Fimmtudagur, 26. apríl 2007
Lukkunnar velstand
Ég hef varla undan því að vera rekin í rogastans þessa dagana.
Í gærkvöldi var í fréttum talað við erlendan starfsmann Impregilo við Kárahnjúkavirkjun. Hann hafði hugrekki til að lýsa aðstæðum, ekki veit ég hvort honum verður refsað fyrir það. Aðstæður eru gjörsamlega óboðlegar.
Eins og flestir vita hefur starfsfólk orðið fárveikt að undanförnu vegna loftmengunar, matareitrunar, aðstöðuleysis og ömurlegs aðbúnaðar í aðrennslisgöngum virkjunarinnar. Það er með ólíkindum að Impregilo skuli bregðast við því með að fara í vörn og gera lítið úr þeim heilsuspillandi aðstæðum sem fólki er þarna boðið upp á.
Mengun og útblástursefni frá dísilknúnum vinnuvélum geta verið stórhættuleg heilsu fólks. Köfnunarefnisdíoxíð, brennisteinsdíoxíð og kolmónoxíð eru vinnufélagar verkamanna í aðrennslisgöngunum.
Maðurinn sem talað var við í gær sagði m.a. "þessi reykur á vinnustað er eitraður og ég á erfitt með að ná andanum."
Þetta var fyrsta fréttin í gærkvöldi. Önnur fréttin var um afneitun á hjónabandi samkynhneigðra.
Ísland árið 2007. Þar er allt í lukkunnar velstandi.
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:11 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tenglar
Stjórnmál
- Múrinn
- Stefnumótavefur
- Fréttir frá mínu landi
- Tilgangsleysi allra hluta
- VG Heimavöllurinn
- Ganga í VG
- Morgunpósturinn VG
- Steinunn Þóra Árnadóttir
- Steinar Harðarson
- Ólafur Arason
- Kristín Tómasdóttir
- Kári Páll Óskarsson
- Katrín Jakobsdóttir
- Emil Hjörvar Petersen
- Elías Halldór Ágústsson
- Benedikt Kristjánsson
- Álfheiður Ingadóttir
- Gestur Svavarsson
- Friðrik Atlason
- Kristján Hreinsson
- Jóhann Björnsson
- Andrea Ólafsdóttir
- Paul F. Nikolov
- Auður Lilja Erlingsdóttir
- Mireya Samper
- Ólafur Þór Gunnarsson Oddviti VG í Kópavogi
- Kolbrún Halldórsdóttir
- Ögmundur Jónasson
- Svandís Svavarsdóttir
- Árni Þór Sigurðsson
Skák
- Fréttasíða skákmanna
- Skákfélagið Hrókurinn
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Taflfélagið Hellir Félagið mitt! Sterkt og skemmtilegt!
- Kátu biskuparnir
- Skákdeild Hauka
- Taflfélag Garðarbæjar
- Skákdeild Fjölnis Vaxtarsproti í Grafarvogi
- Taflfélag Reykjavíkur Elsta skákfélag á Íslandi
- Skáksambandið
Vítt og breitt um Netheima
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Spurt er
Myndaalbúm
Bloggvinir
- hugsadu
- andreaolafs
- soley
- arnith
- almal
- hlynurh
- heida
- tulugaq
- halla-ksi
- sasudurnesjum
- truno
- bryndisisfold
- gunnarb
- dofri
- ingibjorgelsa
- bingi
- eyglohardar
- eirikurbergmann
- hux
- annabjo
- hrannarb
- bjarnihardar
- salvor
- ugla
- sms
- hrafnaspark
- agny
- olafurfa
- sveinnhj
- x-bitinn
- eyjapeyji
- palinaerna
- vefritid
- -valur-oskarsson
- kiddip
- aring
- heimsborgari
- nonniblogg
- poppoli
- feministi
- ingibjorgstefans
- margretloa
- laugatun
- freedomfries
- trukona
- ingo
- snorrason
- begga
- svartfugl
- konukind
- kolgrima
- idda
- konur
- tharfagreinir
- killerjoe
- tidarandinn
- kosningar
- id
- disill
- jensgud
- don
- saedis
- valdiher
- bardurih
- arogsid
- ktomm
- veigar
- bullarinn
- ipanama
- fletcher
- laugardalur
- partners
- joiragnars
- lauola
- kiddirokk
- heiddal
- lundi
- thelmaasdisar
- zunzilla
- hannesjonsson
- baddinn
- ingolfurasgeirjohannesson
- jonthorolafsson
- paul
- ottarfelix
- skarfur
- thjalfi
- bajo
- prakkarinn
- elinora
- palmig
- thoragud
- doriborg
- killjoker
- bleikaeldingin
- bet
- handsprengja
- eggmann
- lost
- vitinn
- thoraasg
- bitill
- vestfirdir
- olimikka
- gunz
- hallasigny
- ulfarsson
- hosmagi
- kiddih
- alfheidur
- leifurl
- bergruniris
- valgerdurhalldorsdottir
- hrafnhildurolof
- mariakr
- hildurhelgas
- sunnaros
- oskvil
- coke
- danielhaukur
- baldurkr
- ansiva
- bjarkey
- ormurormur
- perlaheim
- einarolafsson
- lks
- steinunnolina
- ellasprella
- kerchner
- kaffi
- bjargandiislandi
- reynirantonsson
- organisti
- ver-mordingjar
- hlodver
- mosi
- heidistrand
- brylli
- sverdkottur
- jam
- skallinn
- bergthora
- saethorhelgi
- gbo
- ingabesta
- larahanna
- opinbera
- valsarinn
- malacai
- laufeywaage
- unglingaskak
- isleifure
- siggiholmar
- lindagisla
- mogga
- sigvardur
- gilsneggerz
- glamor
- laufabraud
- kjarrip
- landvernd
- bestiheimi
- kristbjorg
- rjo
- hannibalskvida
- klarak
- perlaoghvolparnir
- hvitiriddarinn
- fjola
- valgeirb
- runarsv
- himmalingur
- manisvans
- gullilitli
- sigurdursig
- mal214
- leitandinn
- cakedecoideas
- hreinsamviska
- kreppan
- adhdblogg
- gerdurpalma112
- eythora
Athugasemdir
Ég skil ekki alveg. Þegar talsmenn okkar Fjálslyndra krefjast þess að réttindi fólks af erlendum uppruna séu tryggð heitir það innflytjendahatur. Ábendingar þeirra um stórkostlega misbeitingu vinnuveitenda þeirra vegna vanþekkingar þessa fólks á eigin réttindum eru að engu hafðar. Það er kallað útlendingahatur og kynþáttahyggja að benda á það sem allir sjá. Benda á það að "velferðarkerfi" okkar er ætlað að vernda okkar eigin réttindi, en svona hóflegt þrælahald er látið óátalið.
Ég man ekki til að hafa talsmenn þíns ágæta flokks taka undir þá kröfu okkar að aldrei megi stefna hingað útlendu fólki í neinum tilgangi nema ÖLL réttindi þessa fólks séu tryggð áður. Jafnframt sé það tryggt að þeim sé refsað sem leyfa sér að misnota neyð þessa fólks og vanburði til eigin varna.
Að öðru leyti gleðst ég yfir góðu gengi ykkar eins og nú eru horfur um.
Árni Gunnarsson, 26.4.2007 kl. 12:28
Fyndið hvað þeir sjálfhverfir í Frjálslynda eða Sjálflynda. Útlendingur kvartar yfir því að vera að kafna úr eiturgufum og þá eigum við að skammast okkar fyrir að hafa ekki hlustað á þá allan tímann, hrokinn er svo mikill að ég er að kafna ;/
Afsakaðu þessa athugasemd við athugasemdinna.
Að öðru leyti gleðst ég yfir því að frjálslyndir eru að hverfa eins og horfur eru um.
Brjánsi, 26.4.2007 kl. 14:08
"og þá eigum við að skammast okkar fyrir að hafa ekki hlustað á þá allan tímann"
Kannski þið ættuð að gera það Brjánsi en allavega fyrsta skrefið að viðurkenna að þíð hafið ekki hlustað fyrr en það hentar vegna kosninga
Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.4.2007 kl. 14:36
Fyrirgefðu ágæti frambjóðandi en hverju ert þú að ýja að. "...hafði hugrekki til að lýsa aðstæðum, ekki veit ég hvort honum verður refsað fyrir það".Ert þú með þessu að segja að mönnum hafi verið refsað fyrir að segja skoðanir sínar og eða koma fram opinberlega. Því ef svo er þá verður þú líka að standa við þær fullyrðingar en ekki bara að kasta einhverjum orðrómi fram og láta þar við sitja. Þú ert í framboði til Alþingis og villt væntanlega lát taka þig alvarlega.
Arnfinnur Bragason, 26.4.2007 kl. 14:47
Ég held að fólk ætti að bíða með yfirlýsingar þar til niðurstaða fæst í málinu. Ýmsar fullyrðingar hafa verið hafðar í frammi um ástandið á Kárahnjúkum, sem síðan hefur ekki reynst fótur fyrir. Vissulega hefur ýmislegu verið ábótavant þarna en ýmsu hefur líka verið logið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 26.4.2007 kl. 15:24
Svo mikið er víst að innflytjendastefna vinstri grænna snýst um réttindi fólks og virðingu fyrir því. Svo mikið er líka víst að hreyfing náttúruverndarsinna hefur verið ólöt við að benda á afleitar aðstæður verkafólks á vegum Impregilo. Og í sambandi við umhverfisverðlaun til Bechtel, sem reisir álverið, og af því ég hef verið öryggistrúnaðarmaður á mínum vinnustað, þá verður að viðurkenna að af því fyrirtæki má ýmislegt læra í öryggismálum á vinnustað þótt vera kunni að manni líki ekki allt annað í fari þess.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 26.4.2007 kl. 15:53
Ég byrjaði á að horfa á þetta...en var svo blöskrað að ég skipti yfir á aðra rás!
Pabbi var innflytjandi á Íslandi og ég elska hann, ekki vildi ég una honum slíkra aðstæðna!
Erum við íslendingar að verða "herraþjóð"? Ég spyr vegna þess að íslendingar þeir sem voru stoltir þegar ég var barn, hefðu ekki boðið NEINUM UPP Á SLÍKT!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.4.2007 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.