Hrafninn flýgur!

Einn snjallasti samferðarmaður okkar er kominn á flug – og flýgur hátt að vanda. Hann er Hrafn sem er engum líkur.

Þið getið lesið hárbeittar hugvekjur hans um lífið og tilveruna hér. 

Á meðan við Vesturveldin erum að spóka okkur í dótabúðum græðginnar er heill heimur að kveljast úr örbirgð, vannæringu og afskiptaleysi.  

Blaðamenn eru drepnir fyrir að reyna að vekja okkur til afstöðu. Saklausir borgarar eru drepnir í okkar nafni. Við segjum í hálfs manns hljóði “úff, en hræðilegt” og höldum svo áfram að græða. Við erum upptekin. 

Eftir heimsstyrjöldina síðari voru Þjóðverjar spurðir: Hvar varst þú í stríðinu? 

Eftir þrjátíu ár verðum við spurð: Hvar varst þú?  

Hvar varst þú þegar græðgin tók öll völd? Þegar gróðureyðingin náði hámarki, fossarnir voru eyðilagðir, jöklarnir bráðnuðu og flóðin skullu á? Hvar varst þú þegar hungrið svarf að og drápin héldu áfram?  

Í hvaða dótabúð varst þú?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband