Rokkað í strætó með UVG

Ég held alveg hrikalega mikið upp á Ung Vinstri Græn. Finnst þau ferlega flott og skemmtileg.

Þau stóðu m.a. fyrir frábærum tónleikum í síðustu viku, útbúa skemmtilegustu barmmerki á Íslandi (heimatilbúin að sjálfsögðu, þori varla að segja frá sumum þeirra nýjustu, hitta beint í mark!) og þau eru róttæk inn að beini, víðsýn og framsækin. Flott ungt fólk! Það er gaman að kynnast því hvað unga kynslóðin er öflug innan VG og virk í öllu málefnastarfinu. Við hin eldri getum mikið af þeim lært...

Nú voru Ung Vinstri Græn í Reykjavík sem sagt að bjóða borgarfulltrúum frítt í strætó. Þau bjóða einnig upp á leiðbeiningar um hvernig komast megi milli staða sem og ókeypis kennsluferð í strætó. Mæli með ferð með þeim -  skemmtilegur félagsskapur sem léttir lund, gjaldfrjáls. 


mbl.is Gefa borgarfulltrúum strætómiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

heyr heyr...

Birgitta Jónsdóttir, 24.4.2007 kl. 12:37

2 identicon

Ég þakka kærlega hrósið, Lilja. Okkur er líka mjög hlýtt hugsað til þín :D

Brynja Björg Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 13:53

3 identicon

Frábært hjá þeim að kynna strætó. Ég hef keyrt strætó í reykjavík, þegar það hét svr og það var yndisleg flóra af fólki sem notfærði sig strætó, enn samt ekki nóg.

http://villimadurinn.bloggar.is/ (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 17:39

4 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Frábært hjá þeim

Sædís Ósk Harðardóttir, 24.4.2007 kl. 23:31

5 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Úff, ég held að mér veitti ekkert af kennsluferð í strætó... geri ekki annað en að villast eftir að kerfinu var rústað, öllum númerum breytt og bílstjórarnir vita varla hvert þeir eru að fara. Ég legg til að kerfið verði endurskoðað og fólk sem tekur strætó látið hafa þar hönd í bagga en ekki eitthvað jeppafólk og erlendir fræðingar. Það ætti að skikka borgarfulltrúa til að taka strætó, ekki bara í einn dag, heldur í a.m.k. mánuð svo þeir sem ekki vita hvernig kerfið virkar fái að kynnast því og vanköntum þess.

Kær kveðja, einn fúll strætónotandi.

Laufey Ólafsdóttir, 24.4.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband