Þjóðin styður ljósmæður


Þjóðin styður ljósmæður
Austurvelli, föstudaginn 5. september kl. 12.15

Verkfall ljósmæðra er skollið á. Ríkisstjórnin axlar ekki ábyrgð og gerir þar með yfirlýsingar og fyrirheit að engu. Stjórnarsáttmálinn er marklaust plagg. Þarfir barnshafandi kvenna skipta ekki máli og störf ljósmæðra eru lítils virði.

Þó málið varði fyrst og fremst barnshafandi konur og hið nýja líf sem þær bera í skauti sér, þá snúast störf ljósmæðra um framtíð þessa lands í heild sinni. Ekkert er mikilvægara en endurnýjun þjóðarinnar. Til að hún geti orðið með eðlilegum hætti verður að tryggja þjónustu ljósmæðra og að störf þeirra og ábyrgð séu metin að verðleikum.

Ljóst er að þjóðin stendur með ljósmæðrum. Kennarar, hjúkrunarfræðingar, læknar og flugfreyjur hafa sent frá sér stuðningsyfirlýsingar, auk fjölda félaga- og hagsmunasamtaka. Fram til þessa hafa konur á barneignaraldri verið í framvarðarsveit stuðningsfólks sem er eðlilegt. Nú er þó svo komið að þjóðin öll verður að láta í sér heyra.

Mætum á Austurvöll kl. 12.15 og styðjum kjarabaráttu ljósmæðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Vissir þú að:


• Ljósmæður gegna lykilhlutverki í heilsueflingu
þjóðarinnar?
• Að tímabilið frá getnaði og út fyrsta ár barnsins
er eitt mest heilsumótandi á ævi þess?
• Ljósmæður styðja mæður í að annast börn sín
vel á þessum tíma?

Ég styð kjarabaráttu
ljósmæðra

www.draumafaeding.net/flyer

Eydís Hentze Pétursdóttir, 4.9.2008 kl. 17:26

2 Smámynd: Laufey B Waage

Heyr heyr!!

Laufey B Waage, 4.9.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband