Hvorugkyn eintölu: vorboðinn ljúfi

 

"Það er einvörðungu mikil fylgisaukning Vinstri græns sem ógnað hefur meirihluta ríkisstjórnarflokkanna."

Þetta er hárrétt hjá ritstjóra Fréttablaðsins í morgun. Stórsókn VG ræður úrslitum um það hvort ríkisstjórnin standi eða falli.

Þessi stórsókn hefur valdið ýmsum valda- og fjölmiðlaöflum, fræðingum og fleirum botnlausum vonbrigðum sem þeir hafa ekki alveg kunnað að fela (eða ekki séð neina ástæðu til, hlutdrægni virðist ekkert vandamál), en þarna hefur hún nú samt verið, sóknin grænu kvennanna til vinstri. Og er enn.

Ég hef nefnilega fulla trú á því að VG sé enn í sókn, þrátt fyrir áróður þeirra sem vilja bókstaflega leggja allt í sölurnar til að lækka fylgi VG. Sumum virðist jafnvel vera meira umhugað um að lækka fylgi VG heldur en að hækka sitt eigið fylgi. Enn öðrum er umhugað um að blása til skyndikannana til að geta sagt það sem mörgum langar svo mikið til að geta sagt: "VG fatast flugið".

En veruleikinn talar sínu máli. Hljómurinn er tómur í vísunum í hið gagnstæða.

Mér finnst annars skemmtilegt að Þorsteinn Pálsson talar um stórsókn "Vinstri græns". Flestir hefðu sagt stórsókn "Vinstri grænna" en Þorsteinn virðist tala um það "vinstri grænt", hvorugkyn eintölu. Hef ekki séð þetta áður. Kannski Þorsteinn sé ómeðvitað að vísa til vorsins. Hið vinstri græna vor árið 2007, hvorugkyn eintölu.

Vorið sem vonandi verður lengi í minnum haft og gæti markað tímamót í íslenskri stjórnmálasögu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

heyr heyr!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.4.2007 kl. 18:44

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

heyr heyr!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.4.2007 kl. 18:45

3 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Hæ Lilja, mér finnst það flott hjá Þorsteini að tala um vinstra grænt - hann er búinn að gera þetta í nokkra mánuði, hefi ég tekið eftir - og mér finnst það flott hjá þér að tengja hvorugkynið við vorið vinstra og græna og femínistableika megum við ekki gleyma. Það sem mér finnst flott hjá Þorsteini er að taka þátt í breyta tungutakinu með okkur; breytt tungutak hefur áhrif á hugsunina, skerpir hana, fær okkur til að sjá hlutina öðruvísi. Kveðjur að norðan.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 17.4.2007 kl. 22:00

4 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Rakst á þessa 7 ára gömlu grein eftir síðasta ræðumann. Þar sem varað var við því að sofnað væri á verðinum. Því miður gerðist það. En það er hægt að bjarga því sem bjargað verður.

Pétur Þorleifsson , 18.4.2007 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband