Morð á Harvard

Fréttirnar af fjöldamorðunum í háskólanum í Virginíu rifjaði upp fyrir mér hörmulegt atvik sem átti sér stað þegar ég var í háskólanámi í Bandaríkjunum. Þetta var árið 1995 ef ég man rétt fyrir 12 árum síðan.

Samnemandi okkar frá Eþíópíu, Sinedu Tadesse, réðst einn góðan veðurdag og að því er virtist gjörsamlega upp úr þurru að herbergisfélaga sínum, hinni víetnömsku Trang Ho, og stakk hana til dauða 45 sinnum með veiðihníf. Eftir morðið fór Sinedu inn á baðherbergi og hengdi sig.

Hin myrta, Trang Ho, var ótrúleg manneskja - og án efa var morðinginn það líka. Trang var um 13 ára gömul þegar hún kom til Ameríku og var ásamt föður sínum og systur ein af ólöglega "flekaflóttafólkinu" - ein þeirra sem komst lífs af eftir hættufarir á sjónum á leiðinni til betra lífs. Á undraskömmum tíma tileinkaði Trang sér ensku og skaraði fram úr í námi og öðru því sem hún tók sér fyrir hendur - breyttist úr ólöglegum víetnömskum innflytjanda í bandaríska námsstúlku við Harvard. Hún sinnti alls kyns sjálfboðaliðsstörfum fyrir annað flóttafólk og allir báru henni vel söguna. Draumur fjölskyldunnar var að verða að veruleika.

Trang var ekki myrt með byssu, en ef Sinedu hefði haft byssu í því andlega ástandi sem hún var í þegar þessi harmleikur átti sér stað, þá má vel vera að fleiri hefðu fallið í valinn.

En hvað segja Bandaríkjamenn sem eru fylgjandi frelsi í byssueignum þegar maður gagnrýnir skotvopnaeignina? Jú, að þeir líði ekki slíka forræðishyggju. Fólk drepi, ekki byssur.

Raunin er auðvitað sú að byssueign Bandaríkjamanna er klassískt dæmi um sérhagsmuni sem vaða uppi á kostnað almannahagsmuna. Hagsmunasamtök byssueigeinda eru gríðarlega valdamikil og byssulöggjöfin hvílir ekki á neinu lengur nema skýrum sérhagsmunum sem öll þjóðin fær reglulega að kenna á. Með liðsinni fjármagns og fjölmiðla eiga sérhagsmunirnir hins vegar ótrúlega auðvelt með að telja fólki trú um að það sé brot á mannréttindum og frelsi að fá ekki auðveldlega að kaupa sér byssu. Dæmi hver fyrir sig.


mbl.is Fjölskylda morðingjans bjó við þröngan kost í Suður-Kóreu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta rugl í mér eða eru svona hlutir bara að gerast í USA?

Ég heyri aldrei um neitt þessu líkt neinstaðar annastaðar, sem ef rétt er vekur spurningar um hvað sé að gerast í samfélaginu þarna úti.

Eru kröfur um óbrigðulli, árangur og getu orðin þannig að þeir sem ekki sjá frammá að geta orðið að einhverjum sérstökum, gefa lífið hreinlega uppá bátinn?

Í Kanada er byssueign almennari (þótt ótrúlegt sé)en í bandaríkjunum, samt sýnir tölfræðin engin tengsl á morðum á milli þessara  tveggja staða.

Ég stunda skotfimi í viðurkenndu íþróttaskotfélagi og geri það reglulega, og er þónokkuð stoltur af, en eftir svona hörmulega atburði er ég oft neyddur til að réttlæta og færa rök fyrir íþrótt minni fyrir framan fólk sem hefur myndað sér skoðun á því sem ég geri  án þess að vita hverju það er að vera á móti.  Skotfimi er Ólympísk keppnisgrein. ( þú hefðir eflaust gaman af að reyna, og sendu mér póst ef þig langar)

Og svona í lokin á léttari nótum,  hvað ætli margir stórslátrararnir hafi kunnað mannganginn betur en að skjóta af byssu? 

V.Valdimarsson (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 10:20

2 identicon

"Er þetta rugl í mér eða eru svona hlutir bara að gerast í USA?"

Ekki rugl en langt frá því að vera rétt.  Frá árinu 1980 hafa 15 skotárásir í skólum bandaríkjanna átt sér stað.  Líkurnar á því að vera skotinn til bana í skóla í bandaríkjunum eru 6 á móti 10 milljón nemenda á ári.   Að meðaltali deyja 6 nemendur, árlega, í Bandaríkjunum, inná skólasvæði sínu þar sem hvað mest öryggi á að ríkja.

Hinsvegar eru Bandaríkin ekki ein í þessari geðbilun.   Árið 1996 dóu 16 nemendur og einn kennari í Dunblane, Skotlandi.  Árið 2001 dóu 8 í Osaka, Japan.  Árið 2002 dóu 16 í Erfurt, Þýskalandi.  Árið 2002 dóu 2 í Melbourne, Ástralíu.  Árið 2004 dóu 344 borgarbúar, þar af 186 börn, og hundruð fleirri særðust, í mannskæðasta fjöldamorði Rússa til þessa.  Í Janúar á þessu ári voru 4 drepnir í Beirut Arab University.

Bandaríkin eiga 28 skotárásir frá árinu 1764 af alls 42.  Það er mikill meirihluti, en þrátt fyrir það má ekki segja að svona hlutir gerist bara í USA. 

Magnús (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 11:52

3 Smámynd: Sveinn Valdimar Ólafsson

Þetta gerist um allan heim þó tíðnin sé líklega mest í USA, sbr.:

(Reuters) -- At least 33 people were killed at Virginia Tech Monday in the deadliest campus shooting in U.S. history, but such incidents have occurred at schools and universities elsewhere in the world. Here is a list of some from recent years:December 1989, Canada: Marc Lepine, 25, stormed Montreal's Ecole Polytechnique, killing 14 women. Four men and eight other women were injured before Lepine turned the gun on himself.March 1996, Britain: A gunman burst into an elementary school in Dunblane in Scotland and shot dead 16 children and their teacher before killing himself.March 1997, Yemen: A man with an assault rifle attacked hundreds of pupils at two schools in Sanaa, killing six children and two other people. He was sentenced to death the next day.June 2001, Japan: Mamoru Takuma, armed with a kitchen knife, entered the Ikeda Elementary School near Osaka and killed eight children. Takuma was executed in September 2004.February 2002, Germany: In Freising, in Bavaria, a former student thrown out of trade school shot three people before killing himself. Another teacher was injured.April 26, 2002, Germany: In Erfurt, eastern Germany, a former student opened fire at a high school in revenge for being expelled. A total of 18 people died, including the assailant.

September 2004, Russia: At least 326 hostages -- half of them children -- died in a chaotic storming of a school in Beslan after it was seized by rebels demanding Chechen independence

kær kveðja

Sveinn

Sveinn Valdimar Ólafsson, 18.4.2007 kl. 15:23

4 identicon

Forræðishyggja er að sjálfsögðu almennt slæm, en samt þykir flestum sjálfsagt, jafnvel hörðustu frjálshyggjumönnum, að settar séu skorður á frelsi manna til að skaða aðra, sbr. ti.d. hámarkshraði á vegum, sala eiturlyfja o.s.frv.    Ég held að mikill meirihluti Bandaríkjamanna séu fylgjandi strangari byssulöggjöf, en eins og þú segir, þá eru hagsmunasamtök "byssumanna" gríðarlega öflug, vel fjármögnuð og með vel skipulagðan lobbýisma í gangi og hefur þannig tekist að koma í veg fyrir allar breytingar.  Þrátt fyrir þennan atburð eru þeir sem berjast fyrir breytingum á þessu sviði ekki bjartsýnir.

Sorglega dæmið um víetnamísku stúlkuna, sem þú tekur, styður fullyrðinguna um að það sé fólk en ekki byssur sem drepa, en hins vegar á móti, eins og þú bendir á, þá eru byssur mun afkastameiri og því mun hættulegri í höndum geðveiks fólks.   

Varðandi hvort þetta gerist aðeins í Bandaríkjunum, þá má benda á að ekki fyrir mörgum árum gerðust svipaðir hlutir í Skotlandi og í Þýskalandi.   Hinsvegar hefur þetta vissulega gerst oftast í Bandaríkjunum, en munum það að svona atburður gæti allt eins gerst hér á landi, það þarf ekki meira til en einn alvarlega veikan einstakling.

Bjarni M. (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 15:33

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Forræðishyggja er í sjálfu sér ekkert góð eða slæm. Þetta er bara hugtak yfir mannlegt atferli. Til að mynda er ein gerð ef fólk má ekki tjá sig í fjölmiðlum en önnur að fólk þarf að fylgja umferðarreglum.  Hvað þá ef verið er að kenna barni í uppeldi, eða hafa vit fyrir byggingarmeisturum sem stofna starfsmönnum í hættu með glannalegum vinnuaðstæðum.

Ágætt innlegg hjá Guðfríði með hinu fallega millinafni Lilju (eins og dóttir mín). vopnaframleiðsla er fyrst og fremst braskara-hagsmuna-pot sem kemur niður á Amerísku þjóðfélagi vegna þess að lýðræði hefur verið fórnað á altari gróðahyggju.

Ólafur Þórðarson, 18.4.2007 kl. 21:21

6 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Forræðishyggja er í sjálfu sér ekkert góð eða slæm. Þetta er bara hugtak yfir mannlegt atferli. Til að mynda er ein gerð ef fólk má ekki tjá sig í fjölmiðlum en önnur að fólk þarf að fylgja umferðarreglum.  Hvað þá ef verið er að kenna barni í uppeldi, eða hafa vit fyrir byggingarmeisturum sem stofna starfsmönnum í hættu með glannalegum vinnuaðstæðum.

Ágætt innlegg hjá Guðfríði með hinu fallega millinafni Lilju (eins og dóttir mín). vopnaframleiðsla er fyrst og fremst braskara-hagsmuna-pot sem kemur niður á Amerísku þjóðfélagi vegna þess að lýðræði hefur verið fórnað á altari gróðahyggju.

Ólafur Þórðarson, 18.4.2007 kl. 21:29

7 Smámynd: Pétur Henry Petersen

heyr heyr!

eina sem ég hefi við þetta að athuga, er

"....var ótrúleg manneskja - og án efa var morðinginn það líka" 

Afhverju, afþví að þær voru nemendur við þenna ágæta skóla eða vegna þess að hún var erlend og líklega brotist til mennta. Eða var hún dóttir valdamanna í heimalandi sínu? Eru allir ótrúlegir og því enginn, eða hvaða máli skiptir það þó að hún hafi verið ótrúleg, ef svo var. Líklega engu. Ef lesið er milli línanna, má skilja þetta sem svo að verið sé að benda á að þrátt fyrir að hún hafi myrt í geðveiki sinni, hafi hún ekki verið vond persóna, sem að jú að mestu leyti sjálfgefið.

 en, heyr heyr !

Pétur Henry Petersen, 19.4.2007 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband