Evruþvælan

Hvaða dómsdagsendemisþvæla er þetta eiginlega stöðugt og alla daga um hugsanlega evru án ESB-aðildar? Hversu eilíflega margar fréttir, orka, tími, fjármagn og afvegaleiðing á að fara í þessa endurteknu umræðu sem hefur nú staðið vikum og mánuðum saman?

Ef fólk vill taka upp evru á Íslandi þá verður Ísland að ganga í ESB. Þetta hefur legið fyrir lengi fyrir þau sem það vilja sjá.

Aðild að ESB er hins vegar miklu stærra og viðameira mál heldur en bara spurningin um evru. Fínt, við skulum ræða það út í hið óendanlega, en það breytir ekki því að einmitt núna liggja fyrir mýmörg og aðkallandi verkefni sem verður að takast á við og hafa ekkert með ESB-spurninguna að gera.

Krónan er ekki hinn undirliggjandi sökudólgur í gjaldþrota efnahags- og peningamálastjórn síðustu ára. Undirrót verðbólgu og óstöðugleika síðustu ára er m.a. stóriðjustefnan, óheft útrás fjármálafyrirtækja og aðrar þensluhvetjandi aðgerðir sem yfirvöld bera ábyrgð á.

Nú á að bjóða upp á sömu rússibana-vitleysuna áfram en telja okkur um leið trú um að þetta sé allt bara krónunni að kenna. Að stóriðjustefnan og allt hitt ruglið sé í lagi ef gjaldmiðillinn heitir evra. Þetta er þvæla og hrindir fókusnum í burtu frá þeim krefjandi verkefnum sem raunverulega liggja fyrir með áríðandi og afgerandi hætti - núna.

 

Núna er einmitt rétti tíminn líka fyrir alvöru rannsókn á gjaldeyrisviðskiptunum. Staðreyndir upp á borðið, takk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar G. Harðarson

Sæl Guðfríður.

Þetta er alveg rétt hjá þér. Þessi mál eru aðskilin og við eru allt of mikið að deila um lit og sniði á nýju fötum keisarans.

Kv.

Einar G. Harðarson, 24.9.2008 kl. 15:27

2 Smámynd: ragnar bergsson

Þetta er alveg rétt Guðfríður krónan endurspeglar ástandið í efnahagsmálum þjóðarinnar krónan er ekki vandamálið heldur þeir menn sem treyst er fyrir henni.

ragnar bergsson, 24.9.2008 kl. 20:48

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ef við hefðum ákveðið að geyma Kárahnjúka til harðari tíma, eins og t.d. núna gætum við rifið upp allt hagkerfið.

stórframkvæmdir hins opinbera eiga að vera á krepputímum. 

hinsvegar er alltaf gaman að benda VG á að Kárahnjúkar voru reistir af stjórnmálamönnum sem vildu komast á þing. Halldór vildi og fékk mjög góða kosningu í því kjördæmi. 

Ef Kárahnjúkavirkjun hefði ekki verið hagkvæm eins og margir halda fram, hefði engin einkaaðili ráðist í hana.

---------------------------------------

sammála með að halda krónunni. 

Fannar frá Rifi, 24.9.2008 kl. 22:11

4 identicon

Það sem er svona erfitt við krónuna er ekki núverandi ástand, enda er það lausafjárkreppa.

Vandamálið við krónuna er hversu óstöðug hún er, jafnvel þegar allt gengur vel. Mér finnst persónulega að þessi umræða megi bíða, að núna snúist þetta um hvernig við getum haldið landinu á floti í gegnum lausafjárkreppuna og síðan tekið bankakerfið í gegn eftir það. Þessi völd sem bankarnir hafa yfir þjóð og þingi eru ekki ásættanleg og það verður að endurskoða verulega aðkomu ríkisins að peningamálum.

Ef þetta eru einkafyrirtæki sem mega ekki fara á hausinn, þá skal bara þjóðnýta þau og ekkert múður! Það gengur ekki að vera með einkageira sem ríkið skeinir þegar skítur á sig. Það er það slæma við vinstrið PLÚS það slæma við hægrið, hið slæma af báðum hliðum.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 11:58

5 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Hvað varð um Landsímapeningana, sem byggja átti hátæknisjúkrahús fyrir, leggja strengi til afskekktustu byggða og fl. Bankapeningarnir hvar eru þeir?

Nú vantar 500miljarða í varasjóð í geymslu Seðlabankans ef eða af því að  kláru strákarnir okkar hafa eða eru búnir að gera í buxurnar.

Rúnar Sveinbjörnsson, 25.9.2008 kl. 22:22

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

göngum i ESB

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.9.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband