Froskar og trilljónir dollara

The Golden Toad of Monteverde (sú síðasta talin hafa dáið árið 1989).

Í náinni framtíð getum við búist við að að minnsta kosti helmingur allra froskategunda útrýmist. Þeir eru að útrýmast nú þegar með meiri hraða en nokkurn vísindamann óraði fyrir. Hrun blasir við.

Og ekki bara froskar. Listinn yfir dýr í útrýmingarhættu er langur og flókinn - og allar spár sýna að hann muni lengjast enn með hraði. Ef útrýmingin heldur áfram með þeim hraða sem hefur verið - eða verður enn hraðari, eins og stefnir í - þá erum við að tala um ótrúlegan fjölda tegunda hjá minnstu jafnt sem stærstu dýrum sem hverfa úr lífríki jarðar á mettíma.

Hvaða áhrif hefur þetta á vistkerfi jarðar? Hreinsun jarðvegs og vatns, jafnvægi og hringrás? Úrýming dýrategunda snýst ekki bara um dýrin sem slík. Það snýst um hringrás jarðar sem raskast á djúpstæðan hátt og hefur margþættar afleiðingar - líka fyrir okkur mennina.

Þessi hraða útrýming er okkur að kenna. Græðgi okkar, ágirnd og skeytingarleysi virðist eiga sér lítil takmörk - framför okkar í tæknilegum yfirburðum til að drottna yfir náttúrunni á nær öllum sviðum virðist ekki hafa borið af sér framför í siðferðisvitund, þvert á móti. Mengun, eyðilegging, loftlagshlýnun - fólksfjölgun og hörmuleg fátækt í bland við botnlausa neysluhyggju, kaupæði og græðgi okkar hinna er blanda sem bitnar á ýmsu í ríki jarðar. Gróf misskipting auðs er alvarlegt mál - ekki bara í lokuðum heimi okkar mannanna.

Síversnandi ástand plánetunnar okkar og lífríkis kemur okkur öllum við, og við berum öll ábyrgð.

Það fyrsta sem við Íslendingar getum gert er að sýna gott fordæmi með ábyrgð í umhverfismálum. Eins og staðan er í dag eigum við grátlega langt í land með að nálgast slíkt takmark. 

Hvað kemur í veg fyrir að við breytum um stefnu? Af hverju gerum við þetta ekki að forgangsverkefni - nú þegar við Íslendingar svo auðveldlega getum það?

Ég kem að trilljónunum síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

slæmt mál sem taka verður á sem fyrst

Ólafur fannberg, 12.1.2007 kl. 14:48

2 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Flestir telja sig vera að reyna að breyta þessari válegu þróun sem þú talar um. Bara misjafnt hvað fólk telur vera réttu leiðina til þess.

Sumir vilja t.d. hætta að virkja fallvötn hér á landi þar sem að mest orkan frá þeim fer í álframleiðslu og enginn deilir um það að álverin menga töluvert. Hins vegar má þó líta á það þannig, eins og oft hefur komið fram, að álverin verða alltaf einhvers staðar þar sem mikil eftirspurn er eftir áli og þá er kannski best að hafa þau á þeim stöðum þar sem orkuöflunin þarf ekki að menga aukalega við verksmiðjurnar sjálfar.

Auðvitað væri best að maðurinn gæti lifað í algjörri sátt við náttúruna eins og hún er í dag en spurning hvort við séum jafnvel ekki orðin of mörg til þess.

En þetta eru nú bara pælingar og lísa ekki minni skoðun :)

Ágúst Dalkvist, 12.1.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband