Á móti lýðræði?!

Borið hefur á þeim misskilningi hjá einhverjum í bloggheimum að ég sé mótfallin kosningu um stækkun álversins í Straumsvík. Þetta er alrangt. Ég er mjög fylgjandi kosningu um málið.

Ég gagnrýni hins vegar þögn Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í opinberum umræðum um málið. Mér finnst það vera ábyrgðarhluti gagnvart kjósendum að stjórnmálaflokkar tali umbúðalaust um stefnu sína og framtíðarsýn. Það er mín skoðun að það sé engum til góðs, og allra síst lýðræðinu í landinu, að stjórnmálaflokkar veigri sér við að taka skýra afstöðu til mikilvægra mála.

Spurningarnar eru einfaldar:

Telur Samfylkingin í Hafnarfirði það vera Hafnfirðingum til góðs til framtíðar að samþykkja stækkun álvers? Styður Samfylkingin slíka stækkun? Á hvaða forsendum?

Hvað er það sem er erfitt við að svara þessum spurningum skýrt og skorinort? Af hverju er það merki um ábyrgð gagnvart kjósendum að svara þeim ekki?

Þessar spurningar byggjast ekki á einhverri ólýðræðislegri óvild í garð Samfylkingar heldur þeirri sannfæringu að það grafi undan lýðræðislegri og opinni umræðu í landinu þegar stjórnmálaflokkar og leiðtogar taka ekki skýra afstöðu í stórum málum - og segja ekki það sem þeir hugsa. Verkin tala svo sem nú þegar í stóriðju- og virkjanastuðningi flokkanna víða um landið - og hin raunverulega undirliggjandi afstaða er því nokkuð ljós. En skýr orðræða og hreinskiptin afstaða er samfélaginu nauðsynleg - og þjónar lýðræðinu best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn vinkona :)

Kveðja frá Kaupmannahöfn,

Aldís 

Aldís Rún Lárusdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 08:59

2 identicon

Elsku Lilja, innilega til hamingju með stórafmælið

Þín Harpa....

Harpa Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 10:37

3 identicon

Takk!!! ; ) Alltaf að eldast og þroskast eins og góðu vínin...

Guðfríður Lilja (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 11:17

4 identicon

Sæl,

Það eru 11 bæjarfulltrúar í Hafnarfirði. Einungis einn þeirra hefur gefið upp afstöðu sína gagnvart stækkun álversins opinberlega! - skrýtið ?

kk, Bergur

Bergur Ólafsson (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 13:01

5 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Til hamingju með stórafmælið.

Ræðan þín á minningu lands atburðinum var frábær. Hreyfi við hjarta og sálu.

Birgitta Jónsdóttir, 10.1.2007 kl. 13:37

6 identicon

Til hamingju með daginn :)

Kata 

kata (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 14:09

7 Smámynd: arnar valgeirsson

Hjartans hamingjuóskir. Þú ert frábær.

arnar valgeirsson, 10.1.2007 kl. 15:10

8 Smámynd: Pétur Blöndal

Hver að verða síðastur!

Til hamingju með daginn!

Bestu kveðjur,

Pétur

Pétur Blöndal, 10.1.2007 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband