisþjónustuna og leggja niður íbúðalánasjóð svo þú hafir nú ærin verkefni þegar tekið verður yfir...

arnar valgeirsson, 26.5.2007 kl. 20:05

5 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Það sem er verst í þessu er það að VG komst ekki í röðina.

Ég vona að VG beri nú gæfu til að finna nýja forustu, undir stjórn kvenna.  Það eru miklar talentur í ykkar forustu sveit

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 26.5.2007 kl. 20:22

6 Smámynd: Einar Örn Gíslason

Hvaða hvaða, eftir nokkur ár í pólitík eru allir tilbúnir að selja virðinguna á sanngjörðu verði

Einar Örn Gíslason, 26.5.2007 kl. 21:36

7 identicon

Hvaða hvaða?

Hvað er að því að vera hamingjusamur? Af hverju má fólk ekki kyssast þegar það hittist?
Það er nú í mikið góðu lagi að vera ósáttur við nýja stjórn. En það er enginn ástæða til að bölsóttast útí hamingju og kossaflens. Þvert á móti ættu sem flestir að vera hamingjusamir, og fólk mætti kyssast mikið oftar.

Góðar stundir 

Sigurjón Njarðarson (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 23:36

8 Smámynd: Kristján Pétursson

Ertu nú ekki Guðfíður Lilja að sjá sjálfa þig í hyllingum þegar þú sérð glatt fólk ríkisstjórnarinnar,það munaði svo litlu  að VR kæmust í gleðina með íhaldinu.

Kristján Pétursson, 27.5.2007 kl. 00:02

9 identicon

Síðan hvenær var bannað að fagna tímamótum, sigri og bjartri framtíð.

Gaman að hafa völd: http://mbl.is/mm/myndasafn/img/175/400x400/MBL0099832.jpg 

Vignir Már Lýðsson (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 00:49

10 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mikið er nú fallegt að sjá einlæga gleðina á andlitum hjáleigufólksins á myndinni yfir að vera komið í vinnumennsku á höfuðbólinu. Nú er bara að vona, að húsbændurnir selji ekki hið glaða hjáleigufólk í ánauð vondra verka á auðvaldsakrinum - en hjáleigufólkinu er kanske alveg sama um það af því að það er svo gott að vera í liði með húsbændunum, annað eins hefur nú gerst.

Jóhannes Ragnarsson, 27.5.2007 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband