Ráðgjafar brunarústanna

"Fjársvikarar vaða uppi og siðferði í viðskiptum er í mylsnu. En fjárglæframenn sem leiddu hörmungar yfir hversdagsfólkið sitja áfram að sínu, eða öllu heldur því sem eftir er af verðmætum okkar allra. Þeir verða jafnvel ráðgjafar yfir brunarústum gjaldþrotastefnu þar sem þeir sjálfir kveiktu flesta eldana."

Úr leiðara Bjargar Evu Erlendsdóttur í 24 Stundum í dag.

Vel orðað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Illa er komið fyrir samfélagi okkar þar þegar eðlilegt þykir að tala um stjórnendur ríkis og viðskiptalífs sem glæpamenn og brennuvarga.

Trúnaðarbrestur sá sem hefur orðið milli almúgans í landinnu og valdamanna er lang alvarlegasta afleiðing þessarar kreppu.

Héðinn Björnsson, 16.9.2008 kl. 20:09

2 identicon

Rótækan Verkamannaflokk straxxxxxxxx,,,,,,,,,,,,,,,,

Res (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 20:47

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Því miður þá virðist eins og flestum hafi yfirsést að Sagan hefur áráttu til að endurtaka sig. Það er nefnilega svo komið hér að nú er farið að ræða það í gaspri að hér sé að þróast ástand sem verið hefur undanfari blóðugra byltinga. Vonandi berum við gæfu og þroska til að forða því að sú umræða festi rætur. En stundum hvarflar það að mér að kannski séum við lánsöm að hafa ekki innlendan her í þessu landi.

Árni Gunnarsson, 16.9.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband