Að heyra en hlusta ekki

Við hljótum öll að vera illa slegin yfir því sem fram kemur í skýrslu um kynferðisafbrot gegn heyrnarlausum - afbrot sem fram fóru í skólunum þeirra, þar sem þau hefðu átt að eiga skjól.

Hörmuleg stefna sem bannaði heyrnarlausum að tjá sig með táknmáli og heimtaði talmál gerði illt verra (þetta gerði heyrnarlausum nær fullkomlega vonlaust að tjá sig og braut á þeim með átakanlegum hætti um árabil). Jafnvel þegar fórnarlömbunum tókst að koma á framfæri upplýsingum um það sem átti sér stað, virðist ekki hafa verið á þau hlustað.

Félag heyrnarlausra hefur mótað tillögur um hvernig eigi að taka á þessum upplýsingum og hvað þurfi að gera til að bæta aðbúnað í þessum efnum. Vonandi verður á það hlustað.

Og vonandi verður hlustað betur héðan í frá þegar kemur að málefnum heyrnarlausra. Hvers vegna er það til dæmis ekki löngu orðið sjálfsagt að texta innlent sjónvarpsefni - og gera þannig bæði heyrnarlausum og heyrnarskertum auðveldara með að fylgjast með? Ég hreinlega skil ekki hvers vegna þetta er ekki löngu komið - og hvers vegna svona augljós mismunun fær daglega að viðgangast. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir hefur m.a. barist fyrri þessu lengi - og bloggar reglulega um þessi mál á síðu sinni. 

Hér er aðeins tæpt á örfáum atriðum sem krefjast áríðandi úrlausnar - í okkar ríka samfélagi er listinn alltof langur, því miður. Mál sem þessi eiga að vera forgangsverkefni í samfélagi sem vill verða betra í dag en í gær.


mbl.is Tillögur um aukna ráðgjöf fyrir heyrnarlausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Fyrirgefðu en nú verð ég að vera sammála þér.

Hef reyndar lengi sagt að mér finnst að það ætti að hætta að kenna dönsku í grunnskólum og fara að kenna táknmál í staðinn. Hlýtur geta orðið mikil bylting fyrir þá sem þurfa að nota táknmál að þorri landsmanna skilji þá og geti talað við þá.

Ágúst Dalkvist, 13.1.2007 kl. 15:54

2 Smámynd: Ólafur fannberg

sammála

Ólafur fannberg, 13.1.2007 kl. 16:36

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Við höfum oft verið  dugleg að dæma aðrar þjóðir fyrir hvers konar glæpsamleg athæfi.Á sama tíma hafa viðkomandi stjórnvöld verið í lokuðum heimi,engin vissi neitt um börnin,engum datt í hug að þau þyrftu að geta tjáð tjáð sig með táknmáli.Eigum við ekki að rannsaka þessa djúpu þögn og finna rætur þessa vandamála.Þetta verður okkur ævarandi skömm ef málin verða ekki að fullu upplýst,viðkomandi þolendur eiga bæði siðferðis - og lagalegan rétt á uppreisn æru.Fjölmiðlar ættu að sína sérstaka tillitssemi í umfjöllun þessa mála.

Kristján Pétursson, 13.1.2007 kl. 22:29

4 identicon

Kæra Lilja, flott hjá þér og fleirum að taka afstöðu í þessu skammarlega máli...hvernig gat þetta gerst?

Nú meigum við íslendingar taka á honum "stóra sínum" og leiðrétta hlut heyrnarlausa-og skertra.

Ég held að dönskukunnátta sé nauðsynleg (eða annað norðurlandamál) en sleppa má frekar frönsku eða þýsku (ef sleppa þarf einhverju???) og bæta við táknmáli í skólum.  Grunnkennsla þar væri góð byrjun! 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir (IP-tala skráð) 13.1.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband