Markaðsvæðing heilbrigðisþjónustunnar

Það hlýtur að teljast afar áhugaverð frétt að þjóðnýting í Bandaríkjunum orsaki mikla hækkun á hlutabréfamörkuðum um allan heim. Sjá hér

Er svanasöngur nýfrjálshyggjunnar hafinn?

 

Því miður hafa fréttirnar ekki alveg náð til Íslands ennþá. Við ætlum m.a. að herma eftir einkavæðingarstefnu Margrétar Thatcher frá því fyrir 18 árum síðan og markaðsvæða heilbrigðiskerfið okkar. Frumvarp til sjúkratrygginga verður lagt fram í þinginu á morgun - a la Thatcher. 

 

Ég er orðin virkilega þreytt á því að sagt sé að þetta sé "ekki einkavæðing". Þetta býður upp á einkavæðingu samkvæmt öllum fræðilegum skilgreiningum á því fyrirbæri. Ef það hentar ekki stjórnmálamönnum að nota réttu orðin yfir það sem þeir eru að gera þá er það þeirra vandamál - fræðileg hugtök eru fræðileg hugtök og annað er blekkingarleikur. Nú stendur til að einkavæða íslenska heilbrigðiskerfið. Kemur slíkt á óvart þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut?! 

 

Það er sagt að við séum hér að herma eftir Svíum. Er það já? Og eftir hverjum hermdu Svíar? Jú, Bretum. Og eftir hverjum tók Thatcher? Kannski Chicago School of Economics, vöggu nýfrjálshyggjunnar í Ameríku? Og eftir hverjum tók Blair?!

 

Áhrifin af þessum breytingum í Bretlandi hafa verið greind með ítarlegum hætti af fræðimönnum.

 

Afleiðingarnar eru vægast sagt ömurlegar.

 

Hvar er alvöru umræða um þessi mál?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ameríkanar horfa til Skandinavíu með álíka aðdáun og þeir horfa á frelsisstyttu sína en vita ekki að verið er að brjóta niður velferðarkerfið í þessum löndum. Ætli það gildi: Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur?  Viltu segja okkur af þessu sjúkratryggingafrumvarpi - því við VITUM EKKERT. Hvað er að gerast? Bestu þakkir fyrir pistlana þína.

Kristín (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband