Fjögur atriði fyrir fríið

Ég er að fara í frí - verð tölvulaus og allslaus í nokkurn tíma. Áður en ég fer bara nokkur atriði: 

Fyrsta atriði: Hér er undirskriftalisti til stuðnings við Paul Ramses og fjölskyldu hans, ekki láta undir höfuð leggjast að skrifa undir:

http://www.thepetitionsite.com/1/PaulRamses

Mótmælastaða heldur áfram kl. 12 á morgun og fimmtudag fyrir framan dómsmálaráðuneytið. Góð stund - ekki bara í þágu Paul Ramses og fjölskyldu heldur hælisleitenda almennt.  

Annað atriði: Forsætisráðherra sagði í dag þegar stuðningsfólk ljósmæðra fór fram á að staðið yrði við gefin loforð stjórnarsáttmálans til handa kvenna- og umönnunarstéttum að mál ljósmæðra yrðu "ekki leyst á þessum tröppum hér" - þ.e. stjórnarráðsins. Þetta er rangt. Þau verða einmitt leyst þarna og bara þarna. Ríkið semur í umboði stjórnvalda - grænt ljós til alvöru samninga þarf að koma frá tröppunum. 

Þriðja atriði: Það er misskilningur hjá viðskiptaráðherra og fleirum sem tala í hverjum einasta fréttatíma að við getum bara sisvona stokkið út í búð og svissað yfir í evru og ESB eins og ekkert sé, akradakabra og allt í gúddí. Hvert svo sem fólk vill stefna þurfum við fyrst að taka til heima hjá okkur og það er engin leið undan því - ekki einu sinni fyrir galdramenn á tröppum. (M.ö.o: kominn tími á nýja frétt og kominn tími á að taka til hendinni.)

Fjórða atriði: Lífið er hverfult og hamingjan enn frekar, njótið sólarinnar og blíðunnar. Ég er farin í sumarfrí!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

...en haarde sagði að málið yrði skoðað. lofaði því ekki en sagði það...

njóttu nú aldeilis vel stundanna í fríinu kæra. held þú eigir nú alveg skilið að slappa af í þrjá, fjóra daga eða svo:)

arnar valgeirsson, 9.7.2008 kl. 01:20

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Njóttu frísins vel. Gott að geta skrifað undir stuðningslistann á netinu, fyrir okkur sem færum vinnuna með okkur út um allt land/lönd, eins og ég geri þessa mánuðina.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.7.2008 kl. 01:27

3 identicon

ekki gott að þú sért allslaus

TBEE (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 02:06

4 identicon

Sæl Lilja, bara að óska þér alls góðs í fríinu þínu.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 20:02

5 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

8_4_145

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 12.7.2008 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband