Þjóðarsátt?

Mæli með þessum lestri hér.

Ætli það verði fjaðrafok yfir myndskreytingunni núna?

Eða er hún kannski bara fullkomið aukaatriði miðað við innihaldið. Sem er í grófum dráttum þetta:  

Á einu ári - til dæmis þetta síðasta ár sem þau hafa dregið lappirnar við að afnema eigin sérréttindi - hafa ráðherrar í ríkisstjórn tryggt sér lífeyrishækkun  UMFRAM aðra starfsmenn ríkisins að upphæð 23.610 krónur á mánuði.

Á maður svo að hlæja eða gráta þegar talað er fjálglega um þjóðarsátt og ljósmæður lögsóttar?

 RikisstjornGHH-2_360314613


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl.

Ég þakka þér að veita þessari Ríkisstjórn aðhald( þ.e.a.s, benda fólki á einræðið sem þetta fólk fer með). Veitir ekki af,áður en hún siglir allt í kaf.

Kveðja. 

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 14:07

2 identicon

Þakka þér kærlega fyrir að verða til þess að ég fann þessa fróðlegu og góðu síðu Ögmundar. Hlakka til að sjá viðbrögðin við þessari mynd, þvi fátt er jafn skemmtilegt og "sjálfsmörk" Samsjáfstæðisfylkingarflokksins.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 23:38

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að það sé fjarri lagi að Jóhanna vilji einkavæða Íbúðalánasjóð. Hinsvegar er Jóhanna krati og engum krata kæmi til hugar að móast við samevrópskri tilskipun.

Draumur um innlimun í EB og trú á óbeislað markaðslögmál; hvorugt snýst um skoðanir; hvorttveggja er syndrom. Og mér er sagt að það sé hægt að meðhöndla af faglærðu fólki en árangur bæði óljós og vafasamur.

Árni Gunnarsson, 14.9.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband