Fullt af gleði og vilja uppvaxtaráranna?

"Ég spyr, áttum við ekki að hafa eitthvað út úr þessum framkvæmdum öllum, átti svæðið ekki að vaxa og dafna? Það má með sanni segja að uppgangur og fólksfjölgun hafa ekki aukist með tilkomu stóriðjunnar á Austurlandi. Ástandið er verra ef eitthvað er, flest af því sem álverið átti að bjarga er á niðurleið. Ég segi það allavega fyrir mitt leyti að koma heim núna er ekki eins og það var. Neikvæðni og almenn óánægja ríkir á staðnum og andrúmsloftið er ekki fullt af gleði og vilja eins og ég man eftir á mínum uppvaxtarárum."

Þetta skrifar Hildur Evlalía Unnarsdóttir í eftirtektarverðri grein í Morgunblaðinu í gær.

Allir héldu alltaf að allir hefðu lært eitthvað af hruni gamla Sovéts. En draugurinn gengur alltaf aftur, bara undir nýjum formerkjum. Risa-Galdralausn-Ríkisins er í boði hverra í dag?

Hér er hægt að lesa grein Hildar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vek athygli þína á því að það er ekki nema ein skoðun leyfileg í stóriðjumálum.

Fyrir nokkrum dögum skrifaði ágætur blaðamaður á Mogganum færslu á bloggsíðu sína. Hann talaði ógætilega um fyrirhugaðar framkvæmdir á Bakka við Húsavík. Ég setti litla athugasemd inn og þakkaði honum fyrir. Þegar ég fór inn á síðuna daginn eftir var búið að eyða færslunni.

Tek fram að ég hef ekki grennslast fyrir um ástæðuna.

B.kv.

Árni Gunnarsson, 4.7.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband