Fer sannleikurinn í frí?

Það er frískandi að heyra fólk segja sannleikann. Það gerist kannski ekkert alltof oft. Það gerist alveg sérstaklega sjaldan þegar voldug hagsmunaöfl eru allt um kring og fólk gerir sér grein fyrir að það er þægilegra að þegja heldur en að tala.

Mér hefur fundist gott að heyra Þorstein Njálsson yfirlækni á Kárahnjúkum tala þegar hann hefur komið í fréttum. Maður finnur svo sterkt hvað honum er gjörsamlega misboðið. 

Það eru ekki allir sem þora að segja frá hlutunum eins og þeir eru. Svo eru enn aðrir sem vilja það ekki. Og enn aðrir sem reyna að villa um fyrir fólki.

Í sjónvarpsfréttum á fimmtudagskvöld sagði Þorsteinn frá ósvífni fyrirtækisins Impregilo og vonaði að þetta segði kannski landsmönnum hvað við væri að etja. Hafa landsmenn vaknað?

Þorsteinn var spurður hvort hann íhugaði að hætta við Kárahnjúka og svaraði "Og skilja þessa verkamenn eftir eina í höndunum á þessum mönnum? Nei."

Þegar upphaflega var gerður samningur við Impregilo var ítrekað varað við því. Saga Impregilo um allan heim sýndi einfaldlega svo ekki varð um villst að svo ósvífna og harðsvíraða starfshætti og framgöngu vildum við ekki hingað til lands. Þingmenn Vinstrigrænna bentu ítrekað á þetta í ræðu og riti.

Ég las það svo í framhjáhlaupi í Mogganum í viðtali við landlækni í morgun að Þorsteinn Njálsson sé "farinn í frí frá Kárahnjúkum."

Það stakk mig. Vonandi hefur hann ekki farið í of langt frí. Verkamennirnir fyrir austan þurfa á manni að halda sem segir sannleikann þrátt fyrir þrýsting og stendur með þeim.

Sannleikurinn má ekki fara í frí í þessu máli þótt voldug hagsmunaöfl vilji einmitt það. "PR-Cover-Up" hefur það iðulega að markmiði að verja volduga hagsmuni og reyna að láta hlutina líta betur út en þeir gera í raun. Þá reynir nú einmitt á alvöru frjálsa fjölmiðla sem rannsaka málin í kjölinn.

Hér er Baggalútur með sinn PR-spuna á málinu. Ætli þeir verði ráðnir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Impregilo bauð 40 % lægra en næsti bjóðandi. Svo heppilega vildi til að það var rétt undir kostnaðaráætlun Landsvirkjunar.  Það varð jú að sýna Alþingi og borgarstjórn arðsemismat sem stæðist á pappírnum.

Pétur Þorleifsson , 28.4.2007 kl. 17:02

2 identicon

Sæl Guðfríður Lilja

Spyrja má, hvar eru verkalýðsfélögin?  Þurfa þau ekki að standa vörð um hag, heilsu og réttindi starfsmanna?  Þurfa þau ekki að tryggja að unnið sé eftir settum reglum? 

Kveðja Tryggvi L. Skjaldarson

Tryggvi L. Skjaldarson (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 17:57

3 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Impregilo er frægt um allan heim fyrir svona hluti þannig að við þessu var að búast. Þorsteinn Njálsson er greinilega alvöru maður.

Georg P Sveinbjörnsson, 28.4.2007 kl. 22:24

4 Smámynd: Pétur Þorleifsson

"Ástæða þess að senda þurfti manninn til Póllands segir Þorsteinn vera þá að starfsmenn séu hér á eigin tryggingum og rannsókn á meinum mannsins hérlendis hefði verið honum mjög dýr." Getur einhver fróður skýrt þetta frekar út ?

Pétur Þorleifsson , 28.4.2007 kl. 22:37

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já Pétur, HVAÐ ÞÝÐIR ÞETTA?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.4.2007 kl. 04:41

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Mér finnst verkalýðsfélögin hafa verið afburða slöpp í þessum málum.Það líða fleiri vikur frá því að fyrst varð vart við eitrað loft og hreinlætisaðstaða lítil sem engin.Getur verið að þessu sinnuleysi valdi,að hér var um að ræða einungis útlendinga.Þetta þarf að rannsaka skipulega,við meigum aldrei sætta okkur við neitt þessu líkt.

Kristján Pétursson, 29.4.2007 kl. 18:02

7 Smámynd: arnar valgeirsson

Þorsteinn sagði einmitt í viðtali að hann myndi ekki vilja að nokkur sem honum þætti vænt um myndi fara þarna austur í vinnu. það er greinilega ekki allt í gúddí þarna og átti maður nú svosem ekkert sérstaklega von á því. En flottur pistill hjá þér, Lilja, og reyndar nokkuð góður hjá baggalútum líka!

arnar valgeirsson, 30.4.2007 kl. 18:15

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

BÍÐ SPENNT EFTIR FRAMHALDI HJÁ LANDLÆKNI???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.4.2007 kl. 22:20

9 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Ætli það að "starfsmenn séu hér á eigin tryggingum" þýði að þeir séu skilgreindir sem verktakar en ekki launþegar ? Trúnaðarmaðurinn sé því ekki trúnaðarmaður þeirra ?

Pétur Þorleifsson , 1.5.2007 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband