Að blekkja og halda svo áfram

Nú situr Darling fjármálaráðherra Breta undir ámæli fyrir að hafa grunað lengi að ekki væri allt með felldu með íslensku bankana.

Íslensk stjórnvöld gerðu einmitt allt sitt til að róa Darling sem og alla aðra og láta alla halda að allt væri í fína lagi, þvert á ítrekuð varnaðarorð. 

Afneitunin og ábyrgðarleysið var algjört. Eða í réttara orði sagt: Blekkingin var algjör.

Eiga íslensk stjórnvöld virkilega að sitja áfram eins og ekkert sé? Nákvæmlega hvað þarf meira til svo fólk og flokkar og öflin margvíslegu "axli ábyrgð" á Íslandi?

Eða fáum við bara enn eina lotuna af ímyndarherferðum, drottningarviðtölum og innistæðulausum blaðamannafundum, í skjóli hvers hagsmunaöflin herða enn tökin á samfélaginu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei Lilja. Við látum ekki enn eina lotuna yfir okkur ganga. Hingað og ekki lengra. Í alvöru!

Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Heidi Strand

Við verðum að standa saman. Minni á útifundinn á Laugardag kl.15 á Austurvelli.

Baráttukveðjur

Heidi Strand, 27.10.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Stúlkur mínar. Minnist orða okkar ástsælu foringja, Steingríms J. Sigfússonar og Katrínar Jakobsdóttur í ,,Ávarpi til félaga í VG" um ábyrgan og uppbyggilegan málflutning. En í því fróma ,,Ávarpi" segir meðal annars: ,,Eins og landsmenn hafa eflaust tekið eftir hafa menn að miklu leyti slíðrað sverðin í hinni hefðbundnu pólitísku orrahríð."

Ja, mikill er baráttuandinn atarna í brjóstum okkar ástsælu foringja. Og mikið vatn til sjávar runnið síðan Karl Marx og Friðrik Engels gáfu út annað og ekki síður merkilegt ávarp.

En við verðum samt að muna að VG berst hatrammri baráttu fyrir að verða almennt talinn stjórntækur flokkur. Þess vegna verðum við að passa hvað við segjum, skrifum og gerum. Því það eru ráðherrastólar í veði.

Jóhannes Ragnarsson, 27.10.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband