Samstaða með ljósmæðrum í fyrramálið kl. 9.15

Það er í nógu að snúast þessa dagana við að veita aðhald gegn hinum ólíklegustu uppákomum valdakerfisins á ýmsustu vígstöðvum. Nú hafa vaskar konur tekið sig til og boða til samstöðu með ljósmæðrum við stjórnarráðið í fyrramálið kl. 9.15. Þess eins er krafist að staðið verði við gefin loforð - margítrekuð og margendurtekin loforð stjórnvalda til kvenna- og umönnunarstétta.

Hér er tilkynning sem ég var að fá í hendur:   Ljósmæðrafélag Íslands hefur farið fram á það við ríkisstjórnina að laun þeirra verði leiðrétt til samræmis við laun annarra háskólastétta með sambærilega menntun. Flótti hefur verið úr stéttinni að undanförnu og nýliðun ekki nægileg. Fjöldauppsagnir eru í farvatninu og líðan og öryggi fæðandi kvenna í uppnámi.  Ljósmæður þjónusta konur og börn á mikilvægustu augnablikum lífsins. Launakjör þeirra eru til marks um að hvorki þarfir né störf kvenna séu metin að verðleikum. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er því lofað að kjör kvenna hjá hinu opinbera verði endurmetin, einkum hjá þeim stéttum þar sem konur eru í miklum meirihluta. Ljósmæður eru eingöngu konur – sem hlúa að fæðandi konum, ungbörnum og verðandi foreldrum.  

Samstaða við stjórnarráðið, þriðjudaginn 8. júlí, kl. 9.15.

Mætum!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolgrima

Ég hugsa til ykkar Grjótgerðar hér í sveitinni

Kolgrima, 8.7.2008 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband