Afvötnun strax

Þetta er athyglisvert lesendabréf:

"Bankakerfið er Sjálfstæðisflokknum það sem SÍS var..."

Svo mikið er víst að stjórnmálaöfl sem ætla að voga sér að þeysa fram á völlinn með heilbrigðisþjónustuna okkar, velferðarkerfi, Íbúðalánasjóð og orkuna í iðrum jarðar og gefa það allt markaðs- og peningaöflunum á vald þau þurfa að fara í allsherjar afvötnun. Horfast í augu við raunveruleikann í stað þess að halda áfram í afneituninni. Það er algjört skilyrði fyrir bata og batnandi hag. Heimskapítalisminn riðar til falls og ætla þau að halda áfram að þjóna græðgisvæðingunni í blindni?

Ég segi það hins vegar alveg eins og er að þótt ég hafi aldrei haft mikla trú á þessari ríkisstjórn þá kemur ráðleysið og dugleysið sem þar ræður ríkjum mér enn í opna skjöldu. Á svona stundum þarf alvöru verkstjórn og dug og kjark í stað meðvirkni og máttleysis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég er sko timbruð!! Það versta er að ég tók ekki þátt í fylleríinu. Dansinn í kring um gullkálfinn er að drepa allt venjulegt fólk. Sem dæmi þá hafa auglýsingar um uppboð hér í Keflavík greinilega aukist. venjulega sjást 3-4 auglýsingar í hverri viku en í síðasta tölublaði var heil opna!! Ágætt dæmi í hversdagslegri tilveru meðaljóna.

Rut Sumarliðadóttir, 2.10.2008 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband