Miðvikudagur, 16. maí 2007
Lömbin jarma
Ég er að reyna að bisa við að samþykkja bloggvini en það tekst ekki. Hefur ekki tekist í margar vikur. Eitthvað að tölvunni sem ég verð að láta laga nú þegar stundir losna. Nefni þetta bara til að láta vita.
Var að koma úr sauðburði fyrir austan fjall. Dáðist að skínandi tindum Heklu, heyrði niðinn í Þjórsá og sá lömb koma í heiminn. Hvílíkur munaður. Þurfti ekki að hlusta á neina síbylju aðra en beljandi fljótið og jarmið í fjárhúsunum. Einhver gæti kallað þetta dæmalausa hamingju.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Stjórnmál
- Múrinn
- Stefnumótavefur
- Fréttir frá mínu landi
- Tilgangsleysi allra hluta
- VG Heimavöllurinn
- Ganga í VG
- Morgunpósturinn VG
- Steinunn Þóra Árnadóttir
- Steinar Harðarson
- Ólafur Arason
- Kristín Tómasdóttir
- Kári Páll Óskarsson
- Katrín Jakobsdóttir
- Emil Hjörvar Petersen
- Elías Halldór Ágústsson
- Benedikt Kristjánsson
- Álfheiður Ingadóttir
- Gestur Svavarsson
- Friðrik Atlason
- Kristján Hreinsson
- Jóhann Björnsson
- Andrea Ólafsdóttir
- Paul F. Nikolov
- Auður Lilja Erlingsdóttir
- Mireya Samper
- Ólafur Þór Gunnarsson Oddviti VG í Kópavogi
- Kolbrún Halldórsdóttir
- Ögmundur Jónasson
- Svandís Svavarsdóttir
- Árni Þór Sigurðsson
Skák
- Fréttasíða skákmanna
- Skákfélagið Hrókurinn
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Taflfélagið Hellir Félagið mitt! Sterkt og skemmtilegt!
- Kátu biskuparnir
- Skákdeild Hauka
- Taflfélag Garðarbæjar
- Skákdeild Fjölnis Vaxtarsproti í Grafarvogi
- Taflfélag Reykjavíkur Elsta skákfélag á Íslandi
- Skáksambandið
Vítt og breitt um Netheima
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Spurt er
Viltu bjarga ísbirninum?
Já 66.6%
Nei 23.6%
Hlutlaus 9.8%
407 hafa svarað
Myndaalbúm
Bloggvinir
- hugsadu
- andreaolafs
- soley
- arnith
- almal
- hlynurh
- heida
- tulugaq
- halla-ksi
- sasudurnesjum
- truno
- bryndisisfold
- gunnarb
- dofri
- ingibjorgelsa
- bingi
- eyglohardar
- eirikurbergmann
- hux
- annabjo
- hrannarb
- bjarnihardar
- salvor
- ugla
- sms
- hrafnaspark
- agny
- olafurfa
- sveinnhj
- x-bitinn
- eyjapeyji
- palinaerna
- vefritid
- -valur-oskarsson
- kiddip
- aring
- heimsborgari
- nonniblogg
- poppoli
- feministi
- ingibjorgstefans
- margretloa
- laugatun
- freedomfries
- trukona
- ingo
- snorrason
- begga
- svartfugl
- konukind
- kolgrima
- idda
- konur
- tharfagreinir
- killerjoe
- tidarandinn
- kosningar
- id
- disill
- jensgud
- don
- saedis
- valdiher
- bardurih
- arogsid
- ktomm
- veigar
- bullarinn
- ipanama
- fletcher
- laugardalur
- partners
- joiragnars
- lauola
- kiddirokk
- heiddal
- lundi
- thelmaasdisar
- zunzilla
- hannesjonsson
- baddinn
- ingolfurasgeirjohannesson
- jonthorolafsson
- paul
- ottarfelix
- skarfur
- thjalfi
- bajo
- prakkarinn
- elinora
- palmig
- thoragud
- doriborg
- killjoker
- bleikaeldingin
- bet
- handsprengja
- eggmann
- lost
- vitinn
- thoraasg
- bitill
- vestfirdir
- olimikka
- gunz
- hallasigny
- ulfarsson
- hosmagi
- kiddih
- alfheidur
- leifurl
- bergruniris
- valgerdurhalldorsdottir
- hrafnhildurolof
- mariakr
- hildurhelgas
- sunnaros
- oskvil
- coke
- danielhaukur
- baldurkr
- ansiva
- bjarkey
- ormurormur
- perlaheim
- einarolafsson
- lks
- steinunnolina
- ellasprella
- kerchner
- kaffi
- bjargandiislandi
- reynirantonsson
- organisti
- ver-mordingjar
- hlodver
- mosi
- heidistrand
- brylli
- sverdkottur
- jam
- skallinn
- bergthora
- saethorhelgi
- gbo
- ingabesta
- larahanna
- opinbera
- valsarinn
- malacai
- laufeywaage
- unglingaskak
- isleifure
- siggiholmar
- lindagisla
- mogga
- sigvardur
- gilsneggerz
- glamor
- laufabraud
- kjarrip
- landvernd
- bestiheimi
- kristbjorg
- rjo
- hannibalskvida
- klarak
- perlaoghvolparnir
- hvitiriddarinn
- fjola
- valgeirb
- runarsv
- himmalingur
- manisvans
- gullilitli
- sigurdursig
- mal214
- leitandinn
- cakedecoideas
- hreinsamviska
- kreppan
- adhdblogg
- gerdurpalma112
- eythora
Athugasemdir
Gott að komast úr bænum eftir allt þetta at, þú ert búin að standa þig geysilega vel (ég er ekkert undrandi) og þettra með bloggvinina leysist ábyggilega fljótt.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 16.5.2007 kl. 22:12
Elskuleg!
Þú ert bara perla og ég hefði viljað sjá þig á alþingi, í það minnsta.
Nú fer ég norður í sauðburð því ég og maðurinn minn erum sveitavargar. Ég lít til baka yfir allt umstangið og hugsa.............. So what?
Gangi þér vel, ég var líka einu sinni meistari í skák.
þín jónína
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 23:53
Elskuleg!
Þú ert bar perla og ég hefði viljað sjá þig á alþingi í það minnsta.
Nú fer ég norður í sauðburð því ég og maðurinn minn erum sveitavargar. Ég lít til baka yfir allt umstangið og hugsa So what?
Gangi þér vel, ég var líka einu sinni meistari í skák.
þín jónína
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 23:55
Kæra flokkssystir. Það eru fleiri að kvarta undan því að geta ekki samþykkt bloggvini. Það kemur "error on page". Ýtttu þá aftur og þá hefst það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2007 kl. 23:59
við erum öll vinir, í bloggi sem og annarsstaðar. Þarf ekkert formlegt samþykki. vona að batteríin séu fullhlaðin eftir sveitina og þú sért tilbúin í gluggapóst og önnur stórverkefni.... kv, AV
arnar valgeirsson, 17.5.2007 kl. 10:43
Já þetta hefur margkomið fyrir hjá mér. Stundum hef ég bara sent ósk til baka um að viðkomandi samþykki mig.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.5.2007 kl. 12:03
Sæl Guðfríður,
Ég hef áhuga á umræðu um femínisma og hef í því skyni sett fram nokkrar spurning á bloggsíðunni minni og vonast til að femínistar láti til sín taka.
Ég set hérna vísun á greinina þar sem bloggvinaleiðin er ekki fær núna.
http://widar.blog.is/blog/widar/entry/213078/
Helgi Viðar Hilmarsson, 17.5.2007 kl. 12:05
Ég kvartaði í bloggi um daginn undan sama vandamáli. Dag eftir dag reyndi ég án árangurs að samþykkja bloggvini. Ásthildur Cesil benti mér á að smella þá bara á viðkomandi til baka. Og mikið rétt. Við það ganga hlutir saman.
Jens Guð, 17.5.2007 kl. 15:04
Hamingja er réttnefni yfir það Vonandi eigum við eftir að heyra niðinn í Þjórsjá um ókomin ár!
Báran, 17.5.2007 kl. 17:49
já skil sveitin er góð og lambakjöti er best
Gunnlaugur Halldórsson (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 22:00
Sæl og blessuð
Hef einmitt verið að reyna að fá þig til að samþykkja mig sem bloggvin. Hélt kannski að þú vildir mig ekki. Gaman væri ef þetta tækist nú.
Guðrún Olga Clausen, 18.5.2007 kl. 17:43
Ég er ekki búinn að móttaka vorið,fyrr en ég hef farið í sveitina og handleikið lömbin.Vorboðarnir eru út um allt,við verðum að gefa þeim gott rými í sálinni.Gefið ykkur alltaf tíma að fara með börnin í sveitina,þau búa að því alla æfi.þá reynslu hef ég eftir að hafa alist upp í Skagafirði,þar sem tign fjallanna fléttast saman til landsins og hin stórbrotna fegurð eyjanna úti á firðinum Drangey og Málmey,eru hinir traustu útverðir sveitarinnar við sjóndeildarhring.
Kristján Pétursson, 19.5.2007 kl. 00:11
Og svo er hér vísa úr sveitinni okkar Kristjáns P. Hún er eftir Sigurð Guðmundsson hreppstjóra á Heiði í Gönguskörðum, mikinn merkismann sem er einn af höfundum Heiðarættar og Veðramótsættar. það er alveg magnað fólk, duglegt, stórgáfað og auðvitað meingallað líka.
Lömbin skoppa hátt með hopp
Hugar-sloppin meinum,
bera snoppu að blómsturstopp,
blöðin kroppa af greinum.
Sumarkveðja frá einum Frjálslyndum. Við erum bestu grey inn við beinið.
Árni Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 21:22
Sæl Guðfríður Lilja. Mig langar að þakka þér fyrir frábæra viðkynningu í nýafstaðinni kosningabaráttu. Þú ert mjög elskuleg ung kona og átt eftir að gera góða hluti í lífinu. Ég vona að þú sért sátt við guð og menn, eins og ég sjálf. Þá verður maður hamingjusamur og fær um að að njóta þess sem er allt í kringum okkur eins og mér sýnist þú vera að gera með því að horfa á fegurð fjallanna og litlu lömbin leika sér. Þú átt leikinn bara spurning hvar þú spilar.
Kolbrún Stefánsdóttir, 20.5.2007 kl. 21:59
Hvernig finnst þér SF og Sjálfst.fl. saman?
Kær kveðja
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.5.2007 kl. 02:38
Hæ!
Ég sakna þess að komast austur að bökkum Þjórsár minnar. Gott að þú naust hennar á meðan :) Hefði viljað sjá þig á þingi.
Knús
Gulli
Guðlaugur Kristmundsson, 23.5.2007 kl. 17:08
Sæl Guðfríður. Ég þekki þetta allt saman vel, enda bóndi sjálfur. Reyndar ekki við Þjórsá, heldur fyrir norðan,í Þingeyjarsýslu. Verst hvað veðrið er ömulegt, slydda og köld norðan-átt. Þú mátt kíkja í mín fjárhús við tækifæri. Takk fyrir síðast. Hermann. (Skákfélagið Goðinn)
Hermann Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.