Rannsóknarblaðamennsku, takk

Það er með hreinum ólíkindum að skýrslu bresku hagfræðinganna Buiter og Sibert um íslenska bankakerfið hafi verið stungið undir stól. Hún þótti "of viðkvæm" fyrir markaðinn.

Buiter sagði í sjónvarpsfréttum í gær að þau hefðu átt fund með "fulltrúum ríkisstjórnarinnar" þar sem skýrslan var kynnt.

"Uppfærð" útgáfa skýrslunnar var að sögn kynnt á fundi í Reykjavík 11. júlí síðastliðinn þar sem í hópi áheyrenda voru "hagfræðingar úr Seðlabankanum, fjármálaráðuneytinu, einkageiranum og háskólasamfélaginu."

Á virkilega ekki að fylgja þessu betur eftir? Ég sá engan ráðamann spurðan um þetta af alvöru.

Fréttin er horfin af öllum fréttasíðum netsins núna. Þetta er víst ekki stórfrétt. Ekki það, það voru auðvitað svo margir búnir að vara við þessu. En ekki allir hafa sagt að staðreyndum hafi beinlínis verið stungið undir stól. Þetta var einmitt á þeim tíma þegar VG krafðist þess að Alþingi kæmi fyrr saman vegna alvarlegs ástands í efnahagsmálum. Það þótti engin ástæða til þess, né heldur nokkurra aðgerða.

Og vel að merkja, Ice-Save-lánin fóru á flug í tíð núverandi ríkisstjórnar, núverandi bankamálastjóra, núverandi fjármálaráðherra, núverandi forsætisráðherra.

Hvar er íslenska rannsóknarblaðamennskan?

Er það kannski "of viðkvæmt" fyrir markaðinn að veita stjórnvöldum aðhald? Er búið að ákveða fyrirfram hverjir eigi að axla ábyrgð, á hverja eigi að koma sök, hvaða hagsmunir eigi að "endurreisa" samfélagið?

Það er ekki skrítið að okkur sé öllum sagt að vera bara þæg, ekki finna sökudólga heldur bara faðma hvert annað.

Ef enginn getur nokkurn tímann axlað ábyrgð í þessu samfélagi og ef aðhald kallast leiðindi og ábyrgð fjas þá lifum við einfaldlega í bananalýðveldi sem þykist vera stórt en er agnar-agnarsmár klíkuklúbbur.

Burt með klíkuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

VG verður líka að axla ábyrgð eða ætlar VG að vera í stjórnarandstöðu til 2050.  Sitjandi stjórn mun ekki sitja lengi.  Samfylkingin mun slíta þessu um leið og um hægist.  Eina mögulega næsta stjórn inniheldur 2 flokka...VG og Samfylkingu.  VG verður þess vegna núna strax að endurskoða afstöðu sína til aðildar að EB og hætta þessari einangrunarhyggju.  Þessir 2 flokkar verða að mætast á miðri leið og mynda breiðfylkingu, því hagsmunir þjóðarinnar eru meiri en hagsmunir flokka, hvaða nafni sem þeir nefnast eða miðar VG við að verða einhverntíma það stór flokkur að geta verið ein í ríkisstjórn.  Endurskoða þetta lykilatriði sem fyrst og hefja kosningabaráttuna strax í dag undir því kjörorði að ætla að sitja í næstu ríkisstjórn og ekkert helvítis en..eða ..ef....því það er komið að þessum 2 flokkum að starfa saman og þó fyrr hefði verið.  Besti leikurinn í stöðunni er því að byrja sem fyrst að semja við Samfylkinguna og endurskoða afstöðu flokksins til EB aðildar.

Máni Ragnar Svansson, 15.10.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: Viggó H. Viggósson

Hvernig má það vera að fólk úr öllum þessum hópum: hagfræðingar úr Seðlabankanum, fjármálaráðuneytinu, einkageiranum og háskólasamfélaginu, hafi stungið skýrslunni undir stól? Tæplega hafa allir sem urðu þeirar "gæfu aðnjótandi" að fá skýrsluna átt hagsmuni í því að þegja hana í hel? Eða hvað? Vantar ekki lógík í þennan spuna hjá þér?

Þó ekki væri nema just a dash!

Viggó H. Viggósson, 15.10.2008 kl. 21:40

3 identicon

Það breytist aldrei neitt og það á enginn stjórnmálamaður eða embættismaður eftir  að axla neina ábyrgð.

Enda eru þínir menn Steini og Olli að bera blak af Dabba litla vegna þess að þeim er eiginlega verst við kratana og svo þar á eftir fólk sem á pening. Þeim DAUÐLANGAR upp í til sjallanna og hefur alltaf gert.

Ísland er ömurlegt molbúaland sem á þetta bara skilið af því að alþýða manna lætur endalaust vaða yfir sig, tuðar bara svolítið.

Jón (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Orðin í lokin hjá þér Guðfríður segja allt sem segja þarf. Það er eins og að það séu litlir fótboltaklúbbar út um allt í þjóðfélaginu þar sem hýenueðlið fær að njóta sín sem aldrei fyrr.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.10.2008 kl. 05:37

5 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir góðan pistil Lilja. Þetta eru orð í tíma töluð. Samfylkingin getur ekki skorast undan ábyrgð.

En ástandið á fjölmiðlunum er ekki glæsilegt. Nú á að sameina Moggann og Fréttablaðið og þau verða með yfir 90% af dagblaðamarkaðnum sem er skuggalegt.

Vinstri græn geta komið til hjálpar en þá þarf kosningar núna.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 16.10.2008 kl. 08:52

6 identicon

Já Guðfríður Lilja þú ert alveg steinhissa á þessu að blöðin virki ekki. En hver skildi vera ástæðan, það skildi þó ekki vera að þú sért einn aðal sökudólgurinn þar. Þú og þínir urðu til þess að forseti Íslands neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin, og við sátum uppi með það að aðal mennirnir í útrásinni og því sem henni fylgdi áat öll dagblöðin og þar var ekki fjallað um annað en þeim var þóknanlegt. Einu fréttirnar af þessu liði voru að Fréttablaðið byrti myndir af Jóhannesi í Bónus, gefa mæðrastyrksnefnd nokkur læri og Mogginn byrti myndir af Björgólfi gefa listasafni Íslands tvær miljónir. Sem sagt Útrásarliðið voru góðu jólasveinarnir.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband